Dagskrá
Ragnhildur Haraldsdóttir varaformaður byggðarráðs óskaði eftir því að bæta tveimur málum á dagskrá - Úthlutun lóðar og yrði nr. 1 og uppbygging í Kálfshamarsvík og yrði liður 2 á dagskrá. Samþykkt samhljóða
1.Erindi frá Skagafirði varðandi úthlutun á lóð
2409006
Úthlutun lóðar
Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálstjóri, Alma Dögg Guðmundsdóttir fostöðumaður heimilisins á Skúlabraut 22 og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðtogi málefna fatlaðs fólks mættu á fundinn undir þessum lið. Umræður sköpuðust um staðsetningu þjónustukjarna fyrir fatlað fólk. Byggðarráð vísar því til Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar að skoða möguleika að nýrri staðsetningu eftir umræður fundarins. Byggðarráð leggur til að stofnaður verði starfshópur sem útfærir þarfagreiningu fyrir áformaða byggingu þjónustukjarna fyrir fatlað fólk. Í honum sitji Pétur Arason sveitarstjóri, Börkur Þór Ottósson skipulags- og byggingafulltrúi, Alma Dögg Guðmundsdóttir forstöðumaður heimilisins á Skúlabraut 22, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðtogi málefna fatlaðs fólks og Sara Lind Kristjánsdóttir félagsmálastjóri. Sveitarstjóra falið að kalla hópinn saman.
Sara, Alma og Gréta yfirgáfu fundinn 15:50.
Sara, Alma og Gréta yfirgáfu fundinn 15:50.
2.Uppbygging í Kálfshamarsvík
2410016
Uppbygging í Kálfshamarsvík
Erla Jónsdóttir formaður heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar kom á fundinn undir þessum lið klukkan 15:55.
Farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu áfangastaðar í ferðaþjónustu í Kálfshamarsvík.
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram.
Farið yfir framtíðaráform um uppbyggingu áfangastaðar í ferðaþjónustu í Kálfshamarsvík.
Sveitarstjóra falið að vinna að málinu áfram.
3.Húnabyggð - Sala eigna
2301007
Kaup og sala á fasteignum
Lögð voru fram verðmöt á eignum sveitarfélagsins við Skúlabraut 39 (F2137143) og Skúlabraut 11 (F2137124). Sveitarstjóra falið að koma eignunum í auglýsingu sem fyrst.
4.Stöðuleyfi
2310019
Erindi er varðar stöðuleyfisgjöld
Tekið fyrir erindi dags. 01.06.2024 frá Kristjáni Þorbjörnssyni á Gilsstöðum þar sem óskað er eftir skýringu vegna stöðuleyfis fyrir gáma.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Tekið fyrir erindi dags. 25.08.2024 frá Árna Bragasyni Sunnuhlíð þar sem óskað er eftir skýringum vegna stöðuleyfis.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
Tekið fyrir erindi dags. 25.08.2024 frá Árna Bragasyni Sunnuhlíð þar sem óskað er eftir skýringum vegna stöðuleyfis.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu.
5.Fjallaskálar
2311003
Hveravalla- og Kúlukvíslarskáli
Lagðar voru fram kostnaðaráætlanir vegna viðgerða og viðhalds í og við gamla sæluhúsið á Hveravöllum og Kúlukvíslarskála en bæði þessi verkefni hafa hlotið styrk frá Minjastofnun. Byggðarráð samþykkir kostnaðaráætlanir og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma verkefnunum í framkvæmd
6.Fundargerð 26. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks á NV
2410013
Fundargerð 26. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar
7.Fjárhagsáætlun 2025 vegna málefna fatlaðs fólks
2410014
Fjárhagsáætlun 2025 vegna málefna fatlað fólks á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar
8.Fundargerð 76. fundar
2410015
Fundargerð 76. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
9.Fjárhagsáætlunargerð 2025
2410009
Fjárhagsáætlunargerð 2025
Sigurður Erlingsson kom á fundinn undir þessum lið. Sigurður fór yfir stöðu fjárfestingaáætlunar 2024, hvaða liðir hafa þegar komið til framkvæmdar og hvaða liðir eru eftir.
Fundi slitið - kl. 18:00.