Dagskrá
Dagnú Rósa Úlfarsdóttir fræðslustjóri sat fundinn
1.Húnaskóli - Daglegt starf
2302026
Munnleg skýrsla skólastjóra
Þórhalla Guðbjartsdóttir, skólastjóri fór yfir stöðu skólastarfs í Húnaskóla.
Vináttudagurinn var haldinn 6. Nóvember sem er baráttudagur gegn einelti, en þá hittast vinabekkir innan skólans.
Kynning frá Skáld í skólum fór fram í nóvember og nemendur í skólanum tóku þátt í listasýningunni “Myrkrið nálgast“ í Hillebrandshúsi í nóvember.
Lestrarömmuverkefnið gengur vel og lestrarömmur mæta 1-2x í viku í skólann. Þá voru umræður á Öldungaráðsfundi um að auka samskipti Félags eldri borgara og skólans. Skólastjóri tekur að sér að setja sig í samband við formann félagsins.
Mikill metnaður lagður í skólabókasafn þar sem haldnir eru þemadagar t.d. í kring um hrekkjavöku þar sem bókasafnið er sett í búning í tengslum við þemað sem í gangi hverju sinni.
Innleiðing á byrjendalæsi langt komin, en verkefnið er upphaflega hugsað fyrir nemendur 1.-4. bekkjar en búið er að útvíkka það upp í 6. bekk.
Framundan er skreytingadagur og undirbúningur Litlu-jóla hjá 1.-6. bekk, en annars er lögð áhersla á að halda rútínu í skólastarfi í desember.
Vináttudagurinn var haldinn 6. Nóvember sem er baráttudagur gegn einelti, en þá hittast vinabekkir innan skólans.
Kynning frá Skáld í skólum fór fram í nóvember og nemendur í skólanum tóku þátt í listasýningunni “Myrkrið nálgast“ í Hillebrandshúsi í nóvember.
Lestrarömmuverkefnið gengur vel og lestrarömmur mæta 1-2x í viku í skólann. Þá voru umræður á Öldungaráðsfundi um að auka samskipti Félags eldri borgara og skólans. Skólastjóri tekur að sér að setja sig í samband við formann félagsins.
Mikill metnaður lagður í skólabókasafn þar sem haldnir eru þemadagar t.d. í kring um hrekkjavöku þar sem bókasafnið er sett í búning í tengslum við þemað sem í gangi hverju sinni.
Innleiðing á byrjendalæsi langt komin, en verkefnið er upphaflega hugsað fyrir nemendur 1.-4. bekkjar en búið er að útvíkka það upp í 6. bekk.
Framundan er skreytingadagur og undirbúningur Litlu-jóla hjá 1.-6. bekk, en annars er lögð áhersla á að halda rútínu í skólastarfi í desember.
2.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Daglegt starf - Munnleg skýrsla leikskólastjóra
Sigríður B. Aadnegard fór yfir stöðu mála á leikskólanum.
Búið er að ráða í auglýstar stöður á leikskólanum um er að ræða afleysingu vegna veikinda og og 50% stöðu á Vallabóli. Alls bárust 6 umsóknir og af þeim voru 4 frá karlmönnum. Nú starfa 6 karlmenn við skólann.
Elstu nemendur leikskólans hafa verið beðin um að syngja þegar kveikt verður á jólatrénu við Hillebrantshúsið.
Mikið og öflugt starf er unnið í leikskólanum þar sem stöðugt er leitað leiða við að gera gott starf betra og að grunnþættir menntunnar setji mark sitt á alla starfshætti skólans.
Sigríður bendir á að starfsfólk skólans geti verið stolt af því starfi sem fram fer í leikskólanum, vinnuaðstæður mættu hins vegar vera betri. Það getur verið hamlandi og flókið að skólastarfið fari fram á þremur stöðum og erfitt að skapa viðunandi vinnuaðstæður á öllum starfsstöðum en með þolinmæði og umburðarlyndi hefur okkur tekist það sæmilega.
Fulltrúi starfsmanna leikskóla bætti við að starfsandi væri góður í hópnum.
Búið er að ráða í auglýstar stöður á leikskólanum um er að ræða afleysingu vegna veikinda og og 50% stöðu á Vallabóli. Alls bárust 6 umsóknir og af þeim voru 4 frá karlmönnum. Nú starfa 6 karlmenn við skólann.
Elstu nemendur leikskólans hafa verið beðin um að syngja þegar kveikt verður á jólatrénu við Hillebrantshúsið.
Mikið og öflugt starf er unnið í leikskólanum þar sem stöðugt er leitað leiða við að gera gott starf betra og að grunnþættir menntunnar setji mark sitt á alla starfshætti skólans.
Sigríður bendir á að starfsfólk skólans geti verið stolt af því starfi sem fram fer í leikskólanum, vinnuaðstæður mættu hins vegar vera betri. Það getur verið hamlandi og flókið að skólastarfið fari fram á þremur stöðum og erfitt að skapa viðunandi vinnuaðstæður á öllum starfsstöðum en með þolinmæði og umburðarlyndi hefur okkur tekist það sæmilega.
