37. fundur 11. júní 2024 kl. 15:00 - 16:39 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
    Aðalmaður: Guðmundur Haukur Jakobsson
  • Grímur Rúnar Lárusson forseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson 1. varaforseti
  • Erla Gunnarsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Elín Aradóttir
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Ársreikningur Húnabyggðar 2023

2405034

Ársreikningur Húnabyggðar 2023 - síðari umræða
Tekin var til síðari umræðu afgreiðsla á ársreikningi Húnabyggðar fyrir árið 2023, en við fyrri umræðu í sveitarstjórn, 23. maí 2024, hafði Þorsteinn G. Þorsteinsson endurskoðandi hjá KPMG kynnt samstæðureikning sveitarfélagsins, ásamt sundurliðunarbók og skýrslu um endurskoðun á ársreikningi 2023.

Sigurður Erlingsson mætti á fundinn undir þessum lið og kynnti lykiltölur ársreiknings Húnabyggðar 2023.
Varaforseti sveitarstjórnar lagði fram eftirfarandi bókun:
Árið 2023 er fyrsta heila árið sem sveitarfélagið Húnabyggð er rekið fjárhagslega sem eitt sveitarfélag. Tap ársins 2023 nam um 68,3 milljónum króna en fjárhagsáætlun með viðaukum hljóðaði upp á rúma 43 milljóna króna hagnað. Mismunurinn skýrist að lang stærstum hluta í reiknuðum stærðum þ.e. stærðum sem sveitarfélagið hefur lítil áhrif á. Verðbætur (vaxtarstig og verðbólga) voru vanáætlaðar um tæpar 64 milljónir króna og lífeyriskuldbindingar sem að langmestu leiti koma frá Félags- og skólaþjónustu A-Hún voru um 30 milljónir. Þessar tvær stærðir skýra að lang mestu leiti (84%) muninn á endanlegri niðurstöðu og áætlunum.

Heildartekjur námu rúmum 2,5 milljörðum króna og hafa þær vaxið um 11,4% á milli ára. Heildargjöld námu tæpum 2,2 milljörðum króna og hafa þau vaxið um 4,7% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) er um 310 milljónir króna og rúmlega tvöfaldast á milli ára í krónutölu. EBITDA sem hlutfall af heildartekjum er nú 12,4% en var 6,8% árið áður.
Veltufé frá rekstri var um 214 milljónir en áætlunin hljóðaði upp á 200 milljónir. Veltufé frá rekstri eykst verulega og er nú 8,5% en var 4,1% árið 2022.

Það er mikið fagnaðarefni að þessir lykilmælikvarðar hækki svo mikið milli ára sem sýnir að reksturinn er á réttri leið.
Efnahagur nam um 4,63 milljörðum og þar af eru fastafjármunir rúmir 4,2 milljarðar en veltufjármunir 396 milljónir. Eigið fé nam um 1,1 milljarði eða sem gerir 24,4% eiginfjárhlutfall, samanborið við 26,8% árið á undan. Skuldir námu rúmum 3,5 milljörðum, skammtímaskuldir voru þar af 587 milljónir og veltufjárhlutfall því 0,68 sem batnaði lítillega milli ára.

Heildar fjárfestingar námu um 316 milljónum sem eru að lang mestu leiti verkefni tengd uppbyggingu grunninnviða. Fjármögnunarhreyfingar námu um 66 milljónum og voru í samræmi við áætlun.
Launakostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum er nú 53,9%, samanborið við 57,6% árið 2022. Annar rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum er nú 33,7%, en var 35,7% árið 2022.
Í stuttu máli má segja að rekstrarniðurstaða ársins 2023 sé mjög jákvæð og jákvæð þróun tveggja mikilvægustu lykilmælikvarða sveitarfélagsins, EBITDA og veltufé frá rekstri, eru skýr dæmi um að reksturinn er á góðri leið með að verða heilbrigður. Þetta er verulega góð þróun og halda þarf áfram á sömu braut.

