Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir að bæta einum lið. Fundargerð 16. fundar Atvinnu- og menningarnefndar og yrði liður 8. Samþykkt samhljóða.
1.Fundargerð 1. fundar heimstjórnar fyrrum Skagabyggðar
2410010
Fundargerð 1. fundar heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar
Fyrsti fundur heimastjórnar sem er fyrrum sveitarstjórn Skagabyggðar var haldinn 7. október 2024. Formaður var kosinn Erla Jónsdóttir og voru fimm mál tekin fyrir á fyrsta fundinum. Á fundinum var m.a. lagt til við sveitarstjórn Húnabyggðar að fjallskiladeildum Vindhælinga og Skagamanna verði bætt við sameiginlega fjallskilanefnd Húnabyggðar og að fjallskilastjóri fyrrum Skagabyggðar verði skipaður í þá nefnd. Sveitarstjórn tekur undir bókun heimastjórnarinnar er varðar nauðsyn þess að afleggjari niður að Kálfshamarsvík verði settur á vegaskrá Vegagerðinnar. Skipulagsfulltrúa falið að fylgja því eftir. Fundargerðir heimastjórnar munu verða birtar á vef Húnabyggðar.
2.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 15
2409003F
Fundargerð 15. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 15 Viðburðir sumarsins gengu vel bæði nýjir og gamlir og haldið verður áfram að þróa þessa viðburði af einkaaðilum og sveitarfélaginu.
Skoða að hafa sláturgerð í grunnskólanum í byrjun október og gera viðburð úr því með aðkomu heimamanna og fyrirtækja á svæðinu. Haldin verði keppni í sláturgerð o.fl.
Einnnig verður skoðað að halda dag eða daga í nóvember þar sem unnið er með hlátur sem þema. Ýmislegt er hægt að gera eins og fyrirlestrar, hláturjóga, uppistand o.fl.
Á aðventunni er hugmyndin að byggja ofan á það sem áður hefur verið gert og heppnast vel. Einkaaðilar eru búnir að skipuleggja tónleika á aðventunni og hugmyndin er að sveitarfélagið skoði að bæta við ef það er mögulegt.
Umræða skapaðist um að gera meira úr stóðréttum t.d. í Skrapatungu og öðrum slíkum viðburðum.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 15 Ákveðið að eftirfarandi verkefni verði í forgangi í Húnabyggð fyrir styrkumsóknir 2024:
Kálfshamarsvík, þar sem lögð verði áhersla á að hanna stórt verkefni sem nær utan um allt svæðið og þá upplifu.n sem þar er hægt að njóta.
Þrístapar, þar sem lögð verði áhersla á að klára það verkefni sem snýst um að klára lýsingu á svæðinu og að setja upp upplifun sem tengist aftökum
Gamli bærinn
Göngubrú
Aðrar hugmyndir sem skoða má eru t.d.:
Laxárdalur
Þingeyrar (uppgröftur)
Skoða minni verkefni eins og t.d. gamla vatnstankinn á Blönduósi og fleiri slíka staði.
Uppfæra þarf áfangastaði Húnabyggðar sem eiga að vera:
Vatnsdalssvæðið (Þrístapar, Þingeyrar, Vatnsdalshólar og Vatnsdalur)
Blönduós (gamli bærinn og Klifamýri)
Kálfshamarsvík
Húnaver (og svæðið þar í kring)
Hveravellir
Huga þarf vel að því að sækja um ekki of mörg verkefni og vanda vel til við umsókninar. Skoðað verði að ráða verktaka í þessa vinnu.
