90. fundur 09. janúar 2025 kl. 15:00 - 16:30 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Umsókn um lóð við Ennisbraut 7

2412029

Með innsendu erindi óskar J Evensen ehf eftir lóðinni við Ennisbraut 7 á Blönduósi.
Byggðarráð samþykkir að úthluta umsækjanda lóðina Ennisbraut 7 enda uppfylli byggingaráform skilyrði gildandi deiliskipulags.

2.Tilkynning um stöðu verkefnisins - Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna

2501004

Tilkynning um stöðu verkefnisins - Endurskoðun leiðarkerfis landsbyggðarvagna
Lagt fram til kynningar staða verkefnisins og boð á stöðufund um verkefnið af hálfu Vegagerðarinnar.

3.Umsögn um gistileyfi

2501005

Umsagnarbeiðni er varðar gistileyfi í flokki III - Minna gistiheimili - Árbraut 13
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

4.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Leikskóli Húnabyggðar ákvörðun um töku tilboðs
Lagt fram til kynningar erindi frá Terra sem segir sig frá tilboði í byggingu nýs leikskóla á Blönduósi vegna frestunar Húnabyggðar á þeim framkvæmdum.

5.Fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum

2501007

Fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerð 960. fundar stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga

2501008

Fundargerð 960. fundar stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

7.Varmadælur í fyrrum Skagabyggð

2501009

Varmadælur í fyrrum Skagabyggð
Fyrir fundinum lá beiðni um styrk vegna uppsetningar varmadælu í fyrrum Skagabyggð. Þar sem umsóknarfresturinn fyrir þetta verkefni rann út 1. mars 2024 hafnar byggðarráð beiðninni.

8.Húnaver

2212002

Leiga á Húnaveri
Sveitarstjóra falið að semja við Heimafengið ehf. um vetrarleigu. Jafnframt er sveitarstjóra falið að undirbúa sölu fasteigna sveitarfélagsins í Húnaveri.

9.Gjaldskrár 2025

2412006

Gjaldskrá félagsheimila sveitarfélagsins
Fyrir fundinum lá gjaldskrár í félagsheimili sveitarfélagsins þ.e. Félagsheimilið í Húnaveri, Dalsmynni, Skagabúð og Fellsbúð. Gjaldskráin samþykkt og sveitarstjóra falið að setja hana á vef sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?