Dagskrá
1.Byggðarráð Húnabyggðar - 95
2502003F
Fundargerð 95. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 50. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 13 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lögð var fram stöðuskýrsla KPMG um slit byggðarsamlaga um; atvinnu- og menningarmál, tónlistarskóla og félags- og skólaþjónustu.
Vinna við slit byggðarsamlaganna er í fullum gangi og gengur mjög vel. Frá áramótum tók Húnabyggð yfir byggðarsamlag um menningar- og atvinnumál sem m.a. hafði með starfsemi héraðsskjalasafnsins að gera. Frá áramótum tók Sveitarfélagið Skagaströnd við rekstri tónlistarskólans og mun Húnabyggð í framhaldinu kaupa þá þjónustu af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Flóknustu slitin eru slitin á félags- og skólaþjónustunni en samningsdrög sveitarfélaganna um þjónustu í þeim málaflokki hafa verið send inn til ráðuneytisins. Reiknað er með að Húnabyggð taki yfir þá þjónustu á vormánuðum. Samhliða þessum slitum eru sveitarfélögin að nota tækifærið og semja sín á milli um ýmiskonar þjónustu. Verkefnið er í heild sinni töluvert flókið og mikið af smáatriðum sem þarf að finna út úr, töluvert safn eigna fylgir þessu og ýmiskonar skyldur og þátttaka í samstarfi utan svæðisins.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Farið var yfir ýmis mál slökkviliðs Húnabyggðar og brunavarnir í Húnabyggð. Töluverð fjárfestingarþörf er hjá slökkviliðinu bæði hvað varðar tækjabúnað, húsnæði o.fl. Brunavarnir í fasteignum sveitarfélagsins er stórt verkefni sem unnið hefur verið í síðastliðin ár og halda þarf áfram með. Ákveðið hefur verið að KPMG geri úttekt á slökkviliðinu nú eftir að það er deild innan Húnabyggðar en ekki í byggðarsamlagi. KPMG mun einnig leiða ásamt slökkviliðsstjórum samtal milli slökkviliðs Húnabyggðar og Skagastrandar hvað varðar framtíðar samstarf.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn Húnabyggðar vegna þessa máls sem snýr að lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3. Eins og fram hefur komið í bókunum byggðarráðs og sveitarstjórnar Húnabyggðar hefur Húnabyggð lagt á það áherslu að skoðað verði alvarlega að leggja þessa línu með núverandi byggðarlínu þar sem það er eina raunhæfa leiðin til að tryggja framtíðar aðgengi að orku til atvinnuuppbyggingar fyrir Norðurland vestra. Þetta er því grundvallar byggðarforsenda framtíðarinnar hvað varðar Húnabyggð, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Húnaþing vestra. Þá muni sú lausn einnig opna fyrir hringtengingu til Sauðárskróks og þannig tryggja orkuöryggi til atvinnuuppbyggingar í Skagafirði til framtíðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda sérreglur um byggðakvóta til Matvælaráðuneytisins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir sérreglur um byggðarkvóta Húnabyggðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktir Húnabyggðar og koma með tillögur að uppfærslu þeirra í takt við breytingar sem orðið hafa á kjörtímabilinu og samkvæmt þeim umræðum sem voru á fundinum. Skoða þarf hvernig einfalda megi stjórnsýslu Húnabyggðar hvað varðar störf nefnda og almennt verklag í samskiptum stjórnsýslunnar. Þá þarf að skoða leiðir til að minnka kostnað við stjórnsýsluna.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar.
- 1.8 2502015 Fundur samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestraByggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 95 Byggðarráð samþykkir kauptilboð á eign sveitarfélagsins við Hnjúkabyggð 27 (íbúð 00 03 010403) upp á 22.000.000kr. og felur sveitarstjóra að ganga frá sölu eignarinnar.
Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir sölu á eigninni Hnjúkabyggð 27 (íbúð 00 03 010403).
2.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 33
2502004F
Fundargerð 33. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 50. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 33 Farið var yfir drög af landnýtingarflokkum í þéttbýli og dreifbýli ásamt merkingum á gönguleiðum ofl.
3.Byggðarráð Húnabyggðar - 96
2502006F
Fundargerð 96. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 50. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 96 Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Húnanets en miklar breytingar hafa orðið á rekstri félagsins sem hefur verið í járnum lengi. Aðhald í rekstri og gjaldskrárbreytingar hafa orðið til þess að laga reksturinn mikið og fyrirséð er að með frekari breytingum á gjaldskrám verði hægt að laga stöðuna enn betur. Þá er lagt til að Húnabyggð breyti skuldum félagsins í hlutafé til að létta á skuldum félagsins og var þeirri tillögu vísað til KPMG til frekari útfærslu.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 96 Sigurður Erlingsson mætti á fundinn undir þessum lið.