Árið 2023 var því ár þar sem bæði tókst að halda áfram sókn því sjaldan hefur umfang fjárfestingaverkefna verið meira en einnig tókst að spila vörn þar sem reksturinn er nú í jákvæðri þróun. Verkefnið er þó einungis hálfnað og enn þarf að hagræða og endurskipuleggja til að Húnabyggð verði fjárhagslega sjálfbært.

Fulltrúar H-lista og G-lista leggja fram eftirfarandi bókun samhliða afgreiðslu ársreiknings Húnabyggðar 2023:
Þar sem fjárhagsstaða sveitarfélagsins er með þeim hætti að ekki er svigrúm til nauðsynlegra fjárfestinga nema með nýjum lántökum og frekari skuldsetning vart verjanleg er nauðsynlegt að leita allra leiða til aðhalds í rekstri og eignasölu.
Sölumeðferð á fasteignunum á Húnavöllum hefur að okkar mati dregist úr hömlu og þeir tekjumöguleikar sem skammtíma leiga á þeim hefði getað gefið þar til möguleg sala færi fram ,ekki verið nýttir.
Aðkeypt þjónusta á vinnu við bókhald og endurskoðun er að okkar mati allt of mikil og því nauðsynlegt að bregðast við því með ráðningu fjármálastjóra en nauðsynlegt hefði verið að auglýsa eftir aðila í slíkt starf strax í nóvember síðastliðinn þegar þáverandi fjármálastjóri sagði upp með þriggja mánaða fyrirvara og fyrirséð að hann myndi hætta í lok janúar.


Samþykkt með níu atkvæðum samhljóða

2.Farsældarráð barna

2406005

Minnisblað frá SSNV varðandi vilja Mennta- og barnamálaráðuneytis að gera viðaukasamning við sóknaráætlun Norðurlands vestra sem fæli í sér að ráða verkefnastjóra í 2 ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráðs barna í landshlutanum
Sveitarstjórn fagnar þessu framtaki barnamálaráðherra og samþykkir að veita SSNV umboð til að gera viðaukasamning við sóknaráætlun Norðurlands vestra sem felur í sér að ráða verkefnastjóra í tvö ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráðs barna í landshlutanum.

Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða

3.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Breytingar á nefndarskipan
Varaforseti sveitarstjórnar, Grímur Rúnar Lárusson, lagði fram eftirfarandi tillögur á nefndarskipan:

Kosningar í byggðarráð til eins árs samkvæmt samþykktum Húnabyggðar, kjör þriggja aðalfulltrúa og þriggja varafulltrúa í Byggðarráð Húnabyggðar.

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem aðalmenn:
Ragnhildur Haraldsdóttir af D-lista
Zophonías Ari Lárusson af D-lista
Auðunn Steinn Sigurðsson af B-lista,

Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá (SÞS og JG)

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varamenn:
Birgir Þór Haraldsson af D-lista
Guðmundur Haukur Jakobsson af D-lista
Elín Aradóttir af B-lista

Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá (SÞS og JG)

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem áheyrnarfulltrúa:
Áheyrnarfulltrúi G-lista í Byggðarráði Húnabyggðar er Sverrir Þór Sverrisson
Áheyrnarfulltrúi H-lista í Byggðarráði Húnabyggðar er Jón Gíslason

Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með 4 atkvæðum og fimm sátu hjá (ZAL, ASS, GRL, BÞH og RH)

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem formann byggðarráðs: Auðunn Steinn Sigurðsson B-lista.

Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá (SÞS og JG)

Fram kom tillaga um skipun eftirfarandi aðila sem varaformann byggðarráðs: Ragnhildur Haraldsdóttir D-lista.

