11. fundur 09. desember 2024 kl. 15:00 - 16:03 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Grímur Rúnar Lárusson aðalmaður
  • Elín Ósk Gísladóttir varamaður
    Aðalmaður: Agnar Logi Eiríksson
  • Arnrún Bára Finnsdóttir aðalmaður
  • Jenný Lind Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Kamila Czyzynska
  • Ólafur Sigfús Benediktsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-íþrótta og tómstundafulltrúi
  • Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Grímur Rúnar Lárusson Formaður
Dagskrá
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, bauð fundarmenn velkomna til ellefta fundar í Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar.

1.Skjólið - starfið

2402034

Félagsmiðstöðin Skjólið - Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, mætir á fundinn undir þessum lið og kynnir starfið í vetur og reynsluna fyrstu vikurnar af nýju húsnæði.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti starfið í félagsmiðstöðinni Skjólið í vetur og fór yfir reynsluna af fyrstu vikunum í nýju húsnæði félagsmiðstöðvarinnar sem tekið var í notkun í byrjun nóvember. Umræður urðu um opnunartíma félagsmiðstöðvarinnar á sumrin og yfir stórhátíðir þegar skólinn er lokaður.

2.Ungmennaráð Húnabyggðar

2310003

Ungmennaráð Húnabyggðar - Tilnefningar og skipan í Ungmennaráð Húnabyggðar 2024-2025.
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar kynnti tilnefningar í Ungmennaráð Húnabyggðar. Þeir sem voru tilnefndir eru eftirfarandi:

Nemendaráð Húnaskóla tilnefnir Söru Björg Jónsdóttur og Ara Ingvarsson. Til vara Freydísi Ösp Stefánsdóttur og Bellu Lind Stenlund.

Nemendafélag FNV tilnefnir Agnesi Nótt Þórðardóttur og til vara Elísabetu Kristínu Gunnarsdóttur.

Tilnefningar eiga eftir að berast frá tveimur aðilum.

Nefndin samþykkir framkomnar tilnefningar samhljóða og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

3.Hreyfisport

2412004

Erindi frá Björgvini Jónssyni hjá Hreyfisport.
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti tölvupóst frá Björgvini Jónssyni frá Hreyfisporti. Hreyfisport býður m.a. upp á útiæfingatæki sem gæti verið sniðug lausn í þróun opinna svæða hjá sveitarfélaginu.

Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar falið að afla nánari upplýsinga og taka málið áfram.

4.Íþróttamaður ársins

2412002

Erindi frá USAH vegna kosningar til Íþróttamanns USAH árið 2024.
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti erindi frá USAH vegna kosningar til Íþróttamanns USAH árið 2024.

Eftir umræður kom nefndin sér saman um kjör á efstu þremur og var varaformanni falið að skila inn upplýsingum um val nefndarinnar til USAH.

Samþykkt með fjórum atkvæðum, einn var á móti (ÓSB).

5.Samþætting skóla og frístundastarfi máls

2412003

Umræður um samþættingarverkefni skóla og frístundastarfs sem farið hefur af stað í nokkrum sveitarfélögum á landinu.
Grímur Rúnar Lárusson, formaður nefndarinnar, kynnti verkefni um samþættingu skóla og frístundastarfs sem farið hefur af stað í nokkrum sveitarfélögum.

Nefndin vill vekja athygli á því að umtalsverðar jákvæðar breytingar voru gerðar núna í haust á fyrirkomulagi íþróttaæfinga fyrir börn í 1-4. bekk sem m.a. miðuðu að því að flest öllum æfingum ljúki fyrir kl. 16:00.

6.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Engin önnur mál lágu fyrir fundinum.

Fundi slitið - kl. 16:03.

Getum við bætt efni þessarar síðu?