Dagskrá
1.Skólahreystivöllur
2405042
Erindi frá nemendum Húnaskóla um gerð skólahreystivallar á skólalóð Húnaskóla
2.Sumarfjör 2024
2405043
Kynning á dagskrá Sumarfjörs í Húnabyggð sumarið 2024
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, fór yfir dagskrá Sumarfjörs 2024. Dagskráin er skemmtileg og fjölbreytt að vanda. Í sumar verða tveir hópar í Sumarfjöri, annars vegar fyrir 6-9 ára börn og hins vegar fyrir 10-12 ára börn. Nefndin fagnar þeirri fjölbreyttu dagskrá sem í boði verður fyrir börn og ungmenni í Húnabyggð í sumar.
3.Frístundastyrkur
2405044
Almenn umræða um frístundastyrki og frístundakort
Umræður urðu í nefndinni um frístundastyrki, kosti þeirra og galla og upptöku frístundastyrks í Húnabyggð. Nefndin samþykkir að fela menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Húnabyggðar að kanna fyrirkomulag frístundastyrks í sambærilegum sveitarfélögum.
4.Blönduósvöllur
2402035
Almenn umræða um völlinn, framtíðarsýni, verkefni sumarsins o.fl.
Umræður urðu um Blönduósvöll og þau verkefni sem bíða í sumar. Nefndin leggur til að fundur verði haldinn í nefndinni á haustmánuðum þar sem framtíðarsýn íþróttasvæðisins á Blönduósvelli verður rædd, ástand vallarins metið, verkefni skilgreind og áætlun sett upp til næstu ára. Verði niðurstaða fundarins lögð fyrir Byggðaráð fyrir komandi fjárhagsáætlunargerð fyrir árið 2025.
5.Styrkumsóknir Húnabyggðar í lýðheilsusjóð
2311429
Kynning á fengnum styrkjum úr lýðheilsusjóði
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir, menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi Húnabyggðar, kynnti fengna styrki úr lýðheilsusjóði. Húnabyggð sótti um sex styrki úr lýðheilsusjóði haustið 2023 sem sjá má í fundargerð 7. fundar nefndarinnar frá 4. desember 2023. Húnabyggð fékk styrk vegna eftirtalinna verkefna:
1.
Komið þið með - 200.000 kr. styrkur - Tilgangur verkefnisins er að fá börn og unglinga af erlendum uppruna til að taka meiri þátt í skipulögðu starfi í íþróttum og tómstundum.
2.
Virk efri ár í Húnabyggð ? 200.000 kr. styrkur - Með aukinni virkni og inngildingu eldra fólks í samfélaginu má ætla að stuðlað sé að betri líðan og bættri heilsu og þar með mögulega meiri lífshamingju. Karlmenn nýta sér núverandi úrræði síður og því sérstaklega reynt að höfða til þeirra, en mun nýtast öllum.
3.
Heilsuinngrip með svefnbyltingarappinu- íhlutunarrannsókn ? 300.000 kr. styrkur.
4.
Tengjum kynslóðirnar með rathlaupum ? 100.000 kr. styrkur - Markmið verkefnis er að stuðla að aukinni fjölbreyttni í íþróttum og útivistar möguleikum á svæðinu sem hentar fjölbreyttum aldri.
Nefndin fagnar fengnum styrkjum og bindur vonir við að verkefnin eigi eftir að auka hreyfingu og lýðheilsu í sveitarfélaginu.
1.
Komið þið með - 200.000 kr. styrkur - Tilgangur verkefnisins er að fá börn og unglinga af erlendum uppruna til að taka meiri þátt í skipulögðu starfi í íþróttum og tómstundum.
2.
Virk efri ár í Húnabyggð ? 200.000 kr. styrkur - Með aukinni virkni og inngildingu eldra fólks í samfélaginu má ætla að stuðlað sé að betri líðan og bættri heilsu og þar með mögulega meiri lífshamingju. Karlmenn nýta sér núverandi úrræði síður og því sérstaklega reynt að höfða til þeirra, en mun nýtast öllum.
3.
Heilsuinngrip með svefnbyltingarappinu- íhlutunarrannsókn ? 300.000 kr. styrkur.
4.
Tengjum kynslóðirnar með rathlaupum ? 100.000 kr. styrkur - Markmið verkefnis er að stuðla að aukinni fjölbreyttni í íþróttum og útivistar möguleikum á svæðinu sem hentar fjölbreyttum aldri.
Nefndin fagnar fengnum styrkjum og bindur vonir við að verkefnin eigi eftir að auka hreyfingu og lýðheilsu í sveitarfélaginu.
6.Önnur mál
2206034
Nefndin vill, enn og aftur, leggja áherslu á að ungbarnaleikvöllurinn sem til er hjá sveitarfélaginu verði settur upp í sumar.
Fundi slitið - kl. 16:09.
Ólafur Sigfús Benediktsson vék af fundi undir þessum lið.