46. fundur 10. desember 2024 kl. 15:00 - 17:14 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Sigurður Erlingsson ráðgjafi sat fundinn

1.Gjaldskrár 2025

2412006

Gjaldskrár 2025
Gjaldskrár hækka almennt um 3,9% að frátöldum sorpgjöldum sem hækka um 12,2%. Koma þar til breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs og bann við niðurgreiðslu sorphirðugjalda. Nokkuð var tekið til í gjaldskrám sveitarfélagsins til einföldunar, einstaka liðir lagfærðir og nýjir skilgreindir eins og t.d. safngjald fyrir heyrúlluplast.
Útsvarshlutfall Húnabyggðar 2025 verður óbreytt eða 14,97%.

Fulltrúar G og H lista lögðu fram eftirfarandi bókun:
Fulltrúar H-lista og G-lista telja að það ráðslag sem viðhaft hefur verið varðandi notkun og útleigu Húnavers sé ámælisvert og sýni mikið skeytingarleysi gagnvart þessari fasteign eins og flestum eignum í eigu fyrrum Húnavatnshrepps.Ekki hefur verið leitað eftir langtímaleigu á Húnaveri síðan það fór í skammtíma leigu í maí 2023 þó svo það hafi verið rætt síðustu tvö ár. Aðeins hefur verið um sumarleigu að ræða, en nú annan veturinn í röð er það án útleigu frá 1.október.
Þar sem húsið er eftirsótt fyrir ýmsa innansveitarviðburði að vetrinum teljum við nauðsynlegt eins og staðan er, að setja gjaldskrá fyrir húsið fyrst það er ekki í útleigu og því sé settur ákveðinn umsjónarmaður af hálfu sveitarfélagsins.

ZAL óskaði eftir fundarhléi 15:09
Fundurinn hélt áfram 15:23

D og B listi leggja fram eftirfarandi bókun:
Ekki hefur verið leitast við að koma Húnaveri í langtímaleigu þar sem umræðan í byggðaráði hefur verið sú að til greina komi að selja eignina. Fulltrúum H og G lista ætti að vera fullkunnugt um þá umræðu og hafa ekki sett sig upp á móti því sem áheyrnarfulltrúar með málfrelsi í byggðaráði.
Fyrirhugað er að gjaldskrár fyrir félagsheimilin Húnaver og Skagabúð verði lagðar fram til samþykktar á næsta fundi sveitarstjórnar

Gjaldskrár Húnabyggðar 2025 voru bornar upp með áorðnum breytingum og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða

2.Gjaldskrá fasteignagjalda 2025

2412007

Gjaldskrá fasteignagjalda 2025
Álagningarprósenta fasteignaskatts verður óbreytt. Að loknum umræðum um gjaldskrá fasteignagjalda var hún borin upp og samþykkt með 9 atkvæðum.

3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024

2412005

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
Jón Ari Stefánsson kynnti og fór yfir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 sem eru fjórir talsins en þrír hafa þegar fengið formlegt samþykki sveitarstjórnar.
Viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024, breytingar á fjárfestingum. Viðaukinn felur í sér lækkun fjárfestinga ársins um 4.250 þús. kr. sem fer til hækkunar á handbæru fé.
Viðauki 4 staðfestur af sveitarstjórn Húnabyggðar með 9 atkvæðum samhljóða.

