95. fundur 13. febrúar 2025 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson varamaður
    Aðalmaður: Zophonías Ari Lárusson
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður að bæta við einu máli á dagskrá. Sala eigna og yrði liður númer 13 í dagskrá. Samþykkt samhljóða

1.Slit byggðasamlaga Húnabyggðar og Skagastrandar

2502010

Slit byggðarsamlaga Húnabyggðar og Skagastrandar
Lögð var fram stöðuskýrsla KPMG um slit byggðarsamlaga um; atvinnu- og menningarmál, tónlistarskóla og félags- og skólaþjónustu.
Vinna við slit byggðarsamlaganna er í fullum gangi og gengur mjög vel. Frá áramótum tók Húnabyggð yfir byggðarsamlag um menningar- og atvinnumál sem m.a. hafði með starfsemi héraðsskjalasafnsins að gera. Frá áramótum tók Sveitarfélagið Skagaströnd við rekstri tónlistarskólans og mun Húnabyggð í framhaldinu kaupa þá þjónustu af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Flóknustu slitin eru slitin á félags- og skólaþjónustunni en samningsdrög sveitarfélaganna um þjónustu í þeim málaflokki hafa verið send inn til ráðuneytisins. Reiknað er með að Húnabyggð taki yfir þá þjónustu á vormánuðum. Samhliða þessum slitum eru sveitarfélögin að nota tækifærið og semja sín á milli um ýmiskonar þjónustu. Verkefnið er í heild sinni töluvert flókið og mikið af smáatriðum sem þarf að finna út úr, töluvert safn eigna fylgir þessu og ýmiskonar skyldur og þátttaka í samstarfi utan svæðisins.

2.Málefni slökkviliðs Húnabyggðar

2502011

Málefni slökkviliðs Húnabyggðar
Farið var yfir ýmis mál slökkviliðs Húnabyggðar og brunavarnir í Húnabyggð. Töluverð fjárfestingarþörf er hjá slökkviliðinu bæði hvað varðar tækjabúnað, húsnæði o.fl. Brunavarnir í fasteignum sveitarfélagsins er stórt verkefni sem unnið hefur verið í síðastliðin ár og halda þarf áfram með. Ákveðið hefur verið að KPMG geri úttekt á slökkviliðinu nú eftir að það er deild innan Húnabyggðar en ekki í byggðarsamlagi. KPMG mun einnig leiða ásamt slökkviliðsstjórum samtal milli slökkviliðs Húnabyggðar og Skagastrandar hvað varðar framtíðar samstarf.

3.Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 01892023 í Skipulagsgátt

2502013

Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0189/2023 í Skipulagsgátt
Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda inn umsögn Húnabyggðar vegna þessa máls sem snýr að lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3. Eins og fram hefur komið í bókunum byggðarráðs og sveitarstjórnar Húnabyggðar hefur Húnabyggð lagt á það áherslu að skoðað verði alvarlega að leggja þessa línu með núverandi byggðarlínu þar sem það er eina raunhæfa leiðin til að tryggja framtíðar aðgengi að orku til atvinnuuppbyggingar fyrir Norðurland vestra. Þetta er því grundvallar byggðarforsenda framtíðarinnar hvað varðar Húnabyggð, Sveitarfélaginu Skagaströnd og Húnaþing vestra. Þá muni sú lausn einnig opna fyrir hringtengingu til Sauðárskróks og þannig tryggja orkuöryggi til atvinnuuppbyggingar í Skagafirði til framtíðar.

4.Byggðakvóti

2501037

Sérreglur um byggðarkvóta Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda sérreglur um byggðakvóta til Matvælaráðuneytisins.

5.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Endurskoðun samþykkta Húnabyggðar
Sveitarstjóra falið að fara yfir samþykktir Húnabyggðar og koma með tillögur að uppfærslu þeirra í takt við breytingar sem orðið hafa á kjörtímabilinu og samkvæmt þeim umræðum sem voru á fundinum. Skoða þarf hvernig einfalda megi stjórnsýslu Húnabyggðar hvað varðar störf nefnda og almennt verklag í samskiptum stjórnsýslunnar. Þá þarf að skoða leiðir til að minnka kostnað við stjórnsýsluna.

6.Skilagrein 2024 vegna Skagabyggðar

2502012

Skilagrein 2024 vegna Skagabyggðar
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð 118. fundar stjórnar SSNV

2502014

Fundargerð 118. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.

8.Fundur samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra

2502015

Fundur samstarfsnefndar lögreglu og sveitarfélaga í umdæmi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar.

9.Bréf frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga

2502016

Bréf frá tilnefningarnefnd Lánasjóðs íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2502017

Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

11.Dómur félagsdóms vegna kennaraverkfalla

2502018

Dómur félagsdóms vegna kennaraverkfalla
Lagt fram til kynningar.

12.Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins

2502019

Áform um breytingar á sveitarstjórnarlögum - mat á fjárhagslegum áhrifum frumvarpsins
Lagt fram til kynningar.

13.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna
Byggðarráð samþykkir kauptilboð á eign sveitarfélagsins við Hnjúkabyggð 27 (íbúð 00 03 010403) upp á 22.000.000kr. og felur sveitarstjóra að ganga frá sölu eignarinnar.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?