Dagskrá
1.Fundargerð stjórnar Húnanets frá 30.01.2025
2502020
Fundargerð stjórnarfundar Húnanets 30.01.2025
Fyrir fundinum lá fundargerð stjórnar Húnanets en miklar breytingar hafa orðið á rekstri félagsins sem hefur verið í járnum lengi. Aðhald í rekstri og gjaldskrárbreytingar hafa orðið til þess að laga reksturinn mikið og fyrirséð er að með frekari breytingum á gjaldskrám verði hægt að laga stöðuna enn betur. Þá er lagt til að Húnabyggð breyti skuldum félagsins í hlutafé til að létta á skuldum félagsins og var þeirri tillögu vísað til KPMG til frekari útfærslu.
2.Fundargerð stjórnarfundar Húnanets 19.02.2025
2502021
Fundargerð stjórnarfundar Húnanets 19.02.2025
Sigurður Erlingsson mætti á fundinn undir þessum lið.
Fyrir fundinum lá tillaga KPMG að breyta hreinum skuldum Húnanets við Húnabyggð upp á 20,5 milljónir í hlutafé. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fyrir fundinum lá tillaga KPMG að breyta hreinum skuldum Húnanets við Húnabyggð upp á 20,5 milljónir í hlutafé. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
3.Umsögn um mál nr. 01892023 í Skipulagsgátt
2502022
Umsögn um mál nr. 0189/2023 í Skipulagsgátt
Umsögn Húnabyggðar vegna umhverfismats Holtavörðuheiðarlínu 3 lagt fram til kynningar. Húnabyggð hefur lagt áherslu á að byggðarþróun sé gert hærra undir höfði í verkefninu og að hugað sé að framtíðar orkuaðgengi svæðisins alls við skipulagningu verkefnisins. Að mati Húnabyggðar er orkuöryggi Húnabyggðar, sveitarfélagsins Skagastrandar, Húnaþings vestra og Skagafjarðar og framtíðarhagsmunir byggðarþróunar svæðisins undir í þessu verkefni.
4.Þjónustusamningur við tónlistarskóla
2502023
Þjónustusamningur við tónlistarskóla
Sveitarfélagið Skagaströnd hefur tekið við rekstri tónlistarskólans og drög að þjónustusamningi milli Húnabyggðar og sveitarfélagsins var lögð fram til kynningar og samningsdrögin samþykkt.
5.Skýrsla Skotfélagsins Markviss
2502024
Skýrsla Skotfélagsins Markviss
Skýrsla Markviss lögð fram til kynningar og ákvörðun um nafngift á nýjum vegi í gegnum Kleifarnámu vísað til skipulags- og samgöngunefndar.
6.Samningur við Ós textílmiðstöð
2502025
Samningur við Ós textílmiðstöð
Samningur byggðarsamlags um atvinnu- og menningarmál við Ós textílmiðstöð sem rennur út á árinu 2025 lagður fram til kynningar. Sveitarstjóra falið að ganga frá samningum vegna notkunar Ós textílmiðstöðvar og Textílmiðstöðvar Íslands á fasteignum sveitarfélagsins.
7.Uppgjör vegna málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra 2024
2502027
Uppgjör vegna málefna fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra 2024
Lagt fram til kynningar
8.Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum
2502026
Endurskoðun fyrirkomulags eftirlitskerfis með hollustuháttum og mengunarvörnum og matvælum
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 16:50.