Óskað var eftir hugmyndum frá íbúum með skilafresti 9. ágúst en ekki bárust neinar hugmyndir.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 15 Farið yfir þau verkefni sem eru í gangi þ.e. skilti fyrir gamla bæinn og skilti niður í gamla bæ. Lögð verður áhersla á að klára útfærslu þessara verkefna, koma þessum verkefnum áfram núna á haustdögum þannig að uppsetning þeirra geti hafist á þessu ári. Bókun fundar Sveitarstjórn leggur áherslu á að byggðarmerki Húnabyggðar séu skilmerkilega staðsett við ytri mörk sveitarfélagsins sem nú hafa breyst við sameiningu við Skagabyggð
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 15 Ákveðið að halda formlega opnun Þrístapa 12. janúar 2025.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 15 Rædd var staða safna á svæðinu og notkun húsnæðis Kvennaskólans og framtíð þessara hluta. Þessari umræðu tengjast hugmyndir um menningarhús og samfélagsleg fjölnotahús sem þekkjast víða.
Leggja þarf áherslu á menningararf svæðisins, söguferðamennsku og setja staði eins og Kálfshamarsvík, Þingeyrar, Laxárdal, Klifamýri og gamla bæinn, Vatnsdælu, Vatnsdalshóla, Hveravelli, Flóabardaga o.s.frv. Í þessu samhengi er einnig verið að tala um sögur fólksins sem eru mýmargar og fjölbreyttar.
Þessari umræðu tengist einnig þörf fyrir húsnæði undir reflinn en gerð hans er á lokametrunum og áætlað er að því verkefni ljúki í október eða nóvember.
-
Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 15 Í fyrrum Skagabyggð hefur verið unnið að því að safna sögum fólks og stefnt er að því að klára verkefnið í haust. Stefnt er því að sækja um styrki til að halda þessu verkefni áfram.
3.Byggðarráð Húnabyggðar - 75
2409004F
Fundargerð 75. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,4,7,12,14,15 og 16 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð ákveður að allir íbúar sem búa í dreifbýli sveitarfélagsins þ.e. póstnúmerum 541 og 546, eiga rétt á styrk vegna aksturs í frístund og Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra núverandi reglur samkvæmt því. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs er varðar akstursstyrki vegna frístunda barna og unglinga í dreifbýli sveitarfélagsins
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð vísar reglum og gjaldskrá til Öldungaráðs og óskar eftir mótuðum tillögum um breytingar á áður framlögðum reglum og gjaldskrá
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð vísar málinu til Atvinnu- og menningarnefnd til umsagnar og felur sveitarstjóra að afla gagna um fjárhagslegan rekstur verkefnisins á þessu ári.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð samþykkir að leið 1 samkvæmt valkostagreiningu Rarik verði valin fyrir nýja lögn háspennustrengs í gegnum vatnsverndarsvæði Húnabyggðar við Breiðavað.
Nýtt verður sama raskaða lagnaleið og vatnsveitan liggur á í dag. Í sama skurð eru lagðir allir strengirnir. RARIK notar eins mikið af rörum við þessar lagnir og kostur er til að lámarka þörfina á raski ef þarf að stækka streng eða strengurinn bilar innan svæðisins. Í þessum kosti komum við jarðspennistöð utan vatnsverndarsvæðis og getum fjarlægt aðra eldri sem er nú
innan svæðisins. Gætt verður að því að ekki sé hætta á neinum leka frá nýrri spennistöð og til að fulltryggja öryggið mun RARIK nota umhverfisvæna matarolíu á spenna sem er ekki hættuleg umhverfinu. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs en leggur áherslu á það við Rarik að fyrirtækið kappkosti að finna lausnir þar sem ekki er farið í gegnum viðkvæm svæði sveitarfélagsins. Þá áréttar sveitarstjórn að ábyrgð Rarik er mikil ef eitthvað kemur fyrir og/eða ef framkvæmdin hefur áhrif í vatnstökusvæði þéttbýlisins, þar sem framkvæmdin er innan vatnsverndarsvæðis Húnabyggðar -
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð felur sveitarstjóra að lagfæra núverandi lista og setja Dalsmynni og Skagabúð sem möguleika fyrir óstaðbundin störf