4.Fjárhagsáætlunargerð 2025

2410009

Fjárhagsáætlun 2025
Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028.
Áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.931 milljónir kr. á árinu 2025, rekstrargjöld 2.578 milljónir kr. og afskriftir 140 milljónir kr. Fjárhagsáætlun 2025 gerir ráð fyrir að rekstur A og B hluta verði jákvæður um tæpar 213 milljónir kr. fyrir fjármagnsliði.
Fjárhagsáætlun 2025 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um 19 milljónir að teknu tilliti til fjármagnsliða.
Veltufé frá rekstri A og B hluta er áætlað 260 milljónir á árinu 2025, en afborganir langtímalána 253 milljónir kr. Áætlað er að nýjar lántökur á árinu 2025 nemi 240 miljónir kr.
Fjárfestingar A og B hluta eru áætlaðar 360 milljónir króna á árinu 2025 sem er aðeins hærra en á þessu ári. Verkefnin verða svipuð þ.e. uppbygging og viðhald þeirra grunninnviða sem sveitarfélagið er með til að veita þá þjónustu sem sveitarfélaginu ber. Stærri verkefni eru t.d. vatnsveituverkefni, fráveituverkefni, gatnagerð, nýtt klórkerfi í sundlaug, framkvæmdir við fasteignir o.fl. Þá munum við hefja byggingu nýs þjónustukjarna fyrir fólk með fötlun en eftir því hefur verið beðið í meira en tíu ár. Einnig má nefna viðbyggingu við húsnæði Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra en hlutdeild Húnabyggðar í þeirri framkvæmd mun hlaupa á tugum milljóna á ári næstu þrjú árin.

Fulltrúar G og H lista lögðu fram eftirfarandi bókanir:

Fulltrúar H-lista og G-lista telja að fyrirsjáanlegt hafi verið við sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að ekki væri fjárhagslegt svigrúm til að byggja aukið leikskólarými á Blönduósi nema til kæmi sala á eignunum á Húnavöllum.
Því teljum við nauðsynlegt að vinna með þá möguleika sem fyrir hendi eru, og þar sem fullbúin nýleg leikskólabygging er á Húnavöllum sem ekki hefur tekist að selja, sé nauðsynlegt að skoða alla möguleika á að nýta hana undir leikskólastarfsemi í stað þess að eyða fjármunun í endurbætur á bráðabirgðaúrræðum til leikskólastarfsemi á Blönduósi.

Fulltrúar H-lista og G-lista átelja meirihlutann harðlega fyrir að leggja ekki meiri vinnu í að koma eignunum á Húnavöllum í rekstur á meðan ekkert gengur að selja og láta þær í stað þess grotna niður og vera nánast eftirlitslausar, en nú er liðið rúmt ár síðan allur rekstur hætti á Húnavöllum og þar að auki er hluti nýuppgerðra íbúða þar búnar að standa auðar í langan tíma.
Við undrum okkur á því að meirihlutinn sem bauð krafta sína fram til að starfa í sveitarstjórn Húnabyggðar í nafni stjórnmálaflokka sem hafa átt sæti í ríkistjórn Íslands, fram til þessa, skuli ekki hafa reynt að bjóða Húnavallabyggingarnar fram til einhverskonar opinberrar starfsemi þar sem undanfarin misseri hefur ítrekað vantað húsnæði til ýmiskonar starfssemi í opinberri þágu

GHJ óskaði eftir fundarhléi 16:01
Fundurinn hélt áfram 16:24

Fulltrúum D og B lista þykir miður að fulltrúar H og G lista hafi ekki skilning á vilja foreldra leikskólabarna í sveitarfélaginu, en það var eftir ákall foreldra sem leikskólastarfsemi á Húnavöllum fluttist að öllu leyti niður á Blönduós.

Lögð hefur verið umtalsverð vinna í sölu fasteigna á Húnavöllum, margir hafa skoðað og kynnt sér eignirnar en ekki hafa náðst samningar um sölu eignanna, en þar hefur einna helst verið til trafala óhagstæð skilyrði í þjóðfélaginu til fjárfestinga. Á fundi með ríkisstjórn íslands sem haldinn var á Sauðárkróki 28. ágúst voru eignirnar á Húnavöllum kynntar sem mögulegur kostur fyrir ýmsa starfsemi , þar á meðal fyrir opinbera starfsemi. Að auki hefur sveitarstjórn verið í samningaviðræðum við Rarik um vatnsréttindi sveitarfélagsins á Húnavöllum þar sem meirihlutinn hefur þá sýn að ekki komi til greina að selja réttindin líkt og fulltrúar H og G lista hafa lagt til.