Fyrir fundinum lá tillaga KPMG að breyta hreinum skuldum Húnanets við Húnabyggð upp á 20,5 milljónir í hlutafé. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 96 Umsögn Húnabyggðar vegna umhverfismats Holtavörðuheiðarlínu 3 lagt fram til kynningar. Húnabyggð hefur lagt áherslu á að byggðarþróun sé gert hærra undir höfði í verkefninu og að hugað sé að framtíðar orkuaðgengi svæðisins alls við skipulagningu verkefnisins. Að mati Húnabyggðar er orkuöryggi Húnabyggðar, sveitarfélagsins Skagastrandar, Húnaþings vestra og Skagafjarðar og framtíðarhagsmunir byggðarþróunar svæðisins undir í þessu verkefni.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 96 Sveitarfélagið Skagaströnd hefur tekið við rekstri tónlistarskólans og drög að þjónustusamningi milli Húnabyggðar og sveitarfélagsins var lögð fram til kynningar og samningsdrögin samþykkt.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 96 Skýrsla Markviss lögð fram til kynningar og ákvörðun um nafngift á nýjum vegi í gegnum Kleifarnámu vísað til skipulags- og samgöngunefndar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 96 Samningur byggðarsamlags um atvinnu- og menningarmál við Ós textílmiðstöð sem rennur út á árinu 2025 lagður fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum vegna notkunar Ós textílmiðstöðvar og Textílmiðstöðvar Íslands á fasteignum sveitarfélagsins.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 96 Lagt fram til kynningar
- 3.8 2502026 Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælumByggðarráð Húnabyggðar - 96 Lagt fram til kynningar
4.Byggðarráð Húnabyggðar - 97
2502007F
Fundargerð 97. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 50. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2,5 og 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 97 Húnabyggð fagnar því að nú styttist í framkvæmdir við vegagerð í Vatnsdal. Húnabyggð vill þó nota tækifærið og árétta að sveitarfélagið leggst alfarið gegn efnistöku í og/eða við Vatnsdalshóla og að sýna þurfi sérstaka varúð almennt við náttúruvætti eins t.d. Vatndalshóla og Kattarauga. Þá er einnig lögð áhersla á að efnistaka sé ekki framkvæmd nærri straumvatni og Vegagerðin þarf að skilgreina mótvægisaðgerðir vegna fornminja. Þá felur byggðarráð skipulagsfulltrúa að vera í samtali við Vegagerðina og Rarik vegna áhrifa framkvæmdanna á strengjalagnir á svæðinu.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 97 Samþykktir Húnaborgar hses lagðar fyrir og samþykktar. Samþykkt að veita 1.000.000kr. í stofnfé fyrir félagið. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðlu byggðarráðs.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 97 Fyrir fundinum lág kostnaðarsamantekt á endurgerð Skjólsins sem er félagsmiðstöð ungmenna í Húnabyggð. Miklar framkvæmdir voru þar á síðasta ári og fluttu ungmennin þar inn á haustmánuðum 2024. Öll efri hæð félagsheimilisins var tekin í gegn og endurbyggð nema að eftir á að skipta um glugga á vesturhlið hússins. Búin var til hlýleg og góð aðstaða fyrir ungmennin og lyfta sett í húsið til að tryggja aðgengi allra. Þá var þakið einangrað að utan og klætt. Heildarkostnaður allra þessara framkvæmda losuðu tæpar 56 milljónir.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 97 Sveitarstjóri fór yfir fund með heimastjórn fyrrum Skagabyggðar sem haldi var 26.02.2025. Á þeim fundi var lagt til að heimastjórnin og byggðarráð hefðu reglulega fundi ársfjórðungslega. Byggðarráð samþykkir þá tillögu og felur sveitarstjóra að kalla inn á þá fundi og að fyrsti fundur ársins verði fimmtudaginn 6. mars klukkan 15:00.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 97 Fyrir liggur kauptilboð í eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar. Bókun fundar RH óskaði eftir fundarhléi klukkan 15:35
Fundur hófst aftur 15:46
EA óskaði eftir fundarhléi 15:48
Fundur hófst aftur 16:01
ZAL óskaði eftir fundarhléi 16:04
Fundur hófst aftur 16:08
Sveitarstjórn samþykkir að gefa tilboðsgjafa, sem lagði fram kauptilboð sem undirritað var 25.02.2025, frest til 18.03.2025 til að sýna fram á fjármögnun kaupanna sem og til að leggja fram upplýsingar um framtíðaráform fyrirhugaðrar starfsemi á Húnavöllum.