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða málið og leiðbeina sveitarstjórn um afgreiðslu þess
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð hafnar erindinu enda liggi ekki fyrir samþykki landeigenda. Byggðarráð bendir Vegagerðinni að leita annarra leiða þar sem Vatnsdalshólar eru á Náttúruminjaskrá Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð vísar ákvörðunum um framkvæmdir vegna athugasemda í skýrslunni til yfirstandandi fjárhagsáætlunuargerðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð samþykkir kauptilboð í eign sveitarfélagsins á Húnabraut 42, íbúð 010102 fastanúmer 213-7020.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð samþykkir að afskrifa hlutabréf sveitarfélagsins í Matgæði ehf. sem þegar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipa vinnuhóp sem fjallar um framtíðaraðstöðu Tónlistarskólans og koma með hugmyndir fyrir sveitarstjórn.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð mótmælir þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar sem hefur tekið Svínvetningabraut af framkvæmdaáætlun. Þetta er þvert á gefin loforð Jöfnunarsjóðs og Innviðaráðuneytisins sem fylgdu sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir mótmæli byggðarráðs og fer fram á það við yfirvöld að þessari ákvörðun verði breytt. Sveitarstjórn felur oddvita og sveitarstjóra að funda með þeim sem að málinu koma og fara fram á leiðréttingu.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að íþróttahús og félagsmiðstöð verði nýttar í undankeppni söngkeppni Samfés sem fyrirhugað er að halda í mars 2025.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð samþykkir að leggja bundið slitlag á 500m vegkafla á Skúlahorni en framkvæmdirnar tengjast þeim framkvæmdum sem hafa verið við Ennisbraut. Fyrirliggur samningur við eigendur fasteigna á svæðinu um helmingaskipti á viðbótarkostnaði vegna lagningar slitlagsins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn þann 9. október nk. kl. 13:00-14:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Á aðalfundi, sem samkvæmt samþykktum samtakanna skal halda annað hvert ár, er kosið í stjórn samtakanna. Byggðarráð Húnabyggðar tilnefnir oddvita sveitarstjórnar Húnabyggðar, Guðmund Hauk Jakobsson, sem fulltrúa Húnabyggðar til framboðs í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir kjör Guðmundar Hauks jakobssonar sem fulltrúa Húnabyggðar til framboðs í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Erindinu vísað til Atvinnu- og menningarnefndar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 75 Lagt fram til kynningar
4.Byggðarráð Húnabyggðar - 76
2409005F
Fundargerð 76. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,7 og 20. þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að opnað verði á að ungmenni í Húnabyggð í skóla á Sauðárkróki fái möguleika á því að nýta sér akstur sem nú þegar er farinn á vegum sveitarfélagsins. Þá leggur byggðarráð til að þessi akstur verði boðinn út hið fyrsta og að nýir samningar um aksturinn taki gildi 01.01.2025. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu byggðarráðs og felur sveitarstjóra að koma verkefninu áfram.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Húnabyggð hefur í áætlunum sínum breytingar á móttöku lífræns úrgangs í samræmi við lagabreytingar sem tóku gildi í byrjun árs. Áætlað er að taka á móti lífrænum úrgangi frá íbúum á grenndarstöð í þéttbýlinu og í þjónustumiðstöð Húnabyggðar til að byrja með á meðan tilraunir við nýtt fyrirkomulag er í gangi. Allur lífrænn úrgangur sem tekið er á móti mun verða jarðgerður í jarðgerðarvél sem framleiðir jarðvegsbæti. Með þessu móti er komið til móts við kröfur um meðhöndlun lífræns úrgangs og bundar eru vonir við að ef verkefnið takist vel að það verði til þess að minnka til muna úrgang í flokknum almennt sorp sem aftur mun þýða kostnaðarminnkun í úrgangsmálum Húnabyggðar. Gangi áætlanir eftir er hér mikilvægt tækifæri til að minnka sorphirðugjöld íbúa sveitarfélagsins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningum vegna kaupa á jarðgerðarvél og undirbúa móttöku lífræns úrgangs í Húnabyggð sem áætlað er að hefjist í byrjun næsta árs. Byggðarráð leggur áherslu á að fyrirætlanir um móttöku lífræns úrgangs verði vel kynntar fyrir íbúum áður en verkefnið hefst. