Dagskrá
1.Húnabyggð - Samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar
2411038
Samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar
Byggðarráð samþykkir samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn
2.Húnabyggð - Samþykkt um fráveitu Húnabyggðar
2411037
Samþykktir um fráveitu Húnabyggðar
Byggðarráð samþykkir samþykkt um fráveitu Húnabyggðar og vísar til fullnaðarafgreiðslu í sveitarstjórn
3.Beiðni um umsögn Brandsstaðir ehf.
2411025
Breyting á umsókn um rekstrarleyfi Brandstaðir mál 2024 069618
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.
4.Fjárhagsáætlunargerð 2025
2410009
Fjárhagsáætlun 2025
Jón Ari Stefánsson frá KPMG og Sigurður Erlingsson ráðgjafi mættu á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2025. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2025 þá samþykkir byggðarráð samhljóða framlagða fjárhagsáætlun ásamt þriggja ára áætlun 2026-2028 og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2025. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2025 þá samþykkir byggðarráð samhljóða framlagða fjárhagsáætlun ásamt þriggja ára áætlun 2026-2028 og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
Fundi slitið - kl. 16:40.