13. fundur 16. maí 2024 kl. 13:00 - 14:45 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Ragnhildur Haraldsdóttir formaður
  • Þóra Sverrisdóttir 1. varamaður
    Aðalmaður: Kristófer Kristjánsson
  • Erla Gunnarsdóttir varaformaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir aðalmaður
  • Guðjón Ebbi Guðjónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Kristín Ingibjörg Lárusdóttir embættismaður
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Styrkumsóknir - fremkvæmdasjóður ferðamannastaða 2024

2308029

Yfirferð á svörum við styrkumsóknum sem hafa borist frá framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Atvinnu- og menningarnefnd lýsir yfir miklum vonbrigðum með synjanir á öllum umsóknum Húnabyggðar til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða sem eru illa rökstuddar og ekki í samræmi við umsóknirnar.

2.Viðburðir 2024

2402012

Viðburðir í Húnabyggð 2024
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúi ræðir hugmyndir og áform um 17. júní hátíðarhöld og Húnavöku.

Einnig rætt um aðra viðburði.

3.Viðvera ferðamanna í Húnabyggð

2405021

Leiðir til þess að skoða betur fjölda ferðamanna sem sækja sveitarfélagið heim og hve lengi þeir stoppa
Lagt fram til kynningar og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna varðandi málið.

4.Atvinnu-, kynningar- og ferðamálafulltrúi

2405022

Möguleikar á ráðningu atvinnu-, kynningar- og ferðamálafulltrúa Húnabyggðar
Atvinnu- og menningarnefnd telur brýna þörf á ráðningu atvinnu-, kynningar- og ferðamálafulltrúa í fullt starf og vísar erindi til Byggðarráðs.

5.Erindisbréf atvinnu- og menningarnefndar

2211006

Uppfærsla á erindisbréfum nefndarinnar að beiðni sveitarstjórnar í kjölfar breytinga á 47. og 54. grein samþykkta á 35. sveitarstjórnarfundi
Atvinnu- og menningarnefnd samþykkir breytingu á erindisbréfi nefndarinnar samhljóða.

6.Önnur mál

2206034

Engin önnur mál rædd.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?