Fulltrúi starfsmanna leikskóla bætti við að starfsandi væri góður í hópnum.
3.Reglur og fyrirkomulag skólaaksturs
2408017
Reglur um skólaakstur
Ásdís Ýr Arnardóttir óskar eftir að hætta í starfshópi um endurskoðun skólaakstursreglna og í hennar stað kemur Ragnheiður L. Jónsdóttir.
Nokkrar umræður um mögulegar breytingar á reglum um skólaakstur. Skólastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við starfshópinn og óska eftir aðkomu bílstjóra að endurskoðuninni á síðari stigum
Nokkrar umræður um mögulegar breytingar á reglum um skólaakstur. Skólastjóra falið að vinna málið áfram í samstarfi við starfshópinn og óska eftir aðkomu bílstjóra að endurskoðuninni á síðari stigum
4.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Nýtt þróunarverkefni í bígerð. Málörvun með áherslu á þarfir nemenda sem hafa íslensku sem annað tungumál
Sigríður B. Aadnegard kynnti hugmynd af nýju þróunarverkefni sem hefur það að markmiði að tileinka sér aðferðarfræði LAP (Linguistically appropriate practice) og efla stuðning við börn sem eru með íslensku sem annað tungumál.
LAP aðferðarfræðin gengur út á að skapa málumhverfi sem eykur líkur á að byggja upp færni barna í íslensku sem og móðurmáli sínu. Lögð er áhersla á að vinna með fjölmenningarleg verkefni og að tileinka sér aðferðir sem eflir samskipti og samvinnu við foreldra um hvernig þeir geta stutt við nám barna sinna.
Fræðslunefnd fagnar framtakinu.
LAP aðferðarfræðin gengur út á að skapa málumhverfi sem eykur líkur á að byggja upp færni barna í íslensku sem og móðurmáli sínu. Lögð er áhersla á að vinna með fjölmenningarleg verkefni og að tileinka sér aðferðir sem eflir samskipti og samvinnu við foreldra um hvernig þeir geta stutt við nám barna sinna.
Fræðslunefnd fagnar framtakinu.
5.Talmeinaþjónusta í Húnabyggð
2411044
Fræðslustjóri kynnir stöðu mála
Dagný Rósa Úlfarsdóttir, fræðslustjóri, fór yfir stöðu talmeinaþjónustu í Húnabyggð.
Talmeinaþjónusta á svæðinu er veitt rafrænt, í gegn um Tröppu.
Stuttur biðtími er eftir greiningum og fjöldi þjálfunartíma ræðst af niðurstöðum greiningar.
Skólastjórar munu dreifa minnisblaði um talmeinaþjónustu til foreldra til upplýsingar.
Talmeinaþjónusta á svæðinu er veitt rafrænt, í gegn um Tröppu.
Stuttur biðtími er eftir greiningum og fjöldi þjálfunartíma ræðst af niðurstöðum greiningar.
Skólastjórar munu dreifa minnisblaði um talmeinaþjónustu til foreldra til upplýsingar.
6.Önnur mál
2206034
Önnur mál
6.1.
Fyrirspurn frá Atla Einarssyni: Hver er staða ákvarðanatöku um byggingu nýs leikskólahúsnæðis?
Pétur sveitarstjóri greindi frá því að í þeirri fjárhagsáætlun sem tekin var til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi 26. október, sé ekki gert ráð fyrir því að byggt verði nýtt leikskólahúsnæði á árinu 2025. Það er mat byggðaráðs að ekki sé svigrúm hjá sveitarfélaginu til að ráðast í svo stóra fjárfestingu að svo stöddu. Þetta er með þeim fyrirvara að síðari umræða um fjárhagsáætlun hjá sveitarstjórn hefur enn ekki átt sér stað.
Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
Fræðslunefnd lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í byggingu nýs leikskólahúsnæðis. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning, þarfagreiningu og útboð og jafnframt hefur ýmsum viðhaldsverkefnum verið frestað þar sem vonir stóðu til að þau yrði unnin samhliða nýframkvæmdum. Í ljósi breyttrar stöðu vill nefndin hvetja sveitarstjórn og byggðaráð til að setja málefni leikskóla í forgang í fjárhagsáætlun 2025, bæði hvað varðar viðhaldsáætlun (rekstur), sem og fjárfestingar í endurbótum sem tengjast húsnæði og lóð leikskóla.
Nefndin vill jafnframt benda á það að í dag fer leikskólastarf fram á þremur stöðum á Blönduósi, sem hefur í för með sér margs konar óhagræði. Deild yngstu nemendanna (Vallaból) er rekin í íbúð í félagsheimilinu og var það fyrirkomulag alltaf hugsað sem bráðabirgðaúrræði. Nú lítur út fyrir að leikskólastarf muni ílengjast í húsnæðinu og telur nefndin því nausynlegt að gera verulegar úrbætur á húsnæðinu til að það standist þær kröfur sem gerðar eru til leikskólastofnana, bæði hvað varðar aðstöðu nemenda og starfsfólks innanhúss og á leiksvæði á lóð deildarinnar.