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Byggðarráð felur sveitarstjóra að sjá til þess að gengið verði frá kaupum á hlífðarmottum yfir nýtt parketgólf íþróttahússins og vagna fyrir motturnar samkvæmt lægstu tilboðum sem bárust.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga miðað við verðkönnun sem gerð var og prófa nýtt fyrirkomulag fram að áramótum.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða nánar hentuga staðsetningu fyrir hleðslustöðvar í nágrenni við Íþróttamiðstöðina.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Samþykkt kauptilboð í Húnabraut 42, íbúð 010102, gekk tilbaka og er því ákveðið að setja eignina aftur á sölu.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti. Bókun fundar Zophonías Ari Lárusson vék af fundi undir umræðum um þennan lið
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs -
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar afgreiðslu málsins til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Til stendur að halda vikulangt skákmót á Blönduósi en Skáksamband Íslands var stofnað á Blönduósi 1925.Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með Skáksambandi Íslands.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar Bókun fundar Elín Aradóttir vék af fundi undir umræðum um þennan lið
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Sýknudómur gegn Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. lagður fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 76 Sigurður Erlingsson og Jón Ari Stefánsson komu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir 8 mánaða uppjör og útgönguspá fyrir árið 2024 og uppkast af fjárhagsáætlun 2025. Bókun fundar Sigurður Erlingsson kom á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og fór yfir átta mánaða uppgjör Húnabyggðar. Niðurstaða þessa uppgjörs er jákvæð og gefur tilefni til að álykta að það náist að halda fjármálum sveitarfélagsins á áætlun.
5.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 28
2409006F
Fundargerð 28. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2. og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 28 Nefndin samþykkir merkjalýsinguna fyrir sitt leyti.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 28 Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir tillögu skipulags- og samgöngunefndar um að skipulagslýsing aðalskipulags Húnabyggðar verði kynnt fyrir fyrir íbúum sveitarfélagsins. Með þessu hefst sú vegferð að sameina aðalskipulag fyrrum Blönduósbæjar, Húnavatnshrepps og Skagabyggðar í eitt aðalskipulag.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 28 Skipulags- og samgöngunefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu skipulagslýsingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma þeim á framfæri við skipulagsráðgjafa í samræmi við umræður á fundinum og lögð verði fram samantekt á þeim breytingum sem mögulega verði gerðar.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 28 Skipulags-og samgöngunefnd Húnabyggðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að veita jákvæða umsögn.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 28 Skipulags-og samgöngunefnd samþykkir útboðsgögnin með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að verkið verði boðið út. Bókun fundar Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa snjómokstursútboð sem fyrst með áorðnum breytingum sveitarstjórnar.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 28 Lagt fram til kynningar.