Samþykkt með 8 atkvæðum en á móti var 1 (GRL)
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 97 Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir harðlega frumvarpi um fækkun sýslumannsembættana úr níu í eitt sem leggja á fram á vorþingi. Byggðarráð leggur áherslu á að sjónarmið byggðarþróunar og atvinnuþróunar á landsbyggðinni vegi þungt í þeirri vinnu sem framundan er hvað þetta frumvarp varðar. Hagræðingu megi ná fram með því að flytja störf út á landsbyggðina og efla þannig bæði atvinnusköpun og byggðarþróun á landsbyggðinni. Bókun fundar GRL og ASS véku af fundi undir þessum lið.
Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og ítrekar við stjórnvöld að fyrirhugaðar breytingar hafi hagsmuni byggða- og atvinnuþróunar á landsbyggðinni að leiðarljósi. Nýverið seldi Húnabyggð til Fasteigna ríkisins miðhæðina að Hnjúkabyggð 33 til þess að gera mögulegt að Sýslumannsembættið geti fjölgað störfum á svæðinu. Jafnframt vill sveitarstjórn vekja athygli yfirvalda á þeirri erfiðu stöðu sem upp er komin í atvinnumálum sveitarfélagsins. Sveitarstjóra falið að senda bókanir byggðarráðs og sveitarstjórnar á dóms- og forsætisráðuneytið -
Byggðarráð Húnabyggðar - 97 Lagt fram til kynningar.
5.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 34
2502008F
Fundargerð 34. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 50. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 34 Skipulags- og samgöngunefnd þakkar Páli Líndal fyrir yfirferðina.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 34 Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að vegurinn fái nafnið Rjúpnagerði. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og samgöngunefndar um nafngift á nýrri götu í Kleifarnámu sem hefur fengið nafnið Rjúpnagerði.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 34 Lagt fram til kynningar.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 34 Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir uppskiptingu jarðarinnar samkvæmt merkjalýsingu. Bókun fundar SÞS vék af fundi undir umræðum þessa liðar
6.Byggðarráð Húnabyggðar - 98
2503001F
Fundargerð 98. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 50. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 6 og 9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Heimastjórn fyrrum Skagabyggðar, Erla Jónsdóttir, Bjarney Jónsdóttir, Kristján Steinar Kristjánsson, Vignir Sveinsson og Magnús Björnsson komu á fundinn og fyrir fundinum lágu fundargerðir síðasta fundar heimastjórnar og fundar heimastjórnar með sveitarstjóra.
Nokkrar umræður voru um grjótnám á Skaga en ekki var sótt um framkvæmdaleyfi úr grjótnámunni við Kurf vegna framkvæmda við sjóvarnir. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir málið og byggðarráð felur honum að kanna til hlítar málsatvik og upplýsa byggðarráð í framhaldinu.
Farið var yfir ýmis málefni eins og verkefni ársins, gjaldskrár o.fl. og var ný nálgun í fráveitumálum rædd sérstaklega.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Fyrir fundinum lá samantekt KPMG á samningsdrögum um samstarfsverkefni Húnabyggðar og Skagastrandar. Þar kemur m.a. fram að Húnabyggð mun nú taka yfir allan rekstur Heimilisiðnaðarsafnsins, en eftir á að ákveða hvernig rekstur þess verður skipulagður í framtíðinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á framfæri þeim umræðum og athugasemdum sem farið var yfir á fundinum með slitastjórn byggðasamlaganna.
Heimastjórn fyrrum Skagabyggðar yfirgaf fundinn klukkan 16:55. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Þar sem samstarf Húnabyggðar og Landsvirkjunar síðasta sumar með vinnuflokka fyrir ungmenni í 10. bekk og eldri gekk mjög vel hefur verið ákveðið að halda því samstarfi áfram. Reiknað er með að einhver fjölgun sumarstarfsmanna verði milli ára.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Erindinu hafnað eins og áður hefur verið gert og byggðarráð ítrekar þá skoðun sína að hlutverk Isavia er að sjá um uppbyggingu flugvalla á Íslandi og því eigi sveitarfélög ekki að leggja fjármuni í slíka uppbyggingu. Bókun fundar Sveitarstjórn vísar erindinu aftur til byggðarráðs vegna formgalla.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Byggðarráð samþykkir að leggja Sögufélaginu til 250.000kr. í verkefni sem snýr að útgáfu bókar um sýslu- og sóknarlýsingar Húnavatnssýslu. Bókin á að koma út í haustbyrjun 2025. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 98 Byggðarráð og fulltrúar sveitarstjórnar áttu fund með Ágústi Torfa Haukssyni framkvæmdastjóra og Ingvari Má Gíslason fjármálastjóra Kjarnafæði Norðlenska (KN) fyrr í dag þar sem farið var yfir stöðuna. Ljóst er að starfsemi fyrirtækisins í núverandi mynd verður hætt og þeirri ákvörðun mun ekki verða snúið við. Það gæti tekið einhvern tíma að loka starfseminni endanlega en sú staðreynd að starfseminni verði hætt er óumflýjanleg. Forsvarsmenn KN fóru yfir þær rekstarlegu forsendur sem liggja til grundvallar þessari ákvörðun en sveitarstjórn Húnabyggðar var ekki sammála þeirri röksemdafærslu. KN staðfesti að fyrirtækið muni leggja sig fram um að gera starfsfólki sínu kleift að ráða sig til annara starfa á uppsagnafrestinum sé þess óskað eins staðfesti KN að fyrirtækið muni vinna með sveitarfélaginu að því verkefni að koma byggingum KN hér á Blönduósi í rekstur.