Tillagan var borin undir atkvæði og var samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá (SÞS og JG)


Fram kom breytingatillaga um skipun landbúnaðarnefndar:
í stað Jón Gíslasonar komi Þorsteinn Jóhannsson sem nýr aðalmaður í landbúnaðarnefnd

Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða

Fram kom breytingatillaga um skipun landbúnaðarnefndar:
í stað Þorsteins Jóhannsonar komi Jón Gíslason sem nýr varamaður í landbúnaðarnefnd

Samþykkt með 7 atkvæðum, tveir sátu hjá (ZAL og GRL)


Jón Gíslason, fulltrúi H-listans leggur fram eftirfarandi bókun:
Ástæða þess að ég kýs að víkja sem aðalmaður úr landbúnaðarnefnd er vegna þess hversu óstarfhæf nefndin er sökum stjórnleysis og rangra áhersna á hlutverk nefndarinnar.
Nefndin hefur nú verið formannslaus í fjóra mánuði án þess að fundur hafi verið boðaður til að kjósa nýjan formann og þar af leiðandi hefur starfsemi nefndarinnar alfarið legið niðri þrátt fyrir að aðkallandi verkefni nefndarinnar bíði óunnin svo sem að klára búfjársamþykkt fyrir nýtt sveitarfélag og að áherslur séu mótaðar í viðhaldi girðinga sem ég tel eitt af mikilvægum verkefnum landbúnaðarnefndar .


4.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 13

2405004F

Fundargerð 13. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 13 Atvinnu- og menningarnefnd lýsir yfir miklum vonbrigðum með synjanir á öllum umsóknum Húnabyggðar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem eru illa rökstuddar og ekki í samræmi við umsóknirnar. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun Atvinnu- og menningarnefndar þar sem lýst er yfir vonbrigðum með afgreiðslu Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða á styrkumsóknum Húnabyggðar fyrir árið 2024. Sveitarstjóra falið að koma athugasemdum Atvinnu- og menningarnefndar og sveitarstjórnar Húnabyggðar á framfæri við Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og óska eftir frekari rökstuðningi á afgreiðslu styrkumsókna Húnabyggðar.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða
  • 4.2 2402012 Viðburðir 2024
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 13 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi ræðir hugmyndir og áform um 17. júní hátíðarhöld og Húnavöku.

    Einnig rætt um aðra viðburði.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 13 Lagt fram til kynningar og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna varðandi málið.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 13 Atvinnu- og menningarnefnd telur brýna þörf á ráðningu atvinnu-, kynningar- og ferðamálafulltrúa í fullt starf og vísar erindi til Byggðarráðs.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 13 Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir breytingu á erindisbréfi nefndarinnar samhljóða. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir uppfært erindisbréf Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 4.6 2206034 Önnur mál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 13 Engin önnur mál rædd.

5.Byggðarráð Húnabyggðar - 63

2405005F

Fundargerð 63. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 5.1 2405012 Raflínunefnd
    Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Lögð fram beiðni innviðaráðuneytis um umsögn um beiðni Landsnets um skipan raflínunefnda vegna fyrirhugaðra framkvæmda við lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3. Er beiðni Landsnets með vísan í 1. mgr. 9.gr.a. í skipulagslögum nr. 123/2010 en heimild til skipunar slíkra nefnda var fest í lög með lagabreytingu nr. 35/2023. Byggðarráð Húnabyggðar lagðist gegn þeim breytingum. Taldi ráðið þá, og gerir enn, að þær vegi að skipulagsvaldi sveitarfélaga. Byggðarráð Húnabyggðar telur að á þessu stigi sé ekki þörf á skipan slíkrar nefndar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um legu línunnar og þar af leiðandi ekki farið fram samtal um framkvæmdina og enn síður kominn fram ágreiningur um hana. Auk þess liggur ekki fyrir reglugerð um störf raflínunefnda á grundvelli lagabreytinga nr. 35/2023 og skipan nefndarinnar því ekki tímabær.

    Hér er um flókið skipulagsmál að ræða en byggðarráð vill benda á að skipulagsmál eiga ekki, og mega ekki, í eðli sínu vera einföld. Tilgangur þeirra er að tryggja að vel sé að verki staðið við hvers kyns framkvæmdir og að sem flest sjónarmið séu tekin með í reikninginn. Í rökstuðningi Landsnets kemur einnig fram að hlutaðeigandi sveitarfélögum hafi verið tilkynnt um beiðnina og að engin sérstök mótmæli hafi borist. Byggðarráð vill að fram komi að í því bréfi var á engan hátt gefið til kynna að umsagna væri óskað heldur var ítrekað tekið fram að bréfið væri sent til upplýsingar.

