15. fundur 27. maí 2024 kl. 15:00 - 16:23 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir formaður
  • Magnús Sigurjónsson ritari
  • Atli Einarsson aðalmaður
  • Renate Janine Kemnitz aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri
  • Kristín Jóna Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Heiðbjört Arnardóttir áheyrnarfulltrúi kennara
  • Elvar Ingi Jóhannesson áheyrnarfulltrúi foreldra
  • Sigríður Bjarney Aadnegard leikskólastjóri
  • Elín Ósk Gísladóttir áheyrnarfulltrúi foreldra
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá

1.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Munnleg skýrsla skólastjóra af daglegu starfi í Leikskóla Húnabyggðar
Sigríður leikskólastjóri gaf munnlega skýrslu er varðar starfið og framkvæmdir. En vinna við skólanámskrá leikskólans er hafin sem og vinna við einkunnarorð og starfsáherslur skólans. Hvað varðar framkvæmdir fór Sigríður yfir það sem gera á í sumar.
Innritun að hausti fer fram í september, 8 börn hefja skólagöngu næsta haust samkvæmt skráningu. Sigríður greindi einnig frá að mönnun líti vel út fyrir næsta skólaár.
Stjórn foreldrafélags leikskólans og leikskólastjórnendur telja mjög mikilvægt að farið verði strax í vinnu við hönnun á nýrri leikskólalóð við Hólabraut, í samráði við starfsmenn, nemendur og foreldra. Mjög mikilvægt er að framkvæmdir við undirbúning geti hafist sem fyrst. Einnig ítreka foreldrar og skólastjórnendur að settur verði upp skúr fyrir vagna og útileikföng við starfsstöð skólans við Félagsheimilið.

2.Heilsueflandi skóli

2405041

Húnaskóli: Kynning á verkefninu Heilsueflandi skóli

Sjá: https://island.is/heilsueflandi-grunnskoli
Þórhalla skólastjóri greindi frá því að Húnaskóli hyggst fara í verkefnið Heilsueflandi skóli á næsta ári og hélt stutta kynningu þar um. Atli Einarsson skipaður í stýrihóp vegna verkefnisins fyrir hönd Fræðslunefndar. Fræðslunefnd hvetur foreldrafélagið að skipa fulltrúa sinn sem fyrst.

3.Húnaskóli - Daglegt starf

2302026

Munnleg skýrsla skólastjóra af daglegu starfi í Húnaskóla
Þórhalla skólastjóri gaf munnlega skýrslu er varðar daglegt starf skólans. Fjöldi viðburða hefur verið í og utan skóla auk ferða innanlands og utan. Búið er að ganga frá ráðningum þriggja starfsmanna. Auglýsing um tvær stöður eru opnar. Framkvæmdir verða í lágmarki í sumar en skipt verður um þá glugga sem eftir er í Nýja skóla. Vinna á áfram með byrjendalæsi og bekkjaranda/samskipti næsta vetur og verða þeir tveir áhersluþættir áfram í starfsþróun starfsfólks næsta vetur. Þórhalla fór yfir aðgengismál fatlaðra í skóla og íþróttamiðstöð. Þórhalla fór yfir mótun skólastefnu nýs skóla og talaði um mikilvægi samskipti við nágrannaskóla á svæðinu.

4.Önnur mál

2206034

Önnur mál
Pétur Arason sveitarstjóri fór yfir gang mála er varðar útboð byggingu nýs leikskóla.

Elín Ósk Gísladóttir formaður Foreldrafélags Húnaskóla vakti máls á því að
félaginu hafi borist erindi varðandi neikvæð samskipti nemenda og starfsmanna Húnaskóla.

Elín Ósk lagði fram eftirfarandi bókun: Foreldrafélag Húnaskóla vill minna á Olweusaráætlunina sem Húnaskóli vinnur eftir (samkvæmt heimasíðu skólans). Á heimasíðu Olweusaráætlana á Íslandi (https://olweus.is/) segir orðrétt: ,,Áætlunin nær til allra anga skólastarfsins og til allra aðila í samfélagi skólans. Við kappkostum að skapa nemendum öryggi. Skólabrag sem einkennist af: Hlýju, einlægum áhuga og alúð hinna fullorðnu. Ákveðnum römmum gegn óviðunandi hegðun. Viðurlög við brotum á reglum. Fullorðnir í skóla og heimilum komi fram af myndugleik sem yfirboðaðar.“

Einnig ræddi Elín um fyrirhugaðan aðalfund foreldrafélgsins sem verður á haustmánuðum og benti á mikilvægi foreldrasamstarfs en félagið mun bjóða upp á fræðslu um netöryggi og stjórnun á snjalltækjum og fleira.

Fundi slitið - kl. 16:23.

Getum við bætt efni þessarar síðu?