6.Byggðarráð Húnabyggðar - 77
2410001F
Fundargerð 77. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Landsvirkjun hefur ákveðið að styrkja Húnabyggð um 5.000.000kr. vegna hönnunar á nýrri göngubrú yfir ósa Blöndu. Til hefur staðið að láta hanna göngubrú yfir ósinn en verkefnið hefur ekki farið af stað þar sem ekki hafa fengist til þess styrkir hingað til. Með þessum styrk verður mögulegt að hefja hönnun verkefnisins. Byggðarráð vill nota tækifærið og þakka Landsvirkjun fyrir styrkinn sem kemur sér mjög vel Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir með byggðarráði og þakkar Landsvirkjun fyrir veittan styrk.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Ljóst er að Húnabyggð er ekki að fá allar þær greiðslur frá úrvinnslusjóði sem mögulegar eru miðað við það magn úrgangs sem fellur til á svæðinu. Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar og koma með hugmyndir að því hvernig laga má þessa stöðu
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Niðurstaða HMS er eftirfarandi:
Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í gögnum málsins telur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ekki tilefni til íhlutunar af hálfu stofnunarinnar á grundvelli 18. gr. laga um mannvirki, enda sé ekkert sem bendi til þess að afgreiðsla byggingarfulltrúa hafi farið í bága við lög um mannvirki nr. 160/2010.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Samkvæmt aðalfundi Farskólans vorið 2024 var lagt til að rekstrarstyrkur yrðu óbreytt frá fyrri árum. Rekstrarstyrkur Húnabyggðar fyrir árið 2025 yrði því 242.000 kr.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2025.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Markmið samningsins er stuðningur við ljósleiðaravæðingu lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli (þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum) og Húnabyggð hefur nú staðfest þátttöku sína í þessu verkefni með undirskrift samningsins.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Byggðarráð vill nota tækifærið og þakka Húnvetningafélaginu í Reykjavík kærlega fyrir raunsarlega gjöf til Byggðarsafns Húnaþings og Stranda upp á 10.000.000kr. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir þakkir byggðarráðs til Húnvetningafélagsins í Reykjavík vegna raunsarlegrar gjafar til Byggðarsafns Húnaþings og Stranda upp á 10.000.000kr.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sveitarfélagsins en nokkrum stórum verkefnum er lokið eða rétt að ljúka. Framkvæmdum við Ennisbraut er lokið og þar hafa verið gerðar miklar vegabætur og þá var einnig ráðist í frekar stórt malbikunarverkefni á Blönduósi. Nýtt gólf er komið á íþróttahúsið sem verður bylting fyrir iðkendur sem eru að mestu leyti börn og unglingar. Ákveðið var að setja parketgólf ofan á græna dúkinn sem var. Undir parketinu er fjöðrunarbúnaður þannig að rétt mýkt fáist í gólfið. Lokafrágangur stendur nú yfir og ráðgert er að íþróttahúsið opni á næstu dögum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Skjólinu sem er félagsmiðstöð unga fólksins. Það er búið að taka aðstöðu Skjólins á annarri hæð í félagsheimilinu algjörlega í gegn og setja þar lyftu. Í Skjólinu eru framkvæmdir einnig á lokametrunum og ráðgert er að unga fólkið geti byrjað að nota aðstöðuna á næstu dögum. Í skoðun eru hvaða verkefni verða kláruð á árinu en átta mánaða uppgjör sveitarfélagsins sem er í vinnslu mun ráða því hversu mikið verður framkvæmt fram að áramótum.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 77 Tekin var fyrir fyrsta umræða um gjaldskrár Húnabyggðar og gjaldskrárhækkanir næsta árs.
7.Fundargerð Fjallskilanefndar
2410011
Fundargerð Fjallaskilanefndar
Fundargerð 3. fundar Fjallskilanefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Liður 1.
Sveitarstjórn frestar formlegri staðfestingu erindisbréfsins þar til fjallskiladeildir fyrrum Skagabyggðar eru komnar inn í nýja fjallskilanefnd.
Liður 1.
Sveitarstjórn frestar formlegri staðfestingu erindisbréfsins þar til fjallskiladeildir fyrrum Skagabyggðar eru komnar inn í nýja fjallskilanefnd.
8.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 16
2410012
Fundargerð 16. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 42. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér.Liður 1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Liður 1.
Sveitarstjórn staðfestir eftirfarandi forgangsröðun vegna styrkumsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025:
1.Kálfshamarsvík
2.Þrístapar
3.Brú yfir ósinn
4.Gamli bærinn og Klifamýrin
5.Hrútey
Liður 1.
Sveitarstjórn staðfestir eftirfarandi forgangsröðun vegna styrkumsókna í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða fyrir árið 2025:
1.Kálfshamarsvík
2.Þrístapar
3.Brú yfir ósinn
4.Gamli bærinn og Klifamýrin
5.Hrútey
Fundi slitið - kl. 17:30.