Dagskrá
HBE boðaði forföll og GRL kom í hans stað.
1.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga
2408023
Til umræðu markmið/leiðarljós, ábendingar frá íbúum, flokkun landbúnaðarlands fyrir áframhaldandi vinnu við nýtt aðalskipulag Húnabyggðar.
Fundað var með Ómari Ívarssyni, Atla Steini Sveinbjörnssyni og Karítas Ísberg gegnum fjarfund þar sem farið var yfir þau gögn sem lögð voru fyrir.
2.Ósk um umsögn vegna Vatnsdalsvegar ( tilkynning ákvörðunar um matsskyldu).
2412010
Með rafpósti dags. 6. desember 2024 óskar Skipulagsstofnun eftir umsögn Húnabyggðar vegna fyrihugaðara framkvæmda við Vatnsdalsveg og mati á hvort framkvæmdin fellur undir umhverfismat framkvæmda og áætlana nr 111/2021.
Skipulags- og samgöngunefnd veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leiti.
3.Langjökull, stofnun þjóðlendu.
2501003
Með innsendu erindi dags. 3. desember 2024 óskar Regína Sigurðardóttir fyrir hönd forsætisráðuneytisins eftir að stofnuð verði fasteign (þjóðlenda) í þeim hluta Langjökuls sem er innan sveitarfélagsmarka Húnabyggðar.
Skipulags-og samgöngunefnd leggur til við sveitastjórn að samþykkja hnitsetningu þjóðlendu Langjökuls samkvæmt úrskurði óbyggðanefndar frá 11. október 2016 á umræddu svæði.
4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 14
2501002F
Lagt til kynningar.
Til kynningar.
Fundi slitið - kl. 16:30.