Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður að bæta við einu máli á fundinn - Fréttir af lokun slátuhúss Kjarnafæði Norðlenska á Blönduósi og yrði það liður 9. Samþykkt samhljóða.
1.Fundur með heimastjórn fyrrum Skagabyggðar
2503002
Fundur með heimastjórn fyrrum Skagabyggðar
Heimastjórn fyrrum Skagabyggðar, Erla Jónsdóttir, Bjarney Jónsdóttir, Kristján Steinar Kristjánsson, Vignir Sveinsson og Magnús Björnsson komu á fundinn og fyrir fundinum lágu fundargerðir síðasta fundar heimastjórnar og fundar heimastjórnar með sveitarstjóra.
Nokkrar umræður voru um grjótnám á Skaga en ekki var sótt um framkvæmdaleyfi úr grjótnámunni við Kurf vegna framkvæmda við sjóvarnir. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir málið og byggðarráð felur honum að kanna til hlítar málsatvik og upplýsa byggðarráð í framhaldinu.
Farið var yfir ýmis málefni eins og verkefni ársins, gjaldskrár o.fl. og var ný nálgun í fráveitumálum rædd sérstaklega.
Nokkrar umræður voru um grjótnám á Skaga en ekki var sótt um framkvæmdaleyfi úr grjótnámunni við Kurf vegna framkvæmda við sjóvarnir. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir málið og byggðarráð felur honum að kanna til hlítar málsatvik og upplýsa byggðarráð í framhaldinu.
Farið var yfir ýmis málefni eins og verkefni ársins, gjaldskrár o.fl. og var ný nálgun í fráveitumálum rædd sérstaklega.
2.Samstarfsverkefni Húnabyggðar og Skagastrandar
2503003
Samstarfsverkefni Húnabyggðar og Skagastrandar
Fyrir fundinum lá samantekt KPMG á samningsdrögum um samstarfsverkefni Húnabyggðar og Skagastrandar. Þar kemur m.a. fram að Húnabyggð mun nú taka yfir allan rekstur Heimilisiðnaðarsafnsins, en eftir á að ákveða hvernig rekstur þess verður skipulagður í framtíðinni. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma á framfæri þeim umræðum og athugasemdum sem farið var yfir á fundinum með slitastjórn byggðasamlaganna.
Heimastjórn fyrrum Skagabyggðar yfirgaf fundinn klukkan 16:55.
Heimastjórn fyrrum Skagabyggðar yfirgaf fundinn klukkan 16:55.
3.Samstarf Húnabyggðar og Landsvirkjunar
2503004
Samstarf Húnabyggðar og Landsvirkjunar
Þar sem samstarf Húnabyggðar og Landsvirkjunar síðasta sumar með vinnuflokka fyrir ungmenni í 10. bekk og eldri gekk mjög vel hefur verið ákveðið að halda því samstarfi áfram. Reiknað er með að einhver fjölgun sumarstarfsmanna verði milli ára.
4.Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands
2503005
Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands er varðar málefni Flugklasans Air 66N
Erindinu hafnað eins og áður hefur verið gert og byggðarráð ítrekar þá skoðun sína að hlutverk Isavia er að sjá um uppbyggingu flugvalla á Íslandi og því eigi sveitarfélög ekki að leggja fjármuni í slíka uppbyggingu.
5.Fundagerðir fagráðs barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands
2503007
Fundagerðir fagráðs barnaverndarþjónustu á Mið-Norðurlandi
Lagt fram til kynningar
6.Erindi frá Sögufélaginu
2503006
Erindi frá Sögufélaginu er varðar samstarf vegna útgáfu Sýslu - og sóknarlýsingar Húnavatnssýslna
Byggðarráð samþykkir að leggja Sögufélaginu til 250.000kr. í verkefni sem snýr að útgáfu bókar um sýslu- og sóknarlýsingar Húnavatnssýslu. Bókin á að koma út í haustbyrjun 2025.
7.Fundargerð 970. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2503008
Fundargerð 970. fundar stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
8.Fundargerð 79. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
2503009
Fundargerð 79. fundar stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagt fram til kynningar
9.Lokun slátuhúss Kjarnafæði Norðlenska á Blönduósi
2503010
Lokun slátuhúss Kjarnafæði Norðlenska á Blönduósi
Byggðarráð og fulltrúar sveitarstjórnar áttu fund með Ágústi Torfa Haukssyni framkvæmdastjóra og Ingvari Má Gíslason fjármálastjóra Kjarnafæði Norðlenska (KN) fyrr í dag þar sem farið var yfir stöðuna. Ljóst er að starfsemi fyrirtækisins í núverandi mynd verður hætt og þeirri ákvörðun mun ekki verða snúið við. Það gæti tekið einhvern tíma að loka starfseminni endanlega en sú staðreynd að starfseminni verði hætt er óumflýjanleg. Forsvarsmenn KN fóru yfir þær rekstarlegu forsendur sem liggja til grundvallar þessari ákvörðun en sveitarstjórn Húnabyggðar var ekki sammála þeirri röksemdafærslu. KN staðfesti að fyrirtækið muni leggja sig fram um að gera starfsfólki sínu kleift að ráða sig til annara starfa á uppsagnafrestinum sé þess óskað eins staðfesti KN að fyrirtækið muni vinna með sveitarfélaginu að því verkefni að koma byggingum KN hér á Blönduósi í rekstur.
Byggðarráð lýsir einnig yfir áhyggjum að bændur komi gripum sínum ekki til slátrunar á ásættanlegum tíma með tilheyrandi kostnaði og minni afkomu.
Byggðarráð lýsir einnig yfir áhyggjum að bændur komi gripum sínum ekki til slátrunar á ásættanlegum tíma með tilheyrandi kostnaði og minni afkomu.
Fundi slitið - kl. 17:52.