Fulltrúar G og H lista óskað eftir fundarhléi 16:28
Fundurinn hélt áfram 16:39

Fultrúar H-lista og G-lista vilja taka fram að við höfum ekki lagt formlega til sölu á vatnsréttindum á Húnavöllum

Sveitarstjórn vill þakka Byggðarráði og starfsfólki Húnabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki gerð fjárhagsáætlunar.

Að loknum síðari umræðum um fjárhagsáætlun 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 voru þær bornar upp og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða. Sveitarstjóra falið að birta samantekt og helstu áherslur fjárhagsáætlunar á samfélagsmiðlum sveitarfélagsins.

5.Afskriftir á skuldum Auðkúluheiðar ehf.

2412008

Afskriftir á skuldum Auðkúluheiðar ehf.
Sveitarstjórn samþykkir að skuldir Auðkúluheiðar ehf. upp á 11,3 milljónir verði afskrifaðar úr bókhaldi sveitarfélagsins vegna slita á félaginu.

Jón Ari Stefánsson vék af fundi 16:48

6.Styrkir til stjórnmálaflokka

2412009

Styrkir til stjórnmálaflokka
Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur um styrki til stjórnmálasamtaka.

7.Öldungaráð Húnabyggðar - 8

2411006F

Fundargerð 8. fundar Öldungaráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 8 Öldungaráð fór yfir reglur og gjaldskrá vegna aksturs eldri borgara. Öldungaráð leggur til breytingar á hvoru tveggja og sendir byggðarráði til afgreiðslu.
    Miklar umræður um ferðir innan þéttbýlis á Blönduósi, og öldungaráð hvetur sveitarfélagið til þess að setja á reglulegar ferðir innanbæjar m.a. til að sækja þjónustu í verslun og þess háttar.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 8 Málið er í vinnslu sveitarstjóra, félagsmálastjóra og yfirhjúkrunarfræðings svæðis HSN. Skv. sveitarstjóra hefur ekki verið unnt að kostnaðarmeta dagdvölina og því ekki verið sett á fjárhagsáætlun eins og er.
    Öldungaráð leggur mikla áherslu á að unnið sé fljótt og vel í þessum málum, og dagdvöl sé a.m.k. sett á fjárhagsáætlun næsta árs.
  • 7.3 2411035 Fréttr frá HSN
    Öldungaráð Húnabyggðar - 8 Ekkert bókað undir þessum lið
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 8 Fyrirspurn um umsóknir íbúða í Hnitbjörgum og fyrirkomulag úthlutunar. Brýnt að koma á fleiri leiguíbúðum fyrir eldri borgara.
    Skipuð hefur verið slitastjórn yfir byggðasamlagi Félags- og skólaþjónustu A-Hún. Öldungaráð bindur vonir við að slit byggðasamlagsins verði til þess að öldrunarþjónusta sveitarfélagsins verði sterkari eftir atvikum og samþætt við HSN, til dæmis verkefnið „Gott að eldast“.
    Verkefnið Bjartur lífstíll hefur ekki náð því flugi sem æskilegt er.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 8 Ásgerður fór yfir starfsemi félags eldri borgara í Húnaþingi. Félagsmenn eru 167, langflestir í Húnabyggð og um 20 félagsmenn á Skagaströnd. Það háir félaginu að hafa ekki fast húsnæði undir starfsemina. Í dag er rýmri aðgangur að Þverbraut 1, að loknu félagsstarfi aldraðra. Í því rými er starfsemi flesta daga sem gerir erfitt fyrir félagið að halda starfsemi gangandi, t.d. með opnu húsi. Samstarf við félagsstarf aldraðra hefur verið með miklum ágætum.
    Lögð áhersla á ferðir og ferðalög, jólahlaðborð áætlað í desember þar sem áætlað er að sæki 70-80 manns.
    Félagið hefur undanfarið lagt mikla áherslu á kjarabaráttu eldri borgara og sent ályktanir til þar til bærra aðila. Lykilatriði að bæta kjör eldri borgara.
    Heimsókn frá Húnaþingi vestra, þar sem boðið var til veislu í Félagsheimilinu á Blönduósi. Um 130 manns mættu og mikil ánægja var með viðburðinn.
    Tilefni til að efla aftur samstarf eldri borgara og yngri kynslóðarinnar, m.a. með því að spila og fleira. Ásdís hefur samband við Húnaskóla og hvetur til frekara samstarfs. Félagið er hvatt til að koma hugmyndum á framfæri við skrifstofu sveitarfélagsins.
    Athugasemdir eru við snjómokstur við Hnitbjörg, Flúðabakka og á bílastæði HSN
  • 7.6 2206034 Önnur mál
    Öldungaráð Húnabyggðar - 8 Björn segir frá málþingi um starf öldungaráða sem hann og Ásgerður sóttu á haustdögum. Þar kom m.a. fram að í sumum sveitarfélögum hafa öldungaráð tækifæri til þess að hafa áhrif á fjárhagsáætlun sveitarfélags. Það sé vert að hafa í huga við gerð fjárhagsáætlunar árið 2025.
    Þá gerir Björn athugasemd við að ekki hefur verið gengið frá erindisbréfi ráðsins.

