97. fundur 27. febrúar 2025 kl. 15:00 - 16:42 á fundarstað 1
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu í máli nr. 20241474

2502028

Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu í máli nr. 2024/1474
Húnabyggð fagnar því að nú styttist í framkvæmdir við vegagerð í Vatnsdal. Húnabyggð vill þó nota tækifærið og árétta að sveitarfélagið leggst alfarið gegn efnistöku í og/eða við Vatnsdalshóla og að sýna þurfi sérstaka varúð almennt við náttúruvætti eins t.d. Vatndalshóla og Kattarauga. Þá er einnig lögð áhersla á að efnistaka sé ekki framkvæmd nærri straumvatni og Vegagerðin þarf að skilgreina mótvægisaðgerðir vegna fornminja. Þá felur byggðarráð skipulagsfulltrúa að vera í samtali við Vegagerðina og Rarik vegna áhrifa framkvæmdanna á strengjalagnir á svæðinu.

2.Samþykktir Húnaborgar hses

2502029

Samþykktir Húnaborgar hses
Samþykktir Húnaborgar hses lagðar fyrir og samþykktar. Samþykkt að veita 1.000.000kr. í stofnfé fyrir félagið.

3.Endurgerð á Skjólinu

2502030

Endurgerð á Skjólinu
Fyrir fundinum lág kostnaðarsamantekt á endurgerð Skjólsins sem er félagsmiðstöð ungmenna í Húnabyggð. Miklar framkvæmdir voru þar á síðasta ári og fluttu ungmennin þar inn á haustmánuðum 2024. Öll efri hæð félagsheimilisins var tekin í gegn og endurbyggð nema að eftir á að skipta um glugga á vesturhlið hússins. Búin var til hlýleg og góð aðstaða fyrir ungmennin og lyfta sett í húsið til að tryggja aðgengi allra. Þá var þakið einangrað að utan og klætt. Heildarkostnaður allra þessara framkvæmda losuðu tæpar 56 milljónir.

4.Fundur sveitarstjóra með heimastjórn fyrrum Skagabyggðar

2502031

Fundur sveitarstjóra með heimastjórn
Sveitarstjóri fór yfir fund með heimastjórn fyrrum Skagabyggðar sem haldi var 26.02.2025. Á þeim fundi var lagt til að heimastjórnin og byggðarráð hefðu reglulega fundi ársfjórðungslega. Byggðarráð samþykkir þá tillögu og felur sveitarstjóra að kalla inn á þá fundi og að fyrsti fundur ársins verði fimmtudaginn 6. mars klukkan 15:00.

5.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna
Fyrir liggur kauptilboð í eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum og sveitarstjóra er falið að vinna málið áfram og erindinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Fyrirhugaðar breytingar á starfsemi og skipulagi sýslumannsembætta

2502033

Fyrirhugaðar breytingar á starfsemi og skipulagi sýslumannsembætta
Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir harðlega frumvarpi um fækkun sýslumannsembættana úr níu í eitt sem leggja á fram á vorþingi. Byggðarráð leggur áherslu á að sjónarmið byggðarþróunar og atvinnuþróunar á landsbyggðinni vegi þungt í þeirri vinnu sem framundan er hvað þetta frumvarp varðar. Hagræðingu megi ná fram með því að flytja störf út á landsbyggðina og efla þannig bæði atvinnusköpun og byggðarþróun á landsbyggðinni.

7.Fundargerðir 965.-969. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2502034

Stjórn Samband Íslenskra Sveitarfélaga fundargerðir 965., 966., 967., 968. og 969.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:42.

Getum við bætt efni þessarar síðu?