    Húnabyggð hefur gert athugasemd við samráð Landsnets við hagsmunaaðila um legu línunnar og að það hafi ekki verið gagnsætt ferli, þrátt fyrir að Landsnet hafi haldið því fram að svo væri, og að ákvörðun um legu línunnar sé þegar tekin af hálfu Landsnets. Sveitarfélagið hefur því ekki deilt um framkvæmdina sem slíka enda hefur það verið raunveruleiki svæðisins að sú orka sem hægt er að framleiða í Blöndustöð kemst ekki öll frá virkjuninni vegna takmarka í flutningskerfinu. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að Blöndustöð sé yfir 30 ára gömul og sveitarfélagið því fylgjandi uppbyggingu orkuflutningskerfisins og langeygt eftir umbótum þar á. Aðferðafræði Landsnets í þessu máli hefur ekki verið til fyrirmyndar og ósk um raflínunefnd á þessu stigi málsins er því til sönnunar. Þá staðfestir þessi umsókn Landsnets þá skoðun okkar að lega línunnar liggi þegar fyrir að hálfu Landsnets, þó ekki liggi fyrir útkoma valkostagreiningarinnar.

    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og ítrekar að engar haldbærar ástæður liggi fyrir að stofnuð verði raflínunefnd um byggingu Holtavörðuheiðarlínu 3 og ennfremur að um skipun slíkrar nefndar liggi ekki fyrir reglugerð um störf raflínunefnda á grundvelli lagabreytinga nr. 35/2023 og skipan nefndarinnar því ekki tímabær.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Byggðarráð þakkar Öldungaráði fyrir erindið og hefur lagt fram drög að reglum og gjaldskrá aksturs eldri borgara.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Byggðarráð samþykkir erindi Rarik ohf. um legu jarðstrengja í löndum sveitarfélagsins sem eru annars vegar L145413 skv. uppdrætti 2024.0025.0026 af strengleiðinni og hins vegar L218020 skv. uppdrætti 2024.0091.0001 af strengleiðinni.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Byggðarráð samþykkir að setja á sölu tvær eignir að Húnabraut 42 (0201 og 0202).
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Sveitarstjóri upplýsir um styrkúthlutun innviðaráðuneytis úr lið C1 á byggðaáætlun, sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða. Húnabyggð sendi inn umsókn og hlýtur styrk upp á 15 milljónir kr. til uppsetningar tilraunagróðurhúss. Nýta á glatvarma frá gagnaveri Borealis á Blönduósi, reisa tilraunagróðurhús og veita frumkvöðlum aðgengi til að prófa og þróa vöru og gera svæðið þannig eftirsóknarvert fyrir matarfrumkvöðla. Orka verður einnig tryggð með sólarrafhlöðum. Er verkefninu ætlað að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífi sveitarfélagsins. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni og felur sveitarstjóra undirritun samnings þar um. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir bókun byggðarráðs og fagnar styrkúthlutun innviðaráðuneytis úr lið C1 á byggðaáætlun, sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða upp á 15 milljónir og bindur vonir við að verkefnið verði vísir að frekari uppbyggingu atvinnutækifæra á svæðinu.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Byggðarráð tekur undir áhyggjur um öryggi barna við grunnskólann vegna bílaumferðar og felur sveitarstjóra að gera viðeigandi ráðstafanir strax til þess að umferð bíla um grunnskólalóðina sé haldið í lágmarki. Þá felur byggðarráð skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna framtíðarskipulag umferðar um lóð grunnskólans og koma með tillögur hvað það varðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 63 Lagt fram til kynningar.

6.Skipulags- og byggingarnefnd - 24

2405010F

Fundargerð 24. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 3 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða að undanskildum lið 6.2. þar sem ZAL vék af fundi en sá liður var samþykktur með 8 atkvæðum samhljóða.