8.Byggðarráð Húnabyggðar - 85

2411007F

Fundargerð 85. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Fyrir fundinum lá tillaga að nýju skipuriti Húnabyggðar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna það fyrir helstu stjórnendum Húnabyggðar og vinna áfram að lokafrágangi skipuritsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Umræður um nýjar samþykktir vatnsveitu Húnabyggðar voru kynntar og byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra samþykktirnar miðað við umræðu fundarins og leggja þær fyrir aftur á næsta fundi byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Umræður um nýjar samþykktir fráveitu Húnabyggðar voru kynntar og byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra samþykktirnar miðað við umræðu fundarins og leggja þær fyrir aftur á næsta fundi byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna heildstæða auglýsingu um uppbyggingu á Hveravallasvæðinu og í framhaldi af því leggja málið aftur fyrir byggðarráð.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Byggðarráð hefur engar athugasemdir við málið er varðar beina hagsmuni sveitarfélagsins sem landeiganda en beinir því til sveitarstjóra að málið verði auglýst á miðlum sveitarfélagsins þannig að landeigendur í sveitarfélaginu séu upplýstir um málið. Byggðarráð minnir á að landeigendur geta fengið aðstoð sveitarfélagsins við að hnitsetja jarðir sínar. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og leggur jafnframt áherslu á að landeigendur í Húnabyggð kynni sér málið vel og athugi hvort og hvernig það muni hafa áhrif á jarðir þeirra. Þá minnir sveitarstjórn jafnframt á að landeigendur geta fengið aðstoð sveitarfélagsins við að hnitsetja jarðir sínar.
  • 8.6 2411042 Húnavellir
    Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Fyrir fundinum lá tilboð í leigu á eignum sveitarfélagsins á Húnavöllum. Byggðarráð samþykkir ekki tilboðið eins og það er sett upp og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 85 Fjárfestingaráætlun ársins 2025 rædd og gerðar á henni breytingar sem hafa áhrif á heildar fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2025. Sveitarstjóra falið að láta uppfæra fjárhagsáætlunina í samræmi við umræður fundarins.

