Dagskrá
1.Reglur um akstursstyrki vegna frístundaaksturs
2408005
Reglur um frístundaakstur í Húnabyggð - Endurskoðun reglna
Byggðarráð ákveður að allir íbúar sem búa í dreifbýli sveitarfélagsins þ.e. póstnúmerum 541 og 546, eiga rétt á styrk vegna aksturs í frístund og Byggðarráð felur sveitarstjóra að uppfæra núverandi reglur samkvæmt því.
2.Reglur um akstur eldri borgara
2301019
Reglur og gjaldskrár vegna aksturs eldri borgara
Byggðarráð vísar reglum og gjaldskrá til Öldungaráðs og óskar eftir mótuðum tillögum um breytingar á áður framlögðum reglum og gjaldskrá
3.Prjónagleði 2024
2403020
Erindi frá Textílsetri Íslands er varðar Prjónagleði
Byggðarráð vísar málinu til Atvinnu- og menningarnefnd til umsagnar og felur sveitarstjóra að afla gagna um fjárhagslegan rekstur verkefnisins á þessu ári.
4.Rarik - Valkostagreining
2409016
Erindi frá Rarik vegna valkostagreiningar á þverun yfir Blöndu
Byggðarráð samþykkir að leið 1 samkvæmt valkostagreiningu Rarik verði valin fyrir nýja lögn háspennustrengs í gegnum vatnsverndarsvæði Húnabyggðar við Breiðavað.
Nýtt verður sama raskaða lagnaleið og vatnsveitan liggur á í dag. Í sama skurð eru lagðir allir strengirnir. RARIK notar eins mikið af rörum við þessar lagnir og kostur er til að lámarka þörfina á raski ef þarf að stækka streng eða strengurinn bilar innan svæðisins. Í þessum kosti komum við jarðspennistöð utan vatnsverndarsvæðis og getum fjarlægt aðra eldri sem er nú
innan svæðisins. Gætt verður að því að ekki sé hætta á neinum leka frá nýrri spennistöð og til að fulltryggja öryggið mun RARIK nota umhverfisvæna matarolíu á spenna sem er ekki hættuleg umhverfinu.
Nýtt verður sama raskaða lagnaleið og vatnsveitan liggur á í dag. Í sama skurð eru lagðir allir strengirnir. RARIK notar eins mikið af rörum við þessar lagnir og kostur er til að lámarka þörfina á raski ef þarf að stækka streng eða strengurinn bilar innan svæðisins. Í þessum kosti komum við jarðspennistöð utan vatnsverndarsvæðis og getum fjarlægt aðra eldri sem er nú
innan svæðisins. Gætt verður að því að ekki sé hætta á neinum leka frá nýrri spennistöð og til að fulltryggja öryggið mun RARIK nota umhverfisvæna matarolíu á spenna sem er ekki hættuleg umhverfinu.
5.SSNV - mælaborð fyrir óstaðbundin störf
2409017
Erindi frá SSNV er varðar mælaborð fyrir óstaðbundin störf
Byggðarráð felur sveitarstjóra að lagfæra núverandi lista og setja Dalsmynni og Skagabúð sem möguleika fyrir óstaðbundin störf
6.Erindi frá Hafsteini Gunnarssyni
2409018
Erindi frá Hafsteini Gunnarssyni f.h. eigenda Einbúa í Vatnsdal
Byggðarráð felur Skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða málið og leiðbeina sveitarstjórn um afgreiðslu þess
7.Vegagerðin - Mögulegar framkvæmdir
2409019
Erindi frá Vegagerðinni vegna mögulegra framkvæmda í Vatnsdalshólum
Byggðarráð hafnar erindinu enda liggi ekki fyrir samþykki landeigenda. Byggðarráð bendir Vegagerðinni að leita annarra leiða þar sem Vatnsdalshólar eru á Náttúruminjaskrá
8.Úttekt á leiksvæðum
2409020
Úttekt á leiksvæðum í Húnabyggð - Skýrslur frá BSI á Íslandi
Byggðarráð vísar ákvörðunum um framkvæmdir vegna athugasemda í skýrslunni til yfirstandandi fjárhagsáætlunuargerðar.
