86. fundur 03. desember 2024 kl. 15:00 - 17:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Brunavarnir

2211017

Erindi frá Brunavörnum A-Hún vegna fjárhagsáætlunar 2025
Byggðarráð samþykkir að festa kaup á körfubifreið fyrir slökkvilið Húnabyggðar sem er notuð bifreið frá Ísafirði. Sveitarstjóra falið að afla frekari upplýsinga vegna annarra hugmynda um kaup á búnaði.

2.Reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra í Húnabyggð

2406028

Reglur og gjaldskrá vegna aksturs eldri borgara
Fyrir fundinum lágu reglur og gjaldskrá vegna aksturs eldri borgara sem fengið hefur meðferð í Öldungarráði. Byggðarráð samþykkir reglurnar með áorðnum breytingum sem ræddar voru á fundinum.

3.Húnabyggð - Samþykkt um vatnsveitu Húnabyggðar

2411038

Samþykktir um vatnsveitu Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar og samþykkt með áorðnum breytingum.

4.Húnabyggð - Samþykkt um fráveitu Húnabyggðar

2411037

Samþykktir um fráveitu Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar og samþykkt með áorðnum breytingum.

5.Fundargerðir slitastjórnar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál

2310017

Fundargerð slitastjórnar BMA
Lagt fram til kynningar

6.Fundargerð 958. fundar stórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2412001

Fundargerð 958. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

7.Fjárhagsáætlunargerð 2025

2410009

Fjárhagsáætlun 2025
Fjárfestingaráætlun Húnabyggðar tekin fyrir og uppfærð og gjaldskrár yfirfarnar

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?