9.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 18

2412001F

Fundargerð 18. fundar Fræsðlunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 18 Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri fór yfir stöðu skólastarfs í Húnaskóla.
    Vináttudagurinn var haldinn 6. Nóvember sem er baráttudagur gegn einelti, en þá hittast vinabekkir innan skólans.
    Kynning frá Skáld í skólum fór fram í nóvember og nemendur í skólanum tóku þátt í listasýningunni “Myrkrið nálgast“ í Hillebrandshúsi í nóvember.
    Lestrarömmuverkefnið gengur vel og lestrarömmur mæta 1-2x í viku í skólann. Þá voru umræður á Öldungaráðsfundi um að auka samskipti Félags eldri borgara og skólans. Skólastjóri tekur að sér að setja sig í samband við formann félagsins.
    Mikill metnaður lagður í skólabókasafn þar sem haldnir eru þemadagar t.d. í kring um hrekkjavöku þar sem bókasafnið er sett í búning í tengslum við þemað sem í gangi hverju sinni.
    Innleiðing á byrjendalæsi langt komin, en verkefnið er upphaflega hugsað fyrir nemendur 1.-4. bekkjar en búið er að útvíkka það upp í 6. bekk.
    Framundan er skreytingadagur og undirbúningur Litlu-jóla hjá 1.-6. bekk, en annars er lögð áhersla á að halda rútínu í skólastarfi í desember.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 18 Sigríður B. Aadnegard fór yfir stöðu mála á leikskólanum.
    Búið er að ráða í auglýstar stöður á leikskólanum um er að ræða afleysingu vegna veikinda og og 50% stöðu á Vallabóli. Alls bárust 6 umsóknir og af þeim voru 4 frá karlmönnum. Nú starfa 6 karlmenn við skólann.
    Elstu nemendur leikskólans hafa verið beðin um að syngja þegar kveikt verður á jólatrénu við Hillebrantshúsið.
    Mikið og öflugt starf er unnið í leikskólanum þar sem stöðugt er leitað leiða við að gera gott starf betra og að grunnþættir menntunnar setji mark sitt á alla starfshætti skólans.
    Sigríður bendir á að starfsfólk skólans geti verið stolt af því starfi sem fram fer í leikskólanum, vinnuaðstæður mættu hins vegar vera betri. Það getur verið hamlandi og flókið að skólastarfið fari fram á þremur stöðum og erfitt að skapa viðunandi vinnuaðstæður á öllum starfsstöðum en með þolinmæði og umburðarlyndi hefur okkur tekist það sæmilega.
    Fulltrúi starfsmanna leikskóla bætti við að starfsandi væri góður í hópnum.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 18 Ásdís Ýr Arnardóttir óskar eftir að hætta í starfshópi um endurskoðun skólaakstursreglna og í hennar stað kemur Ragnheiður L. Jónsdóttir.
    Nokkrar umræður um mögulegar breytingar á reglum um skólaakstur. Skólastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við starfshópinn og óska eftir aðkomu bílstjóra að endurskoðuninni á síðari stigum
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 18 Sigríður B. Aadnegard kynnti hugmynd af nýju þróunarverkefni sem hefur það að markmiði að tileinka sér aðferðarfræði LAP (Linguistically appropriate practice) og efla stuðning við börn sem eru með íslensku sem annað tungumál.
    LAP aðferðarfræðin gengur út á að skapa málumhverfi sem eykur líkur á að byggja upp færni barna í íslensku sem og móðurmáli sínu. Lögð er áhersla á að vinna með fjölmenningarleg verkefni og að tileinka sér aðferðir sem eflir samskipti og samvinnu við foreldra um hvernig þeir geta stutt við nám barna sinna.
    Fræðslunefnd fagnar framtakinu.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 18 Dagný Rósa Úlfarsdóttir, fræðslustjóri, fór yfir stöðu talmeinaþjónustu í Húnabyggð.
    Talmeinaþjónusta á svæðinu er veitt rafrænt, í gegn um Tröppu.
    Stuttur biðtími er eftir greiningum og fjöldi þjálfunartíma ræðst af niðurstöðum greiningar.
    Skólastjórar munu dreifa minnisblaði um talmeinaþjónustu til foreldra til upplýsingar.
  • 9.6 2206034 Önnur mál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 18 6.1.
    Fyrirspurn frá Atla Einarssyni: Hver er staða ákvarðanatöku um byggingu nýs leikskólahúsnæðis?
    Pétur sveitarstjóri greindi frá því að í þeirri fjárhagsáætlun sem tekin var til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi 26. október, sé ekki gert ráð fyrir því að byggt verði nýtt leikskólahúsnæði á árinu 2025. Það er mat byggðaráðs að ekki sé svigrúm hjá sveitarfélaginu til að ráðast í svo stóra fjárfestingu að svo stöddu. Þetta er með þeim fyrirvara að síðari umræða um fjárhagsáætlun hjá sveitarstjórn hefur enn ekki átt sér stað.
    Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
    Fræðslunefnd lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í byggingu nýs leikskólahúsnæðis. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning, þarfagreiningu og útboð og jafnframt hefur ýmsum viðhaldsverkefnum verið frestað þar sem vonir stóðu til að þau yrði unnin samhliða nýframkvæmdum. Í ljósi breyttrar stöðu vill nefndin hvetja sveitarstjórn og byggðaráð til að setja málefni leikskóla í forgang í fjárhagsáætlun 2025, bæði hvað varðar viðhaldsáætlun (rekstur), sem og fjárfestingar í endurbótum sem tengjast húsnæði og lóð leikskóla.
    Nefndin vill jafnframt benda á það að í dag fer leikskólastarf fram á þremur stöðum á Blönduósi, sem hefur í för með sér margs konar óhagræði. Deild yngstu nemendanna (Vallaból) er rekin í íbúð í félagsheimilinu og var það fyrirkomulag alltaf hugsað sem bráðabirgðaúrræði. Nú lítur út fyrir að leikskólastarf muni ílengjast í húsnæðinu og telur nefndin því nausynlegt að gera verulegar úrbætur á húsnæðinu til að það standist þær kröfur sem gerðar eru til leikskólastofnana, bæði hvað varðar aðstöðu nemenda og starfsfólks innanhúss og á leiksvæði á lóð deildarinnar.
    Þá er deild elstu nemendanna (Stóri-Fjallabær) rekin í rými í Húnaskóla sem áður hýsti skóladagheimilið, með tilheyrandi áskorunum í utanumhaldi með starfsemi skóladagheimilisins.
    Nefndin leggur jafnframt áherslu á að allar nauðsynlegar endurbætur verði unnar í góðu samráði við leikskólastjórnendur og deildarstjóra áðurnefndra deilda.
    Að endingu leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að húsnæðismál leikskóla, grunnskóla og skóladagheimilis verði skoðuð heildstætt sem fyrst og velt upp nýjum möguleikum er varða staðsetningu mismunandi starfsemi. Þessu tengdu yrði mótuð framtíðarsýn til að lágmarki næstu tveggja ára þar sem þarfir bæði nemenda og starfsfólks verða hafðar að leiðarljósi.