Byggðarráð lýsir einnig yfir áhyggjum að bændur komi gripum sínum ekki til slátrunar á ásættanlegum tíma með tilheyrandi kostnaði og minni afkomu.
Bókun fundar Sveitarstjórn lýsir áhyggjum sínum yfir þeirri staðreynd að Kjarnafæði Norðlenska hefur ákveðið að loka allri starfsemi sláturhússins á Blönduósi. Þetta eru slæmar fréttir og ljóst að bregðast verði við þessum fréttum eins hratt og mögulegt er. Fréttaflutningur af lokun sláturhússins hefur að mestu snúist um að sauðfjárslátrun verði hætt á Blönduósi. Stórgripaslátrun er þó ekki síður mikilvægur þáttur í starfssemi sláturhússins fyrir samfélagið hér í Húnabyggð, þar sem hún skapar ákveðinn fjölda ársverka og setur bændur á svæðinu í mikla óvissu um afsetningu stórgripa, verði henni hætt. Ekki er t.d fyrirséð hvar allur sá mikli fjöldi folalda sem koma þarf til slátrunar árlega í Húnabyggð verði afsettur á skikkanlegum sláturtíma í öðrum sláturhúsum. Því skorar sveitarstjórn á raunverulega eigendur sláturhússins að leita allra leiða til að standa fyrir stórgripaslátrun á Blönduósi áfram, annað hvort á eigin vegum eða ráðstafa húsnæðinu til annara aðila sem mögulega eru tilbúnir að halda áfram stórgripaslátrun á Blönduósi. Sveitarstjórn mun leita allra leiða til að koma á einhverskonar mótvægisaðgerðum sem mildað gætu neikvæð áhrif lokunar KN á Blönduósi. Sveitarstjórn leggur áherslu á að mörg tækifæri eru til atvinnuuppbyggingar á svæðinu og því enn full ástæða til bjartsýni. Ljóst er að allir íbúar svæðisins þurfi að standa saman og hjálpast við að snúa vörn í sókn. Sveitarstjórn mun óska eftir fundi með forsætis- og matvælaráðherra.
7.Minnisblað sveitarstjóra
2303003
Skýrsla sveitarstjóra
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sveitarfélagsins en síðustu vikur hafa litast af mikilli vinnu við álagningu og ársreikningsgerð hjá fjármálateyminu. Þá hefur verið mikil vinna í kringum slit byggðarsamlaganna, en það verkefni gengur vel og sér brátt fyrir endann á því verkefni. Fyrstu fjárfestingaverkefni ársins eru komin af stað og undirbúningur annarra er í fullum gangi. Sumarið er annasamasti tími framkvæmda og því fylgir ýmiskonar undirbúningur. Vinna við nýtt aðalskipulag er komin á skrið og það hyllir undir að hægt sé að kynna nýtt deiliskipulag í gamla bænum en búið er að útfæra megin hugmyndirnar sem kynntar verða lóðarhöfum áður en deiliskipulagið verður gefið út. Hönnun nýs íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun er langt komin og styttist í að hugmyndir verði lagðar fyrir sveitarstjórn. Búið er að undirbúa jarðveginn fyrir komu gámaeininga við leikskólann og verið er að vinna að uppsetningu þeirra. Atvinnuþróun svæðisins hefur verið í fókus allt þetta kjörtímabil en nú er ljóst að bæta verður enn við þá vinnu miðað við fréttir síðustu daga. Þær gleðilegu fréttir bárust í gær að Húnabyggð fékk 13,4 milljóna styrki í gegnum sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða (C1) vegna uppbygginngar í gamla bænum.
Fundi slitið - kl. 18:00.