28. fundur 02. október 2024 kl. 16:00 - 17:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Zophonías Ari Lárusson formaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Elísa Ýr Sverrisdóttir
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson Skipulags-og byggingafulltrúi
Dagskrá
Birgir Þór Haraldsson sar fundinn gegnum fjarfund.

1.Merkjalýsing fyrir Bergsstaði í Svartárdal

2409013

Til afgreiðslu merkjalýsing fyrir Bergsstaði í Svartárdal
Nefndin samþykkir merkjalýsinguna fyrir sitt leyti.

2.Aðalskipulag sameinaðara þriggja sveitarfélaga

2408023

Tekin fyrir skipulags- og matslýsing vegna aðalskipulags Húnabyggðar.

Sveitarstjórn Húnabyggðar hefur samþykkt að farið verði í gerð aðalskipulags fyrir sveitarfélagið, sem hefur eftir sameiningu við Skagabyggð þann 1. ágúst 2024 þrjár aðalskipulagsáætlanir í gildi. Skipulagslýsingin er unnin í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagslýsingin er verklýsing endurskoðunarinnar. Í lýsingunni er meðal annars gerð grein fyrir ástæðum þess að vinna við gerð nýrrar aðalskipulagsáætlunarinnar er hafin, helstu áherslum, forsendum, fyrirliggjandi stefnum, samráði við hagsmunaðila, tímaferli, umhverfismati áætlunar og gildistíma.

Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði samþykkt og jafnframt verði skipulagsfulltrúa falið að kynna hana fyrir íbúum sveitarfélagsins, Skipulagsstofnun og öðrum hagsmunaaðilum líkt og 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 kveður á um.

3.HB- Deiliskipulag gamla bæjarins

2311019

Tekin fyrir að nýju skipulagslýsing fyrir deiliskipulag gamla bæjarins og Klifamýrar á Blönduósi. Skipulagslýsingin var auglýst með umsagnarfresti frá og með 10. júní til og með 17. ágúst 2024.
Skipulags- og samgöngunefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir sem bárust við kynningu skipulagslýsingar og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að koma þeim á framfæri við skipulagsráðgjafa í samræmi við umræður á fundinum og lögð verði fram samantekt á þeim breytingum sem mögulega verði gerðar.

4.Endurskoðun Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037

2409048

Til umsagnar tillaga á vinnslustigi vegna endurskoðunar Aðalskipulags Borgarbyggðar 2025-2037
Skipulags-og samgöngunefnd Húnabyggðar gerir ekki athugasemdir við tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að veita jákvæða umsögn.

5.Snjómokstursútboð

2408022

Til kynningar og umræðu uppfærð útboðsgögn fyrir snjómokstur á Blönduósi
Skipulags-og samgöngunefnd samþykkir útboðsgögnin með áorðnum breytingum og leggur til við sveitarstjórn að verkið verði boðið út.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 13

2409007F

Til kynningar 13. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?