Dagskrá
Birgir Þór Haraldsson boðaði forföll og í hans stað mætti Sævar Björgvinsson
Ómar Ívarsson frá Landslagi sem er aðalskipulagsráðgjafi sveitarfélagsins mætir á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
1.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna fimm efnistökusvæða
2402037
Tekin er til umfjöllunar tillaga að skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar Húnavatnshrepps (núv. Húnabyggðar) vegna nýrra efnistökusvæða. Breytingin er til komin vegna áforma Vegagerðarinnar að endurbyggja hluta Vatnsdalsvegar og hluta Svínvetningarbrautar en þær framkvæmdir eru í undirbúningi.
Breyting á aðalskipulagi felast í því að þrjú (fimm) ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.
Breyting á aðalskipulagi felast í því að þrjú (fimm) ný efnistökusvæði verða skilgreind í aðalskipulagi auk þess sem lýsing á einu efnistökusvæði breytist.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir tillögu að skipulagslýsingu, með fyrirvara um samþykki landeigenda, og leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
2.Bergsstaðir í Svartárdal - Umsókn um byggingarreit og landskipti
2406000
Með innsendu erindi dags. 31, maí 2024 óska eigendur Bergsstaða eftir landskiptum samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Nefndin samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá málinu.
3.Erindisbréf
2211009
Til umræðu og afgreiðslu nýtt erindisbréf fyrir skipulags-og samgöngunefnd Húnabyggðar
Nefndin samþykkir nýtt erindisbréf nefndarinnar.
4.Hveravellir, breyting á deiliskipulagi.
2401017
Lögð er fram tillaga frá skipulags- og byggingarfulltrúa að engar breytingar verði gerðar á deiliskipulagi á Hveravöllum fyrr en eftir auglýsingu og úthlutun lóðar.
Auglýst verði með þeim skilyrðum að færa þurfi byggingarreit lóðar út fyrir friðlýst svæði.
Auglýst verði með þeim skilyrðum að færa þurfi byggingarreit lóðar út fyrir friðlýst svæði.
Nefndin samþykkir framlagða tillögu.
Fundi slitið - kl. 15:45.