Dagskrá
Sverrir Þór Sverrisson boðaði forföll og í hans stað mætti Maríanna Þorgrímsdóttir.
ZAL vék af fundi undir þessum lið kl 15:00.
1.Umsókn um byggingarleyfi við Brimslóð 10C
2405002
Tekið fyrir erindi dags. 28. nóvember 2024 þar sem óskað er eftir að umsókn Brimslóðar ehf. um byggingarleyfi við Brimslóð 10C verði tekin fyrir að nýju eftir úrskurð Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 8. október 2024.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að afgreiðslu erindis varðandi útgáfu byggingarleyfis við Brimslóð 10C verði hafnað þar til deiliskipulag fyrir svæðið sem nú er í vinnslu og breytingar á aðalskipulagi sem einnig er í vinnslu liggi fyrir. Þar sem yfirlýstur vilji er til þess hjá sveitarfélaginu að hverfisvernd verði á gamla bænum og ásýnd byggðarinnar varðveitt eins og mögulegt er verður ekki hægt að taka mál varðandi stækkun einstakra húsa á svæðinu til afgreiðslu á meðan skipulagsvinnan er í gangi. Þá eru ákvæði í gildandi aðalskipulagi þessa svæðis sem vernda byggðina og hamla nýbyggingum og í deiliskipulagslýsingu fyrir nýtt deiliskipulag sem auglýst var 18. júlí - 18. ágúst 2024, en þar er skýrt tekið fram að unnið skuli að vernd, viðhaldi, endurheimt og styrkingu bæjarmyndar gamla bæjarkjarnans og Klifamýrar. Sveitarfélagið hefur um langt árabil, eða frá árinu 2017 unnið að verndun svæðisins og stefnt er að því að þær fyrirætlanir verði staðfestar í nýju deiliskipulagi.
ZAL kom aftur til fundar kl 15:18
2.Gróustaðir ósk um undanþágu vegna fjarlægðar milli byggingar og vegar.
2311135
Með innsendu erindi dags. 23. nóvember 2024 óskar Páll Gíslason fyrir hönd PG ehf. eftir undanþágu frá gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 um fjarlægð milli bygginga og vega fyrir fyrirhugað frístudarhús að Gróustöðum í Vatnsdal.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila að húsið rísi 24 metra frá miðlínu Vatnsdalsvegar enda samræmist staðsetning þess byggðarmynstri sem fyrir er á svæðinu og felur skipulags- og byggingafulltrúa að afla undanþágu ráðherra frá fjarlægðarmörkum í gr. 5.3.2.5 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013.
3.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga
2408023
Tekin fyrir að nýju skipulagslýsing fyrir Aðalskipulag Húnabyggðar 2025- 2037. Lýsingin er fyrsta skrefið í vinnu við gerð nýs skipulags sem sameinar þrjár eldri áætlanir, aðalskipulag fyrrum Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar. Lýsingin var auglýst með athugasemdafresti frá og með 28. október til 28. nóvember s.l.
Undir þessum lið sitja þeir Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson skipulagsráðgjafar frá Landslag.
Undir þessum lið sitja þeir Atli Steinn Sveinbjörnsson og Ómar Ívarsson skipulagsráðgjafar frá Landslag.
Skipulags- og samgöngunefnd hefur farið yfir innkomnar athugasemdir sem bárust á kynningartíma lýsingarinnar. Athugasemdirnar verða hafðar til hliðsjónar við áframhaldandi vinnu tillögunnar. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að útbúa sameiginlega fundarrás fyrir nefndina og ráðgjafa.
Fundi slitið - kl. 16:50.