77. fundur 03. október 2024 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Styrkur vegna hönnunar á göngubrú

2410002

Styrkur Landsvirkjunar vegna hönnunar á göngubrú yfir ósa Blöndu
Landsvirkjun hefur ákveðið að styrkja Húnabyggð um 5.000.000kr. vegna hönnunar á nýrri göngubrú yfir ósa Blöndu. Til hefur staðið að láta hanna göngubrú yfir ósinn en verkefnið hefur ekki farið af stað þar sem ekki hafa fengist til þess styrkir hingað til. Með þessum styrk verður mögulegt að hefja hönnun verkefnisins. Byggðarráð vill nota tækifærið og þakka Landsvirkjun fyrir styrkinn sem kemur sér mjög vel

2.Greiðslur til sveitarfélaga vegna plastsöfnunar

2410003

Greiðslu til sveitarfélaga vegna plasttsöfnunar á víðavangi 2023 og 2024
Ljóst er að Húnabyggð er ekki að fá allar þær greiðslur frá úrvinnslusjóði sem mögulegar eru miðað við það magn úrgangs sem fellur til á svæðinu. Sveitarstjóra falið að skoða málið nánar og koma með hugmyndir að því hvernig laga má þessa stöðu

3.Kvörtun vegna afgreiðslu byggingarfulltrúa Húnabyggðar

2410004

Húsnæðis og mannvirkjastofnun (HMS) hefur tekið fyrir kvörtun Gísla Egils Hrafnssonar fyrir hönd Brimslóðar ehf. á afgreiðslu byggingarfulltrúa Húnabyggðar í skipulagsmálum er varðar fyrirtækið
Niðurstaða HMS er eftirfarandi:
Samkvæmt þeim upplýsingum sem fram koma í gögnum málsins telur Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ekki tilefni til íhlutunar af hálfu stofnunarinnar á grundvelli 18. gr. laga um mannvirki, enda sé ekkert sem bendi til þess að afgreiðsla byggingarfulltrúa hafi farið í bága við lög um mannvirki nr. 160/2010.

4.Farskólinn - bréf

2409045

Erindi frá Farskólanum um rekstrarstyrk fyrir árið 2025.
Samkvæmt aðalfundi Farskólans vorið 2024 var lagt til að rekstrarstyrkur yrðu óbreytt frá fyrri árum. Rekstrarstyrkur Húnabyggðar fyrir árið 2025 yrði því 242.000 kr.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir 2025.

5.Samningur um styrkta ljósleiðaravæðingu í þéttbýli utan markaðssvæða

2410005

Samningur um styrkta ljósleiðaravæðingu í þéttbýli utan markaðssvæða
Markmið samningsins er stuðningur við ljósleiðaravæðingu lögheimila utan markaðssvæða í þéttbýli (þéttbýlisstöðum og byggðakjörnum) og Húnabyggð hefur nú staðfest þátttöku sína í þessu verkefni með undirskrift samningsins.

6.Rausnaleg gjöf til Byggðasamlags Húnaþings og Stranda

2410006

Rausnaleg gjöf til Byggðasamlags Húnaþings og Stranda frá Húnvetningafélaginu í Reykjavík
Byggðarráð vill nota tækifærið og þakka Húnvetningafélaginu í Reykjavík kærlega fyrir raunsarlega gjöf til Byggðarsafns Húnaþings og Stranda upp á 10.000.000kr.

7.Fagráð um málefni fatlaðs fólks á NV - fundargerðir 25. og 26. fundar

2410007

Fundargerð 25. 0g 26. fundar framkvæmdaráðs um málefni fatlaðs fólks á Norðurlandi vestra
Lagt fram til kynningar

8.Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga

2410008

Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands Íslenskra Sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar

9.Húnabyggð - Staða verkefna

2308017

Staða verkefna í Húnabyggð
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sveitarfélagsins en nokkrum stórum verkefnum er lokið eða rétt að ljúka. Framkvæmdum við Ennisbraut er lokið og þar hafa verið gerðar miklar vegabætur og þá var einnig ráðist í frekar stórt malbikunarverkefni á Blönduósi. Nýtt gólf er komið á íþróttahúsið sem verður bylting fyrir iðkendur sem eru að mestu leyti börn og unglingar. Ákveðið var að setja parketgólf ofan á græna dúkinn sem var. Undir parketinu er fjöðrunarbúnaður þannig að rétt mýkt fáist í gólfið. Lokafrágangur stendur nú yfir og ráðgert er að íþróttahúsið opni á næstu dögum. Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Skjólinu sem er félagsmiðstöð unga fólksins. Það er búið að taka aðstöðu Skjólins á annarri hæð í félagsheimilinu algjörlega í gegn og setja þar lyftu. Í Skjólinu eru framkvæmdir einnig á lokametrunum og ráðgert er að unga fólkið geti byrjað að nota aðstöðuna á næstu dögum. Í skoðun eru hvaða verkefni verða kláruð á árinu en átta mánaða uppgjör sveitarfélagsins sem er í vinnslu mun ráða því hversu mikið verður framkvæmt fram að áramótum.

10.Fjárhagsáætlunargerð 2025

2410009

Fjárhagsáætlunargerð 2025
Tekin var fyrir fyrsta umræða um gjaldskrár Húnabyggðar og gjaldskrárhækkanir næsta árs.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?