ZAL vék af fundi við umræður um lið 6.2.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 24 Skipulags-og byggingarnefnd leggur til að gengið verði frá skipulagslýsingu í samræmi við umræður á fundinum og áherslur nefnarinnar og hún lögð fyrir sveitarstjórn. Lýsingin verði síðan kynnt í samræmi við ákvæði skipulagslaga. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir deiliskipulagslýsingu gamla bæjarins á Blönduósi og Klifamýri með áorðnum breytingum sem fela í sér að ytri mörk deiliskipulagsins nái ekki yfir Blöndu heldur verði við ytri mörk lóða í Blöndubyggð. Sveitarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa að setja deiliskipulagslýsinguna í auglýsingu og tryggja vandaða kynningu á deiliskipulagslýsingunni fyrir eigendum eigna á umræddu svæði og öðrum íbúum sveitarfélagsins.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 24
    Í gildandi aðalskipulagi 2010-2030 segir svo: "Á svæðinu er hótel, trésmiðja, skrifstofur og íbúðir. Svigrúm er fyrir stækkun á hóteli innan reitsins en annars telst svæðið vera fullbyggt. Gert verði ráð fyrir samkomutorgi við Brimslóð sem verði útfært sem fallegt almenningssvæði innanum gamla byggð. Stuðlað verði að aðlaðandi ásýnd byggðarinnar og áhersla lögð á að frágangur opinna rýma, s.s. hvað varðar yfirborðsefni, gróður og lýsingu. Stærð svæðis 2 ha."
    Við afgreiðslu erindisins var leitað álits skipulagslögfræðings sveitarfélagsins.
    Nefndin hafnar að veita umbeðið byggingarleyfi á grundvelli aðalskipulags.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 24 Nefndin gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu nefndarinnar.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 24 Skipulagsfulltrúa falið að veita umbeðið leyfi
  • Skipulags- og byggingarnefnd - 24 Tekið til kynningar afgreiðslufund skipulags- og byggingarfulltrúa sem haldin var þriðjudaginn 28. maí 2024.

7.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 15

2405012F

Fundargerð 15. fundar Fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 15 Sigríður leikskólastjóri gaf munnlega skýrslu er varðar starfið og framkvæmdir. En vinna við skólanámskrá leikskólans er hafin sem og vinna við einkunnarorð og starfsáherslur skólans. Hvað varðar framkvæmdir fór Sigríður yfir það sem gera á í sumar.
    Innritun að hausti fer fram í september, 8 börn hefja skólagöngu næsta haust samkvæmt skráningu. Sigríður greindi einnig frá að mönnun líti vel út fyrir næsta skólaár.
    Stjórn foreldrafélags leikskólans og leikskólastjórnendur telja mjög mikilvægt að farið verði strax í vinnu við hönnun á nýrri leikskólalóð við Hólabraut, í samráði við starfsmenn, nemendur og foreldra. Mjög mikilvægt er að framkvæmdir við undirbúning geti hafist sem fyrst. Einnig ítreka foreldrar og skólastjórnendur að settur verði upp skúr fyrir vagna og útileikföng við starfsstöð skólans við Félagsheimilið.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 15 Þórhalla skólastjóri greindi frá því að Húnaskóli hyggst fara í verkefnið Heilsueflandi skóli á næsta ári og hélt stutta kynningu þar um. Atli Einarsson skipaður í stýrihóp vegna verkefnisins fyrir hönd Fræðslunefndar. Fræðslunefnd hvetur foreldrafélagið að skipa fulltrúa sinn sem fyrst.
  • Fræðslunefnd Húnabyggðar - 15 Þórhalla skólastjóri gaf munnlega skýrslu er varðar daglegt starf skólans. Fjöldi viðburða hefur verið í og utan skóla auk ferða innanlands og utan. Búið er að ganga frá ráðningum þriggja starfsmanna. Auglýsing um tvær stöður eru opnar. Framkvæmdir verða í lágmarki í sumar en skipt verður um þá glugga sem eftir er í Nýja skóla. Vinna á áfram með byrjendalæsi og bekkjaranda/samskipti næsta vetur og verða þeir tveir áhersluþættir áfram í starfsþróun starfsfólks næsta vetur. Þórhalla fór yfir aðgengismál fatlaðra í skóla og íþróttamiðstöð. Þórhalla fór yfir mótun skólastefnu nýs skóla og talaði um mikilvægi samskipti við nágrannaskóla á svæðinu.
  • 7.4 2206034 Önnur mál
    Fræðslunefnd Húnabyggðar - 15 Pétur Arason sveitarstjóri fór yfir gang mála er varðar útboð byggingu nýs leikskóla.

