Dagskrá
1.Uppgjör vegna skipulags- og byggingarfulltrúa
2412020
Uppgjör vegna skipulags- og byggingarfulltrúa 2023-2024
Fyrir fundinum lá uppgjör á samningi Húnabyggðar og Húnaþing vestra vegna þjónustu skipulags- og byggignarfulltrúa og aðstoðarmanns sem byggðarráð samþykkir.
2.Uppgjör vegna Prjónagleði 2024
2412021
Uppgjör vegna Prjónagleði 2024
Lagt var fram kostnaðaruppgjör vegna Prjónagleði 2024, sem stóðst þá áætlun sem lögð var fram í vor.
3.Ósk um umsögn vegna Blöndulínu 3-ný efnistökusvæði
2411043
Með innsendu erindi dags. 25.11.20204 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Húnabyggðar vegna nýrra efnistökusvæða við Blöndulínu 3.
Húnabyggð hafnar áformum um efnistöku úr áreyrum sunnan við bæinn Stafn og beinir þeim tilmælum til Landsnets að við framkvæmdir vegna BL3 verði tryggt að engin efnistaka verði úr virkum farvegi vatnsfalla þ.e. í og/eða við straumvatn. Húnabyggð bendir á umsögn Hafrannsóknarstofnunnar sem mælir ekki með efnistöku úr virkum farvegi vatnsfalla og hvetur til að leitað sé efnistöku utan þeirra. Umrætt vatnasvæði hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár hvað varðar afkomu laxfiska og allar framkvæmdir sem geta haft neikvæð áhrif á lífríki vatnasvæðisins eru óæskilegar að mati Húnabyggðar.
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda inn umsögn samkvæmt þessari afgreiðslu.
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda inn umsögn samkvæmt þessari afgreiðslu.
4.Öruggara Norðurland vestra
2412022
Áskorun til samfélagsins frá samráðsfundi Öruggara Norðurlands vestra þann 11. desember 2024
Byggðarráð tekur undir áskoranir samráðsfundarins og leggur til að nefndir og ráð sveitarfélagsins taki þessar áskoranir til umfjöllunar.
5.Valkostir í meðferð lífúrgangs
2412023
Lífúrgangur á Norðurlandi vestra
Lögð fram skýrsla um lífúrgang á Norðulandi Vestra. Kynntar voru mismunandi leiðir en Húnabyggð er að skoða framtíðarlausn þessara mála í þéttbýli og dreifbýli.
6.Fjármál
2211004
Fjármál sveitarfélagsins
Á fundinn kom Erla Jónsdóttir kl 16:30 og kynnti frumdrög að samantekt á kostnaði vegna fræðslumála í Húnabyggð, en verið er að vinna að samantekt á kostnaði í þessum og öðrum málaflokkum.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá nýju láni frá Lánasjóði Íslenskra Sveitarfélaga, en lánveitingin var samþykkt á fyrsta fundi sveitarstjórnar þann 9. janúar 2024.
Erla vék af fundi 17:40.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá nýju láni frá Lánasjóði Íslenskra Sveitarfélaga, en lánveitingin var samþykkt á fyrsta fundi sveitarstjórnar þann 9. janúar 2024.
Erla vék af fundi 17:40.
Fundi slitið - kl. 17:50.