85. fundur 28. nóvember 2024 kl. 15:00 - 17:05 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Skipurit Húnabyggðar

2410019

Skipurit Húnabyggðar
Fyrir fundinum lá tillaga að nýju skipuriti Húnabyggðar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að kynna það fyrir helstu stjórnendum Húnabyggðar og vinna áfram að lokafrágangi skipuritsins.

2.Húnabyggð - Samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar

2411038

Samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar
Umræður um nýjar samþykktir vatnsveitu Húnabyggðar voru kynntar og byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra samþykktirnar miðað við umræðu fundarins og leggja þær fyrir aftur á næsta fundi byggðarráðs.

3.Húnabyggð - Samþykkt um fráveitu Húnabyggðar

2411037

Samþykkt um fráveitu Húnabyggðar
Umræður um nýjar samþykktir fráveitu Húnabyggðar voru kynntar og byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra samþykktirnar miðað við umræðu fundarins og leggja þær fyrir aftur á næsta fundi byggðarráðs.

4.Hveravellir - auglýsing

2411041

Hveravellir - auglýsing
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna heildstæða auglýsingu um uppbyggingu á Hveravallasvæðinu og í framhaldi af því leggja málið aftur fyrir byggðarráð.

5.Þjóðlendumál: eyjar og sker

2411040

Þjóðlendumál: eyjar og sker
Byggðarráð hefur engar athugasemdir við málið er varðar beina hagsmuni sveitarfélagsins sem landeiganda en beinir því til sveitarstjóra að málið verði auglýst á miðlum sveitarfélagsins þannig að landeigendur í sveitarfélaginu séu upplýstir um málið. Byggðarráð minnir á að landeigendur geta fengið aðstoð sveitarfélagsins við að hnitsetja jarðir sínar.

6.Húnavellir

2411042

Húnavallaskóli
Fyrir fundinum lá tilboð í leigu á eignum sveitarfélagsins á Húnavöllum. Byggðarráð samþykkir ekki tilboðið eins og það er sett upp og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.

7.Endurskoðuð slökkvivatnsþörf

2411039

Minnisblaðð frá Stoð ehf um slökkvivatnsþörf.
Lagt fram til kynningar

8.Fundagerðir 956. og 957. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2411036

Fundargerðir 956. og 957. fundar stjórnar SÍS
Lagt fram til kynningar

9.Fjárhagsáætlunargerð 2025

2409005

Fjárhagsáætlunargerð
Fjárfestingaráætlun ársins 2025 rædd og gerðar á henni breytingar sem hafa áhrif á heildar fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2025. Sveitarstjóra falið að láta uppfæra fjárhagsáætlunina í samræmi við umræður fundarins.

Fundi slitið - kl. 17:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?