    Elín Ósk Gísladóttir formaður Foreldrafélags Húnaskóla vakti máls á því að
    félaginu hafi borist erindi varðandi neikvæð samskipti nemenda og starfsmanna Húnaskóla.

    Elín Ósk lagði fram eftirfarandi bókun: Foreldrafélag Húnaskóla vill minna á Olweusaráætlunina sem Húnaskóli vinnur eftir (samkvæmt heimasíðu skólans). Á heimasíðu Olweusaráætlana á Íslandi (https://olweus.is/) segir orðrétt: ,,Áætlunin nær til allra anga skólastarfsins og til allra aðila í samfélagi skólans. Við kappkostum að skapa nemendum öryggi. Skólabrag sem einkennist af: Hlýju, einlægum áhuga og alúð hinna fullorðnu. Ákveðnum römmum gegn óviðunandi hegðun. Viðurlög við brotum á reglum. Fullorðnir í skóla og heimilum komi fram af myndugleik sem yfirboðaðar.“

    Einnig ræddi Elín um fyrirhugaðan aðalfund foreldrafélgsins sem verður á haustmánuðum og benti á mikilvægi foreldrasamstarfs en félagið mun bjóða upp á fræðslu um netöryggi og stjórnun á snjalltækjum og fleira.

8.Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 9

2405013F

Fundargerð 9. fundar Íþrótta-, tómstunda og lýðheilsunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 9 Formaður lagði fyrir nefndina erindi frá nemendum Húnaskóla um gerð skólahreystivallar á skólalóð Húnaskóla. Í erindinu kemur fram nemendur vilji að Húnaskóli verði meira heilsueflandi skóli í heilsueflandi samfélagi og að markmið nemendanna sé að láta nemendur hreyfa sig. Umræður urðu um erindið og fagnar nefndin framtaki nemenda. Nefndin samþykkir að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar vegna ársins 2025 og felur menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar að kanna með mögulegar styrkveitingar til verkefnisins.

    Ólafur Sigfús Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.
  • 8.2 2405043 Sumarfjör 2024
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 9 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, fór yfir dagskrá Sumarfjörs 2024. Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt að vanda. Í sumar verða tveir hópar í Sumarfjöri, annars vegar fyrir 6-9 ára börn og hins vegar fyrir 10-12 ára börn. Nefndin fagnar þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði verður fyrir börn og ungmenni í Húnabyggð í sumar.
  • 8.3 2405044 Frístundastyrkur
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 9 Umræður urðu í nefndinni um frístundastyrki, kosti þeirra og galla og upptöku frístundastyrks í Húnabyggð. Nefndin samþykkir að fela menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar að kanna fyrirkomulag frístundastyrks í sambærilegum sveitarfélögum.
  • 8.4 2402035 Blönduósvöllur
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 9 Umræður urðu um Blönduósvöll og þau verkefni sem bíða í sumar. Nefndin leggur til að fundur verði haldinn í nefndinni á haustmánuðum þar sem framtíðarsýn íþróttasvæðisins á Blönduósvelli verður rædd, ástand vallarins metið, verkefni skilgreind og áætlun sett upp til næstu ára. Verði niðurstaða fundarins lögð fyrir Byggðaráð fyrir komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
  • Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 9 Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, kynnti fengna styrki úr lýðheilsusjóði. Húnabyggð sótti um sex styrki úr lýðheilsusjóði haustið 2023 sem sjá má í fundargerð 7. fundar nefndarinnar frá 4. desember 2023. Húnabyggð fékk styrk vegna eftirtalinna verkefna:
    1.
    Komið þið með - 200.000 kr. styrkur - Tilgangur verkefnisins er að fá börn og unglinga af erlendum uppruna til að taka meiri þátt í skipulögðu starfi í íþróttum og tómstundum.
    2.
    Virk efri ár í Húnabyggð ? 200.000 kr. styrkur - Með aukinni virkni og inngildingu eldra fólks í samfélaginu má ætla að stuðlað sé að betri líðan og bættri heilsu og þar með mögulega meiri lífshamingju. Karlmenn nýta sér núverandi úrræði síður og því sérstaklega reynt að höfða til þeirra, en mun nýtast öllum.
    3.
    Heilsuinngrip með svefnbyltingarappinu- íhlutunarrannsókn ? 300.000 kr. styrkur.
    4.
    Tengjum kynslóðirnar með rathlaupum ? 100.000 kr. styrkur - Markmið verkefnis er að stuðla að aukinni fjölbreyttni í íþróttum og útivistar möguleikum á svæðinu sem hentar fjölbreyttum aldri.

