76. fundur 26. september 2024 kl. 15:00 - 17:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Berglind Hlín Baldursdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Jón Gíslason
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Sverrir Þór Sverrisson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Formaður óskaði eftir að tveimur liðum yrði bætt við dagskrá. Dómsmál við Héraðsdóm Norðurlands vestra Húnavellir ehf. gegn Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. og yrði liður nr. 19

8 mánaða uppjör og útgönguspá fyrir árið 2024 og uppkast af fjárhagsáætlun 2025 og yrði liður nr. 20

Samþykkt samhljóða.

1.Fyrirkomulag skólaaksturs

2208014

Skólaakstur ungmenna í skóla á Sauðárkróki
Byggðarráð leggur til við sveitarstjórn að opnað verði á að ungmenni í Húnabyggð í skóla á Sauðárkróki fái möguleika á því að nýta sér akstur sem nú þegar er farinn á vegum sveitarfélagsins. Þá leggur byggðarráð til að þessi akstur verði boðinn út hið fyrsta og að nýir samningar um aksturinn taki gildi 01.01.2025.

2.Sorpmál

2211012

Tilboð í jarðgerðarkerfi frá Pure North
Húnabyggð hefur í áætlunum sínum breytingar á móttöku lífræns úrgangs í samræmi við lagabreytingar sem tóku gildi í byrjun árs. Áætlað er að taka á móti lífrænum úrgangi frá íbúum á grenndarstöð í þéttbýlinu og í þjónustumiðstöð Húnabyggðar til að byrja með á meðan tilraunir við nýtt fyrirkomulag er í gangi. Allur lífrænn úrgangur sem tekið er á móti mun verða jarðgerður í jarðgerðarvél sem framleiðir jarðvegsbæti. Með þessu móti er komið til móts við kröfur um meðhöndlun lífræns úrgangs og bundar eru vonir við að ef verkefnið takist vel að það verði til þess að minnka til muna úrgang í flokknum almennt sorp sem aftur mun þýða kostnaðarminnkun í úrgangsmálum Húnabyggðar. Gangi áætlanir eftir er hér mikilvægt tækifæri til að minnka sorphirðugjöld íbúa sveitarfélagsins.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá samningum vegna kaupa á jarðgerðarvél og undirbúa móttöku lífræns úrgangs í Húnabyggð sem áætlað er að hefjist í byrjun næsta árs. Byggðarráð leggur áherslu á að fyrirætlanir um móttöku lífræns úrgangs verði vel kynntar fyrir íbúum áður en verkefnið hefst.

3.Gólf Íþróttamiðstöðvar

2405023

Tilboð í yfirlag á gólf í íþróttahúsi
Byggðarráð felur sveitarstjóra að sjá til þess að gengið verði frá kaupum á hlífðarmottum yfir nýtt parketgólf íþróttahússins og vagna fyrir motturnar samkvæmt lægstu tilboðum sem bárust.

4.Húnabyggð - Flutningur á mat frá mötuneyti í leikskóla

2409036

Flutningur á mat frá mötuneyti í leikskóla
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga miðað við verðkönnun sem gerð var og prófa nýtt fyrirkomulag fram að áramótum.

5.Húnabyggð - Uppbygging hleðslustöðva

2303019

Bréf frá Instavolt vegna hraðhleðslustöðvar
Byggðarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að skoða nánar hentuga staðsetningu fyrir hleðslustöðvar í nágrenni við Íþróttamiðstöðina.

6.Húnabyggð - Sala eigna

2301007

Sala eigna
Samþykkt kauptilboð í Húnabraut 42, íbúð 010102, gekk tilbaka og er því ákveðið að setja eignina aftur á sölu.

7.Umsagnarbeiðni - Brimslóð ehf. vegna Brimslóðar 10a

2409046

Umsagnarbeiðni - Brimslóð ehf. vegna Brimslóðar 10a
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn fyrir sitt leyti.

8.Rannsóknarsetur HÍ á Norðurlandi vestra - bréf

2409037

Bréf frá Rannsóknarsetri HÍ á Norðurlandi vestra
Byggðarráð tekur vel í erindið og vísar afgreiðslu málsins til yfirstandandi fjárhagsáætlunargerðar

9.Skáksamband Íslands - erindi vegna 100 ára afmælis

2409038

Erindi frá Skáksambandi Íslands vegna samstarfs um afmælishátíð á næsta ári
Til stendur að halda vikulangt skákmót á Blönduósi en Skáksamband Íslands var stofnað á Blönduósi 1925.Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram með Skáksambandi Íslands.

10.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N

2305005

Málefni Flugklasans
Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar

11.Kvennaathvarf - umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024

2210021

Umsókn um rekstrarstyrk
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunargerðar.

12.Norðurá bs.- svarbréf

2409039

Svarbréf Norðurár bs. til Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar

13.Erindi frá GEV Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðamála

2409040

Niðurstaða frumkvæðisathugunar á stöðu uppfærslu stoð- og stuðningsþjónustureglna
Lagt fram til kynningar

14.SSNV- Fundargerð 113. fundar stjórnar

2409041

Fundargerð 113. fundar stjórnar
Lagt fram til kynningar

15.Samningur við Aska Innovation vegna glatvarmaverkefnis

2409043

Samningur við Aska Innovation vegna glatvarmaverkefnis
Lagt fram til kynningar

16.Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028

2409042

Forsendur fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025 og 2026-2028
Lagt fram til kynningar

17.Fundargerð 56. fundar fagráðs baranverndarþjónustu Mið - Norðurlands

2409044

Fundargerð 56. funduar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið Norðurlands
Lagt fram til kynningar

18.Farskólinn - bréf

2409045

Erindi frá Farskólanum
Lagt fram til kynningar og erindinu vísað til fjárhagsáætlunargerðar.

19.Niðurstöður í dómsmáli gegn Fasteignum Húnavatnshrepps ehf.

2409049

Dómsmál við Héraðsdóm Norðurlands vestra Húnavellir ehf. gegn Fasteignum Húnavatnshrepps ehf.
Sýknudómur gegn Fasteignum Húnavatnshrepps ehf. lagður fram til kynningar

20.Fjármál

2211004

8 mánaða uppjör og útgönguspá fyrir árið 2024 og uppkast af fjárhagsáætlun 2025
Sigurður Erlingsson og Jón Ari Stefánsson komu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir 8 mánaða uppjör og útgönguspá fyrir árið 2024 og uppkast af fjárhagsáætlun 2025.

Fundi slitið - kl. 17:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?