15. fundur 18. september 2024 kl. 14:00 - 16:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Kristófer Kristjánsson aðalmaður
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Jenný Lind Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Maríanna Þorgrímsdóttir
  • Guðjón Ebbi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Pétur Arason sveitarstjóri Húnabyggðar
Dagskrá

1.Viðburðir 2024

2402012

Haustviðburðir í Húnabyggð
Viðburðir sumarsins gengu vel bæði nýjir og gamlir og haldið verður áfram að þróa þessa viðburði af einkaaðilum og sveitarfélaginu.
Skoða að hafa sláturgerð í grunnskólanum í byrjun október og gera viðburð úr því með aðkomu heimamanna og fyrirtækja á svæðinu. Haldin verði keppni í sláturgerð o.fl.
Einnnig verður skoðað að halda dag eða daga í nóvember þar sem unnið er með hlátur sem þema. Ýmislegt er hægt að gera eins og fyrirlestrar, hláturjóga, uppistand o.fl.
Á aðventunni er hugmyndin að byggja ofan á það sem áður hefur verið gert og heppnast vel. Einkaaðilar eru búnir að skipuleggja tónleika á aðventunni og hugmyndin er að sveitarfélagið skoði að bæta við ef það er mögulegt.
Umræða skapaðist um að gera meira úr stóðréttum t.d. í Skrapatungu og öðrum slíkum viðburðum.

2.Styrkumsóknir - framkvæmdasjóður ferðamannastaða 2024

2308029

Styrkumsóknir í uppbyggingarsjóð ferðamannastaða
Ákveðið að eftirfarandi verkefni verði í forgangi í Húnabyggð fyrir styrkumsóknir 2024:
Kálfshamarsvík, þar sem lögð verði áhersla á að hanna stórt verkefni sem nær utan um allt svæðið og þá upplifu.n sem þar er hægt að njóta.
Þrístapar, þar sem lögð verði áhersla á að klára það verkefni sem snýst um að klára lýsingu á svæðinu og að setja upp upplifun sem tengist aftökum
Gamli bærinn
Göngubrú
Aðrar hugmyndir sem skoða má eru t.d.:
Laxárdalur
Þingeyrar (uppgröftur)
Skoða minni verkefni eins og t.d. gamla vatnstankinn á Blönduósi og fleiri slíka staði.

Uppfæra þarf áfangastaði Húnabyggðar sem eiga að vera:
Vatnsdalssvæðið (Þrístapar, Þingeyrar, Vatnsdalshólar og Vatnsdalur)
Blönduós (gamli bærinn og Klifamýri)
Kálfshamarsvík
Húnaver (og svæðið þar í kring)
Hveravellir

Huga þarf vel að því að sækja um ekki of mörg verkefni og vanda vel til við umsókninar. Skoðað verði að ráða verktaka í þessa vinnu.

Óskað var eftir hugmyndum frá íbúum með skilafresti 9. ágúst en ekki bárust neinar hugmyndir.

3.Skiltamál

2409014

Skiltamál
Farið yfir þau verkefni sem eru í gangi þ.e. skilti fyrir gamla bæinn og skilti niður í gamla bæ. Lögð verður áhersla á að klára útfærslu þessara verkefna, koma þessum verkefnum áfram núna á haustdögum þannig að uppsetning þeirra geti hafist á þessu ári.

4.Þrístapar

2211005

Formleg opnun Þrístapa
Ákveðið að halda formlega opnun Þrístapa 12. janúar 2025.

5.Safnamál

2409015

Safnamál
Rædd var staða safna á svæðinu og notkun húsnæðis Kvennaskólans og framtíð þessara hluta. Þessari umræðu tengjast hugmyndir um menningarhús og samfélagsleg fjölnotahús sem þekkjast víða.
Leggja þarf áherslu á menningararf svæðisins, söguferðamennsku og setja staði eins og Kálfshamarsvík, Þingeyrar, Laxárdal, Klifamýri og gamla bæinn, Vatnsdælu, Vatnsdalshóla, Hveravelli, Flóabardaga o.s.frv. Í þessu samhengi er einnig verið að tala um sögur fólksins sem eru mýmargar og fjölbreyttar.
Þessari umræðu tengist einnig þörf fyrir húsnæði undir reflinn en gerð hans er á lokametrunum og áætlað er að því verkefni ljúki í október eða nóvember.

6.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Í fyrrum Skagabyggð hefur verið unnið að því að safna sögum fólks og stefnt er að því að klára verkefnið í haust. Stefnt er því að sækja um styrki til að halda þessu verkefni áfram.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?