    Nefndin fagnar fengnum styrkjum og bindur vonir við að verkefnin eigi eftir að auka hreyfingu og lýðheilsu í sveitarfélaginu.
  • 8.6 2206034 Önnur mál
    Íþrótta-, tómstunda- og lýðheilsunefnd Húnabyggðar - 9 Nefndin vill, enn og aftur, leggja áherslu á að ungbarnaleikvöllurinn sem til er hjá sveitarfélaginu verði settur upp í sumar.

9.Byggðarráð Húnabyggðar - 64

2405014F

Fundargerð 64. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1, 2, 5, 7, 8 og 9 þarfnast sérstakrar afgreiðlsu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð ákveður að taka hvorki afstöðu með né á móti þessu máli. Bókun fundar Sveitarstjórn frestar formlegri afgreiðslu málsins þar til umsögn Umhverfisstofnunar liggur fyrir.

    Samþykkt með 5 atkvæðum, 3 voru á móti (SÞS, JG, BÞH) og einn sat hjá (EG)
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð staðfestir samvinnusamning milli slökkviliðs Húnabyggðar og slökkviliðs Húnaþings vestra sem þegar hefur verið skrifað undir. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð samþykkir þau skilyrði sem Náttúruminjasafn Íslands setur fram um varðveislu uppstoppaðs bjarndýrs. Byggðarráð minnir á að umrætt bjarndýr hafi áður verið varðveitt í byggingum sveitarfélagsins og því ætti öllum skilyrðum að vera uppfyllt.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð staðfestir skipan Óla Vals Guðmundssonar sem eldvarnarfulltrúa Húnabyggðar en þetta hlutverk tilheyrir starfi umsjónarmanns eigna Húnabyggðar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir tilnefningu Óla Vals Guðmundssonar sem eldvarnarfulltrúa Húnabyggðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð samþykkir að veita Ungmennafélaginu Hvöt styrk að upphæð 125.000 kr vegna 100 ára afmælishátíð félagsins.

    ASS vék af fundi undir þessum lið.
    Bókun fundar GRL og ASS véku af fundi og RH tók við stjórn undir þessum lið.

    Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs um að veita Ungmennafélaginu Hvöt styrk að upphæð 125.000 kr vegna 100 ára afmælishátíð félagsins.

    Samþykkt með 7 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð samþykkir lóðaumsókn við Fálkagerði 4.

    ASS kom aftur inn á fund undir þessum lið.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð samþykkir kauptilboð í íbúð Húnabraut 42 0202 og felur sveitarstjóra að gera móttilboð í íbúð Húnabraut 42 0201 í samræmi við ákvörðun fundarins.