Þá er deild elstu nemendanna (Stóri-Fjallabær) rekin í rými í Húnaskóla sem áður hýsti skóladagheimilið, með tilheyrandi áskorunum í utanumhaldi með starfsemi skóladagheimilisins.
Nefndin leggur jafnframt áherslu á að allar nauðsynlegar endurbætur verði unnar í góðu samráði við leikskólastjórnendur og deildarstjóra áðurnefndra deilda.
Að endingu leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að húsnæðismál leikskóla, grunnskóla og skóladagheimilis verði skoðuð heildstætt sem fyrst og velt upp nýjum möguleikum er varða staðsetningu mismunandi starfsemi. Þessu tengdu yrði mótuð framtíðarsýn til að lágmarki næstu tveggja ára þar sem þarfir bæði nemenda og starfsfólks verða hafðar að leiðarljósi.
6.2.
Sigríður B. Aadngard vakti athygli á því að útskýra þurfi nánar niðurfellingu leikskólagjalda í tengslum við lengt sumarorlof nemenda á leikskóla í gjaldskrá Húnabyggðar.
6.3
Dagný Rósa Úlfarsdóttir greindi frá undirbúningi reglna um flýtingu og seinkun í námi leik- og grunnskólanemenda.
Fyrirspurn frá Atla Einarssyni: Hver er staða ákvarðanatöku um byggingu nýs leikskólahúsnæðis?
Pétur sveitarstjóri greindi frá því að í þeirri fjárhagsáætlun sem tekin var til fyrri umræðu á sveitarstjórnarfundi 26. október, sé ekki gert ráð fyrir því að byggt verði nýtt leikskólahúsnæði á árinu 2025. Það er mat byggðaráðs að ekki sé svigrúm hjá sveitarfélaginu til að ráðast í svo stóra fjárfestingu að svo stöddu. Þetta er með þeim fyrirvara að síðari umræða um fjárhagsáætlun hjá sveitarstjórn hefur enn ekki átt sér stað.
Fræðslunefnd leggur fram eftirfarandi bókun:
Fræðslunefnd lýsir yfir vonbrigðum sínum með að ekki verði ráðist í byggingu nýs leikskólahúsnæðis. Mikil vinna hefur verið lögð í undirbúning, þarfagreiningu og útboð og jafnframt hefur ýmsum viðhaldsverkefnum verið frestað þar sem vonir stóðu til að þau yrði unnin samhliða nýframkvæmdum. Í ljósi breyttrar stöðu vill nefndin hvetja sveitarstjórn og byggðaráð til að setja málefni leikskóla í forgang í fjárhagsáætlun 2025, bæði hvað varðar viðhaldsáætlun (rekstur), sem og fjárfestingar í endurbótum sem tengjast húsnæði og lóð leikskóla.
Nefndin vill jafnframt benda á það að í dag fer leikskólastarf fram á þremur stöðum á Blönduósi, sem hefur í för með sér margs konar óhagræði. Deild yngstu nemendanna (Vallaból) er rekin í íbúð í félagsheimilinu og var það fyrirkomulag alltaf hugsað sem bráðabirgðaúrræði. Nú lítur út fyrir að leikskólastarf muni ílengjast í húsnæðinu og telur nefndin því nausynlegt að gera verulegar úrbætur á húsnæðinu til að það standist þær kröfur sem gerðar eru til leikskólastofnana, bæði hvað varðar aðstöðu nemenda og starfsfólks innanhúss og á leiksvæði á lóð deildarinnar.
Þá er deild elstu nemendanna (Stóri-Fjallabær) rekin í rými í Húnaskóla sem áður hýsti skóladagheimilið, með tilheyrandi áskorunum í utanumhaldi með starfsemi skóladagheimilisins.
Nefndin leggur jafnframt áherslu á að allar nauðsynlegar endurbætur verði unnar í góðu samráði við leikskólastjórnendur og deildarstjóra áðurnefndra deilda.
Að endingu leggur fræðslunefnd til við sveitarstjórn að húsnæðismál leikskóla, grunnskóla og skóladagheimilis verði skoðuð heildstætt sem fyrst og velt upp nýjum möguleikum er varða staðsetningu mismunandi starfsemi. Þessu tengdu yrði mótuð framtíðarsýn til að lágmarki næstu tveggja ára þar sem þarfir bæði nemenda og starfsfólks verða hafðar að leiðarljósi.
6.2.
Sigríður B. Aadngard vakti athygli á því að útskýra þurfi nánar niðurfellingu leikskólagjalda í tengslum við lengt sumarorlof nemenda á leikskóla í gjaldskrá Húnabyggðar.
6.3
Dagný Rósa Úlfarsdóttir greindi frá undirbúningi reglna um flýtingu og seinkun í námi leik- og grunnskólanemenda.
Fundi slitið - kl. 17:30.