    6.2.
    Sigríður B. Aadngard vakti athygli á því að útskýra þurfi nánar niðurfellingu leikskólagjalda í tengslum við lengt sumarorlof nemenda á leikskóla í gjaldskrá Húnabyggðar.

    6.3
    Dagný Rósa Úlfarsdóttir greindi frá undirbúningi reglna um flýtingu og seinkun í námi leik- og grunnskólanemenda.
    Bókun fundar Ákvörðun sveitarstjórnar um að bíða með uppbyggingu nýs leikskóla er ekki léttvæg og tekin í ljósi þess að sveitarfélagið í núverandi stöðu hefur ekki fjárhagslega burði til að fjármagna það verkefni sjálft sem er hefði krafist lántöku upp á 536 milljónir. Þegar ákveðið var formlega að setja verkefnið á fjárhagsáætlun fyrir rúmu ári síðan var verið að skoða fjármögnunarleiðir sem seinna kom í ljós að voru ekki færar og breyttu því þeim forsendum sem fjármögnun verkefnisins byggði á. Sveitarfélagið hefur á síðustu tveimur árum verið að þróa sig áfram úr mjög þröngri fjárhagslegri stöðu sem nú er orðin mun betri og því eru verkefni sem þessi að verða raunhæfur möguleiki, sem það var ekki fyrir fáeinum misserum. Það er samt ennþá þannig að verkefni af þessari stærðargráðu ef þau byggja eingöngu á lántöku af hálfu sveitarfélagsins er gríðarlega krefjandi og myndu setja sveitarfélagið í mjög erfiða stöðu þar sem allur fjárhagslegur sveigjanleiki væri farinn. Þessi ákvörðun þýðir ekki að hætt sé við þessi áform heldur að við sætum lagi og ráðumst í þær um leið og svigrúm myndast. Þá er vert að minnast þess að framlög sem sveitarfélagið átti von á frá Jöfnunarsjóði til byggingu nýs leikskóla var hafnað af Jöfnunarsjóði og hefur það sett strik í reikninginn.
    Þetta þýðir ekki að við séum að leggja árar í bát, við höldum áfram að laga til fjárhag sveitarfélagsins og að fjárfesta í nýjum innviðum og viðhalda þeim sem fyrir eru. Málefni unga fólksins hvort heldur sem það er í leikskóla, grunnskóla, íþróttamiðstöðinni, sundi, félagsmiðstöðinni eða hvað hafa verið og eru í fókus. Þetta er stærsti málaflokkur sveitarfélagsins fjárhagslega séð og verður það áfram. Við erum þrátt fyrir að eiga frábæra aðstöðu hvað þetta varðar í skuld og þurfum að laga þau mál bæði hvað varðar leikskólann og grunnskólann. Sveitarstjórn tekur undir að skoða þurfi heildstætt húsnæðismál leikskóla, grunnskóla og skóladagheimilis og felur sveitarstjóra að skipa vinnuhóp um það verkefni.
    Sveitarstjórn vill nota tækifærið og þakka þeim sem tóku þátt í undirbúningi þessa verkefnis og eins og kemur fram hér að ofan þá mun sveitarfélagið nýta þessa vinnu við fyrsta tækifæri sem gefst til að hefja byggingu nýs leikskóla.

