81. fundur 31. október 2024 kl. 15:00 - 16:04 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Steinn Sigurðsson
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Sverrir Þór Sverrisson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Kaup og sala eigna
ZAL vék af fundi undir þessum lið

Byggðarráð samþykkir kauptilboð í eign sveitarfélagsins að Skúlabraut 39 upp á 25.950.000kr. Þá samþykkir byggðarráð ennfremur kauptilboð í eign sveitarfélagsins að Skúlabraut 11 upp á 24.300.000kr.

2.Snjómokstursútboð

2408022

Opnun tilboða í snjómokstur
Opnuð voru tilboð í snjómokstur á Blönduósi 2024-2027 miðvikudaginn 30.október síðastliðinn. Eitt tilboð barst í svæðið norðan Blöndu og tvö tilboð bárust í svæðið sunnan Blöndu.

Byggðarráð samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðendur á hvoru svæði fyrir sig. Önnu Margréti Jónsdóttur norðan Blöndu og Litlu-Giljá ehf. sunnan Blöndu.

3.Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Húnabyggð

2410022

Samþykkt um fráveitu og rotþrær í Húnabyggð
Lagt fram til kynningar

4.Reiðhöllin Arnargerði - Ársreikingur 2023

2410023

Ársreikningur 2023 - Reiðhöllin Arnargerði ehf.
Fyrir fundinum lá ársreikningur félagsins sem lagður var fram til kynningar.

5.Reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk

2410025

Reglur Skagafjarðar um dagþjónustu, hæfingu og aðstoð vegna atvinnu fyrir fatlað fólk
Lagt fram til kynningar

6.Fundrgerð 28. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra

2410024

Fundargerð 28. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar

7.Fundargerð 57. fundar fagráðs barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

2410026

Fundargerð 57. fundar fagráðs barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands
Lagt fram til kynningar

8.Brunabótafélag Íslands - Ágóðahluti sveitarfélaga

2410027

Erindi frá EBÍ er varðar ágóðahlutagreiðslu
Lagt fram til kynningar

9.Ályktun samþykkt á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands

2410028

Ályktun frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands
Lagt fram til kynningar

10.Endurreisn kræklingaræktar - minnisblað til fjárlaganefndar Alþingis

2410029

Minnisblað til fjárlaganefndar Alþingis er varðar endurreisn kræklingaræktar
Lagt fram til kynningar

11.Fundargerð aðalfundar Samtaka orkusveitarfélaga

2410030

Fundargerð aðalfundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð fagnar því að Húnabyggð á nú stjórnarmann í stjórn Orkusveitarfélaga, Guðmund Hauk Jakobsson.

12.Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga

2303006

Bréf til sveitarstjórnar frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) dags. 1. október 2024. Þar er greint frá því að EFS hefur yfirfarið ársreikninga þeirra sveitarfélaga sem nú mynda Húnabyggð fyrir árið 2023.

Fundi slitið - kl. 16:04.

Getum við bætt efni þessarar síðu?