    Magnús Sigurjónsson kom inn á fund undir þessum lið.
    Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir kauptilboð í Húnabraut 42 (0202) og samþykkir ennfremur sölu á Húnabraut 42 (0201), þar sem móttilboði var tekið og felur sveitarstjóra að ganga frá samningunum.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Byggðarráð tekur undir umsögn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu sem er eftirfarandi:

    „Umsögn frá Félagi sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu
    Ánægjulegt er að komið sé að þeim tímapunkti að lögð sé fram landsáætlun um ræktun gegn riðu á Íslandi, þar sem megináhersla er á að útrýma veikinn í stað riðusmitefnisins eins og áður var. Ræktun fjárstofns sem ber verndandi arfgerðir gegn smitefninu er undirstaðan.
    Vægi MV arfgerða: Í skýrslunni “Aðgerðir gegn riðuveiki, ný nálgun með verndandi arfgerðum? sem sérfræðingahópur skipaður af matvælaráðherra skilaði af sér 1.nóvember 2023 er lagt til að æskilegt sé að viðhalda eða auka tíðni T137 samsætunnar í stofninum, viðhalda tíðni AHQ og að tíðni C151 sé amk viðhaldið. Þessar samsætur eru útbreiddari í stofninum heldur en ARR og með því að leggja meiri áherslu á þessar mögulega verndandi arfgerðir en gert er í landsáætluninni mætti ná hraðar inn mögulegri vernd, þar sem að rannsóknir benda til þess að þessar mögulega verndandi samsætur gefi sambærilega niðurstöðu á við ARR ( rannsóknir Vincent Beringue hjá INRAE). Þetta dregur einnig úr hættu á skyldleikaræktun.
    Mikilvægt er að tryggja að rannsóknum á þessum mögulega verndandi arfgerðum verði tryggt fjármagn og haldið áfram.
    Varnarlínur eins og þær eru í dag eru einnig mikilvægar með tilliti til garnaveiki og er því mjög mikilvægt að meta gildi þeirra einnig útfrá því.
    Tímalína málsins í samráðsgátt er alveg afleit, 8-20.maí er háannatími hjá sauðfjárbændum og afar erfitt um vik hjá mörgum að gefa sér tíma í þetta“
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs sem byggir á umsögn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu um drög að stefnu um landsáætlun um útrýmingu á sauðfjárriðu. Sveitarstjórn áréttar að mikilvægt sé að yfirvöld fari eftir þeim reglum sem gilda um riðusmitað fé og urðun þess og að ríkisvaldið brjóti ekki lög og þvingi sveitarfélög og eftir atvikum landeigendur til að urða skrokka af riðusmituðu fé. Þá leggur sveitarstjórn áherslu á að yfirvöld leggi af niðurskurðaraðferðir sem notaðar hafa verið um áratugaskeið og að meira fjármagn verði sett í rannsóknir á riðuveiki og aðgerðir til að innleiða arfgerðir sem eru verndandi gegn riðu. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að senda bókun þessa á matvælaráðherra.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Lögð fram til kynningar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir beiðni byggðarsamlags um Félags- og skólaþjónustu um einfalda ábyrgð á láni að fjárhæð 30 milljónir króna til framkvæmda við eina íbúð að Hnitbjörgum á Blönduósi og eina íbúð við Ægisgrund á Skagaströnd.

    Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð og veðsetja til tryggingar ábyrgðinni tekjur sínar í samræmi við hlutfall eignarhalds, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. og 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, til tryggingar láns Félags- og skólaþjónustu A- Hún hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 30.000.000,- með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Nær samþykki sveitarstjórnar jafnframt til undirritunar lánasamnings og að sveitarfélagið beri þær skyldur sem þar greinir.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Lagðar fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 64 Lögð fram til kynningar.

10.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 25

2406001F

Fundargerð 25. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1, 3 og 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 25 Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að skipulagslýsingu, með fyrirvara um samþykki landeigenda, og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar BÞH vék af fundi undir þessum lið.

    Sveitarstjórn samþykkir tillögu að skipulagslýsingu, með fyrirvara um samþykki landeigenda, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna hana skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt með 8 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 25 Nefndin samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.
  • 10.3 2211009 Erindisbréf
    Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 25 Nefndin samþykkir nýtt erindisbréf nefndarinnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir uppfært erindisbréf Skipulags- og samgöngunefndar.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 25 Nefndin samþykkir framlagða tillögu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir afgreiðslu Skipulags- og samgöngunefndar.

    Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.

Fundi slitið - kl. 16:39.

Getum við bætt efni þessarar síðu?