10.Byggðarráð Húnabyggðar - 86

2412002F

Fundargerð 86. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.

11.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 30

2411008F

Fundargerð 30. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 30 Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu erindis varðandi útgáfu byggingarleyfis við Brimslóð 10C verði hafnað þar til deiliskipulag fyrir svæðið sem nú er í vinnslu og breytingar á aðalskipulagi sem einnig er í vinnslu liggi fyrir. Þar sem yfirlýstur vilji er til þess hjá sveitarfélaginu að hverfisvernd verði á gamla bænum og ásýnd byggðarinnar varðveitt eins og mögulegt er verður ekki hægt að taka mál varðandi stækkun einstakra húsa á svæðinu til afgreiðslu á meðan skipulagsvinnan er í gangi. Þá eru ákvæði í gildandi aðalskipulagi þessa svæðis sem vernda byggðina og hamla nýbyggingum og í deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag sem auglýst var 18. júlí - 18. ágúst 2024, en þar er skýrt tekið fram að unnið skuli að vernd, viðhaldi, endurheimt og styrkingu bæjarmyndar gamla bæjarkjarnans og Klifamýrar. Sveitarfélagið hefur um langt árabil, eða frá árinu 2017 unnið að verndun svæðisins og stefnt er að því að þær fyrirætlanir verði staðfestar í nýju deiliskipulagi. Bókun fundar ZAL vék af fundi undir þessum lið.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar með 7 atkvæðum, einn sat hjá (GRL).
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 30 Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að húsið rísi 24 metra frá miðlínu Vatnsdalsvegar enda samræmist staðsetning þess byggðarmynstri sem fyrir er á svæðinu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að afla undanþágu ráðherra frá fjarlægðarmörkum í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og samgöngunefndar.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 30 Skipulags- og samgöngunefnd hefur farið yfir innkomnar athugasemdir sem bárust á kynningartíma lýsingarinnar. Athugasemdirnar verða hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu tillögunnar. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa sameiginlega fundarrás fyrir nefndina og ráðgjafa.

12.Byggðarráð Húnabyggðar - 87

2412003F

Fundargerð 87. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 46. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1-3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 87 Byggðarráð samþykkir samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir nýja samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 87 Byggðarráð samþykkir samþykkt um fráveitu Húnabyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir nýja samþykkt um fráveitu Húnabyggðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 87 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 87 Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson ráðgjafi mættu á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.

    Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2025. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2025 þá samþykkir byggðarráð samhljóða framlagða fjárhagsáætlun ásamt þriggja ára áætlun 2026-2028 og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.

Fundi slitið - kl. 17:14.

Getum við bætt efni þessarar síðu?