88. fundur 12. desember 2024 kl. 15:00 - 17:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Sverrir Þór Sverrisson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Sigurður Erlingsson ráðgjafi sat fundinn.

Formaður óskaði eftir að bæta við einum lið, erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra er varðar leyfi fyrir brennu. Samþykkt samhljóða.

1.Vatnsdalsvegur

2412011

Erindi frá Vegagerðinni er varðar Vatnsdalsveg 722-01 Hringvegur- Undirfell
Unnið er að hönnun vegarins og er fyrirhugað að bjóða verkframkvæmdina út á árinu 2025. Fyrirhugað er að styrkja veginn og breikka hann og leggja bundið slitlag frá núverandi slitlagsenda við hringveg og suður fyrir Undirfell, liðlega 14,9 km. Gert er ráð fyrir að reiðfært verði vestan megin vegarins.

Lagt fram til kynningar.

2.Samkomulag við Ámundakinn

2412012

Samkomulag við Ámundakinn
Fyrir fundinum lá samkomulag við Ámundakinn vegna uppgjörs á leigusamningi og kaupum á Húnabraut 5 o.fl. sem samþykkt er af byggðarráði.

3.Rarik

2412014

Erindi frá Rarik er varðar streng yfir Blöndu
Byggðarráð samþykkir að Rarik leggi loftlínu tímabundið yfir Blöndu í tengslum við lagningu nýrra háspennustrengjalagna í jörð. Ráðstöfunin er tímabunin þangað til að fundin verður ásættanleg leið til að þvera Blöndu um 300-400m ofan við laxastigann í landi Ennis. Tímabundið leyfi er gefið til 01.08.2025.

4.Jöfunarsjóður

2412013

Erindi frá Innviðaráðuneytinu er varðar Jöfnunarsjóð
Fyrir fundinum lá svar Jöfnunarsjóðs vegna óskar Húnabyggðar um að sameiningarframlög vegna sameiningar Húnabyggðar og Skagabyggðar yrðu greiddar í eingreiðslu. Þeirri ósk Húnabyggðar var hafnað.
Þá var einnig kynnt minnisblað sem Húnabyggð hefur sent Jöfnunarsjóði vegna framlaga til Húnabyggðar sem jöfnunarsjóður hefur nú þegar samþykkt fyrir Textílmiðstöð Íslands en voru áður eyrnarmerkt verkefninu Umhverfisakademía

5.Fundargerð 31. fundar um málefni fatlaðs fólks

2412015

Fundagerð 31. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerð 115. fundar stjórnar SSNV

2412016

Fundargerð 115. fundar sjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.

7.Fundargerð 959. fundar stjórnar SÍS

2412017

Fundargerð 959. fundar sjórnar SÍS
Lagt fram til kynningar.

8.Fjármál

2211004

Fjármál sveitarfélagsins
Umræður urðu um gjaldskrár.


9.Umsagnabeiðni um brennileyfi

2412018

Umsagnarbeiðni vegna brennu á Miðholti um áramót
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?