47. fundur 14. janúar 2025 kl. 15:00 - 15:42 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Ósk Gísladóttir varamaður
    Aðalmaður: Elín Aradóttir
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði foreseti sveitarstjórnar að fella niður lið númer 3. Samþykkt samhljóða.

1.Ósk um lausn frá setu í fastanefndum, ráðum og stjórnum Húnabyggðar

2501010

Erindi frá Elínu Aradóttur þar sem hún óskar lausnar frá setu í fastanefndum, ráðum og stjórnum Húnabyggðar
Undirrituð, fulltrúi B lista framsóknarmanna og annarra framfarasinna, segi mig hér með úr meirihlutasamstarfi sveitarstjórnar Húnabyggðar. Jafnframt óska ég eftir lausn frá setu í fastanefndum sveitarfélagsins sem og frá öðrum störfum sem ég hef tekið að mér í krafti meirihlutans.
Í 25. gr. sveitarstjórnarlaga segir „sveitarstjórnarmenn eru sjálfstæðir í störfum sínum. Þeir eru einungis bundnir af lögum og eigin sannfæringu um afstöðu til einstakra mála.“ Í starfi meirihluta sveitarstjórnar Húnabyggðar undanfarin tvö og hálft ár hafa eðlilega komið fram mismunandi sjónarmið á einstök viðfangsefni. Ef árangur á að nást við slíkar aðstæður, er nauðsynlegt að fólk deili sömu sýn á stjórnunarhætti og viðhorf til samstarfs og leiti lausna í sameiningu. Á það hefur skort að mínu mati. Ég mun áfram sitja í sveitarstjórn Húnabyggðar eins og ég var kjörin til og starfa þar eftir minni bestu getu og sannfæringu að framgangi Húnabyggðar.

Meirihluti sveitarstjórnar þakkar Elínu Aradóttur fyrir samstarfið í meirihluta Húnabyggðar það sem af er kjörtímabili. Meirihlutinn stendur eftir sem áður traustum fótum og mun áfram vinna að uppbyggingu sveitarfélagsins og þeim verkefnum sem eru í gangi og fyrirhuguð eru á seinni hluta kjörtímabilsins.

2.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Kosningar í nefndir og ráð
Forseti sveitarstjórnar, Guðmundur Haukur Jakobsson, lagði fram eftirfarandi tillögur um breytingu á nefndarskipan og öðrum störfum f.h. sveitarfélagsins:
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varamanns í byggðaráð:
Grímur Rúnar Lárusson af B-lista, í stað Elínar Aradóttur, af B-lista.
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmanns í fræðslunefnd Húnabyggðar:
Elín Ósk Gísladóttir af B-lista, í stað Elínar Aradóttir, af B-lista
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varamanns í fræðslunefnd Húnabyggðar:
Sara Björk Þorsteinsdóttir af B-lista, í stað Gríms Rúnar Lárussonar, af B-lista
Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmanns f.h. Húnabyggðar á Ársþing SSNV:
Elín Ósk Gísladóttir af B-lista, í stað Elínar Aradóttur, af B-lista
Fram kom tillaga um skipan eftirfarandi aðila sem varamanns f.h. Húnabyggðar á landsþing Sambands Íslenskra sveitarfélaga:
Grímur Rúnar Lárusson af B-lista, í stað Elínar Aradóttur, af B-lista.
Framangreindar tillögur voru bornar undir atkvæði og samþykktar með 7 atkvæðum en tveir sátu hjá (SÞS,JG).

3.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 11

2412004F

Fundargerð 11. fundar Íþrótta- tómstundar- og æskulýðsnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 11 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti starfið í félagsmiðstöðinni Skjólið í vetur og fór yfir reynsluna af fyrstu vikunum í nýju húsnæði félagsmiðstöðvarinnar sem tekið var í notkun í byrjun nóvember. Umræður urðu um opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar á sumrin og yfir stórhátíðir þegar skólinn er lokaður.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 11 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti tilnefningar í Ungmennaráð Húnabyggðar. Þeir sem voru tilnefndir eru eftirfarandi:

    Nemendaráð Húnaskóla tilnefnir Söru Björg Jónsdóttur og Ara Ingvarsson. Til vara Freydísi Ösp Stefánsdóttur og Bellu Lind Stenlund.

    Nemendafélag FNV tilnefnir Agnesi Nótt Þórðardóttur og til vara Elísabetu Kristínu Gunnarsdóttur.

    Tilnefningar eiga eftir að berast frá tveimur aðilum.

    Nefndin samþykkir framkomnar tilnefningar samhljóða og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir skipan Ungmennaráðs Húnabyggðar 2024-2025 samhljóða.
  • 3.3 2412004 Hreyfisport
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 11 Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti tölvupóst frá Björgvini Jónssyni frá Hreyfisporti. Hreyfisport býður m.a. upp á útiæfingatæki sem gæti verið sniðug lausn í þróun opinna svæða hjá sveitarfélaginu.

    Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar falið að afla nánari upplýsinga og taka málið áfram.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 11 Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti erindi frá USAH vegna kosningar til Íþróttamanns USAH árið 2024.

    Eftir umræður kom nefndin sér saman um kjör á efstu þremur og var varaformanni falið að skila inn upplýsingum um val nefndarinnar til USAH.

    Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn var á móti (ÓSB).
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 11 Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti verkefni um samþættingu skóla og frístundastarfs sem farið hefur af stað í nokkrum sveitarfélögum.

    Nefndin vill vekja athygli á því að umtalsverðar jákvæðar breytingar voru gerðar núna í haust á fyrirkomulagi íþróttaæfinga fyrir börn í 1-4. bekk sem m.a. miðuðu að því að flest öllum æfingum ljúki fyrir kl. 16:00.
  • 3.6 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 11 Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

4.Byggðarráð Húnabyggðar - 88

2412006F

Fundargerð 88. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 4.1 2412011 Vatnsdalsvegur
    Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Unnið er að hönnun vegarins og er fyrirhugað að bjóða verkframkvæmdina út á árinu 2025. Fyrirhugað er að styrkja veginn og breikka hann og leggja bundið slitlag frá núverandi slitlagsenda við hringveg og suður fyrir Undirfell, liðlega 14,9 km. Gert er ráð fyrir að reiðfært verði vestan megin vegarins.

    Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Fyrir fundinum lá samkomulag við Ámundakinn vegna uppgjörs á leigusamningi og kaupum á Húnabraut 5 o.fl. sem samþykkt er af byggðarráði. Bókun fundar JG og GHJ véku af fundi undir þessum lið.

    Sveitarstjórn staðfestir samkomulag við Ámundakinn.
  • 4.3 2412014 Rarik
    Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Byggðarráð samþykkir að Rarik leggi loftlínu tímabundið yfir Blöndu í tengslum við lagningu nýrra háspennustrengjalagna í jörð. Ráðstöfunin er tímabunin þangað til að fundin verður ásættanleg leið til að þvera Blöndu um 300-400m ofan við laxastigann í landi Ennis. Tímabundið leyfi er gefið til 01.08.2025.
  • 4.4 2412013 Jöfunarsjóður
    Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Fyrir fundinum lá svar Jöfnunarsjóðs vegna óskar Húnabyggðar um að sameiningarframlög vegna sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar yrðu greiddar í eingreiðslu. Þeirri ósk Húnabyggðar var hafnað.
    Þá var einnig kynnt minnisblað sem Húnabyggð hefur sent Jöfnunarsjóði vegna framlaga til Húnabyggðar sem jöfnunarsjóður hefur nú þegar samþykkt fyrir Textílmiðstöð Íslands en voru áður eyrnarmerkt verkefninu Umhverfisakademía
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Lagt fram til kynningar.
  • 4.8 2211004 Fjármál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Umræður urðu um gjaldskrár.


  • Byggðarráð Húnabyggðar - 88 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

5.Byggðarráð Húnabyggðar - 89

2412007F

Fundargerð 89. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Fundargerð 89. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 89 Fyrir fundinum lá uppgjör á samningi Húnabyggðar og Húnaþing vestra vegna þjónustu skipulags- og byggignarfulltrúa og aðstoðarmanns sem byggðarráð samþykkir. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 89 Lagt var fram kostnaðaruppgjör vegna Prjónagleði 2024, sem stóðst þá áætlun sem lögð var fram í vor.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 89 Húnabyggð hafnar áformum um efnistöku úr áreyrum sunnan við bæinn Stafn og beinir þeim tilmælum til Landsnets að við framkvæmdir vegna BL3 verði tryggt að engin efnistaka verði úr virkum farvegi vatnsfalla þ.e. í og/eða við straumvatn. Húnabyggð bendir á umsögn Hafrannsóknarstofnunnar sem mælir ekki með efnistöku úr virkum farvegi vatnsfalla og hvetur til að leitað sé efnistöku utan þeirra. Umrætt vatnasvæði hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár hvað varðar afkomu laxfiska og allar framkvæmdir sem geta haft neikvæð áhrif á lífríki vatnasvæðisins eru óæskilegar að mati Húnabyggðar.


    Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda inn umsögn samkvæmt þessari afgreiðslu.

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 89 Byggðarráð tekur undir áskoranir samráðsfundarins og leggur til að nefndir og ráð sveitarfélagsins taki þessar áskoranir til umfjöllunar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 89 Lögð fram skýrsla um lífúrgang á Norðulandi Vestra. Kynntar voru mismunandi leiðir en Húnabyggð er að skoða framtíðarlausn þessara mála í þéttbýli og dreifbýli.
  • 5.6 2211004 Fjármál
    Byggðarráð Húnabyggðar - 89 Á fundinn kom Erla Jónsdóttir kl 16:30 og kynnti frumdrög að samantekt á kostnaði vegna fræðslumála í Húnabyggð, en verið er að vinna að samantekt á kostnaði í þessum og öðrum málaflokkum.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá nýju láni frá Lánasjóði Íslenskra Sveitarfélaga, en lánveitingin var samþykkt á fyrsta fundi sveitarstjórnar þann 9. janúar 2024.
    Erla vék af fundi 17:40.