9.Húnabyggð - Sala eigna
2301007
Kauptilboð í íbúð á Húnabraut 42
Byggðarráð samþykkir kauptilboð í eign sveitarfélagsins á Húnabraut 42, íbúð 010102 fastanúmer 213-7020.
10.Húnabyggð - Afskriftir hlutabréfa
2409021
Afskrifa hlutabréf í Matgæði ehf.
Byggðarráð samþykkir að afskrifa hlutabréf sveitarfélagsins í Matgæði ehf. sem þegar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta
11.Tónlistarskóli A-Hún - Erindi frá skólastjóra
2409022
Erindi frá skólastjóra Tónlistarskóla A-Hún er varðar húsnæði skólans
Byggðarráð felur sveitarstjóra að skipa vinnuhóp sem fjallar um framtíðaraðstöðu Tónlistarskólans og koma með hugmyndir fyrir sveitarstjórn.
12.Samgöngumál í Húnabyggð
2409023
Samgöngumál í Húnabyggð
Byggðarráð mótmælir þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar sem hefur tekið Svínvetningabraut af framkvæmdaáætlun. Þetta er þvert á gefin loforð Jöfnunarsjóðs og Innviðaráðuneytisins sem fylgdu sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar.
13.Norðurorg 2025
2409024
Norðurorg 2025 á Blönduósi
Byggðarráð samþykkir fyrir sitt leyti að íþróttahús og félagsmiðstöð verði nýttar í undankeppni söngkeppni Samfés sem fyrirhugað er að halda í mars 2025.
14.Framkvæmdir og gatnagerð
2305035
Lagning slitlags á Skúlahornsveg
Byggðarráð samþykkir að leggja bundið slitlag á 500m vegkafla á Skúlahorni en framkvæmdirnar tengjast þeim framkvæmdum sem hafa verið við Ennisbraut. Fyrirliggur samningur við eigendur fasteigna á svæðinu um helmingaskipti á viðbótarkostnaði vegna lagningar slitlagsins.
15.Kjör fulltrúa í stjórn Samtaka orkusveitarfélaga
2409025
Kjör fulltrúa í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga
Aðalfundur Samtaka orkusveitarfélaga verður haldinn þann 9. október nk. kl. 13:00-14:00 á Hilton Reykjavík Nordica. Á aðalfundi, sem samkvæmt samþykktum samtakanna skal halda annað hvert ár, er kosið í stjórn samtakanna. Byggðarráð Húnabyggðar tilnefnir oddvita sveitarstjórnar Húnabyggðar, Guðmund Hauk Jakobsson, sem fulltrúa Húnabyggðar til framboðs í stjórn Samtaka Orkusveitarfélaga.
16.Beiðni um umsögn
2409026
Beiðni um umsögn um mál 2024 063430 fyrir hönd Kiljunar ehf.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti
17.Fundargerðir 52.-55. fundar fagráðs barnaverndarþjónustu Mið -Norðurlands
2409027
Fundargerðir 52.-55. fundar fagráðs barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands
Lagt fram til kynningar
18.Samtök orkusveitarfélaga - 74.fundargerð
2409028
Fundargerð 74. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
19.SSNV - Fundargerð 112. fundar stjórnar
2409029
Fundargerð 112. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar
20.Náttúruminjasafn íslands - Mat á sýningaraðstöðu
2409030
Erindi frá Náttúruminjasafni Íslands er varðar mat á sýningaraðstöðu á Blönduósi vegna ísbjarnar
Erindinu vísað til Atvinnu- og menningarnefndar
21.Fundagerðir stjórnar Félags- og skólaþjónustu A-Hún
2409031
Fundargerðir Félags- og skólaþjónustu A-Hún
Lagt fram til kynningar
22.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 465. fundar stjórnar
2409032
Fundargerð 465. fundar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar
23.Húnabyggð - Boð á umhverfisþing
2409033
Boð á umhverfisþing
Lagt fram til kynningar
24.Fundargerð 951. fundar stjórnar SÍS
2409034
Fundargerð 951. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
25.Fundargerð 75. fundar stjórnar
2409035
Fundargerð 75. fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga
Lagt fram til kynningar
Fundi slitið - kl. 14:04.