6.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 31

2501001F

Fundargerð 31. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 31 Fundað var með Ómari Ívarssyni, Atla Steini Sveinbjörnssyni og Karítas Ísberg gegnum fjarfund þar sem farið var yfir þau gögn sem lögð voru fyrir.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 31 Skipulags- og samgöngunefnd veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 31 Skipulags-og samgöngunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja hnitsetningu þjóðlendu Langjökuls samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar frá 11. október 2016 á umræddu svæði. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir hnitsetningu þjóðlendu Langjökuls samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar frá 11. október 2016 á umræddu svæði.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 31 Til kynningar.

7.Byggðarráð Húnabyggðar - 90

2501003F

Fundargerð 90. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 47. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Byggðarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðina Ennisbraut 7 enda uppfylli byggingaráform skilyrði gildandi deiliskipulags.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Lagt fram til kynningar staða verkefnisins og boð á stöðufund um verkefnið af hálfu Vegagerðarinnar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Lagt fram til kynningar erindi frá Terra sem segir sig frá tilboði í byggingu nýs leikskóla á Blönduósi vegna frestunar Húnabyggðar á þeim framkvæmdum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Fyrir fundinum lá beiðni um styrk vegna uppsetningar varmadælu í fyrrum Skagabyggð. Þar sem umsóknarfresturinn fyrir þetta verkefni rann út 1. mars 2024 hafnar byggðarráð beiðninni.
  • 7.8 2212002 Húnaver
    Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Sveitarstjóra falið að semja við Heimafengið ehf. um vetrarleigu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að undirbúa sölu fasteigna sveitarfélagsins í Húnaveri. Bókun fundar Jón Gíslason fulltrúi H-lista leggur fram eftirfarandi bókun við afgreiðslu málsins:

    Þar sem meirihluti sveitastjórnar Húnabyggðar hefur lagt til að hefja sölumeðferð á eignunum í Húnaveri tel ég að að þau félög í fyrrum Bólstaðarhlíðarhreppi sem stóðu að byggingu félagsheimilisins á sínum tíma til jafns við hreppinn eigi rétt á sanngjörnum hlut á söluverði eignarinnar ef til sölu kemur. Félögin hafa allt frá upphafi til þess tíma sem Húnabyggð varð til 2022 þegar Húnavatnshreppur sameinaðist Blönduósbæ, haft fulltrúa í stjórn Húnavers og tekið þar af leiðandi fullan þátt í ákvörðunum um rekstur og viðhald hússins og lagt til verulega sjálfboðavinnu við rekstur viðhald og endurbætur hússins á móiti fjármagni frá sveitarfélögunum Bólstaðarhlíðarhreppi og síðar Húnavatnshreppi.
    Einnig er rétt að minna á að íþróttavöllur sem staðsettur er í Húnaveri var að öllu leyti gerður af ungmennafélaginu. Auk þess keypti kvenfélagið mikið af leirtaui og borðbúnaði sem í húsinu er. Þrátt fyrir að Húnabyggð sé nú þinglýstur eigandi Húnavers eins og Bólstaðarhlíðarhrepps í upphafi og síðar Húnavatnshrepps er það mitt álit að sveitarstjórn Húnabyggðar eigi að bera virðingu fyrir því stórvirki sem þetta litla samfélag í fyrrum Bólstaðarhlíðarhreppi stóð fyrir og sýni það í verki svo sómi sé að, þar sem allflestir íbúar þess löguðust á eitt í samvinnu við sveitarfélagið og byggðu þetta glæsilega félagsheimili af miklum stórhug .
    Benda má á að þinglýsing eigna hefur ekki alltaf mikið gildi í íslensku þjóðfélagi nema þegar það hentar, þar sem ríkið hefur hirt þinglýstar eignir af landeigendum í stórum stíl í skjóli þjóðlendulaga.


    Guðmundur Haukur óskaði eftir fundarhléi klukkan 15:32

    Fundurinn hélt áfram 15:35

    Fulltrúar H og G lista óska efir að atkvæðagreiðsla fari fram sérstaklega við þennan lið. Samþykkt samhljóða.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs með 7 atkvæðum, tveir sátu hjá (SÞS, JG)
  • 7.9 2412006 Gjaldskrár 2025
    Byggðarráð Húnabyggðar - 90 Fyrir fundinum lá gjaldskrár í félagsheimili sveitarfélagsins þ.e. Félagsheimilið í Húnaveri, Dalsmynni, Skagabúð og Fellsbúð. Gjaldskráin samþykkt og sveitarstjóra falið að setja hana á vef sveitarfélagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir framlagðar gjaldskrár.

Fundi slitið - kl. 15:42.

Getum við bætt efni þessarar síðu?