63. fundur 16. maí 2024 kl. 15:00 - 16:20 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Sverrir Þór Sverrisson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Raflínunefnd

2405012

Umsagnarbeiðni innviðaráðuneytis um beiðni Landsnets um skipan raflínunefndar Holtavörðuheiðarlínu 3
Lögð fram beiðni innviðaráðuneytis um umsögn um beiðni Landsnets um skipan raflínunefnda vegna fyrirhugaðra framkvæmda við lagningu Holtavörðuheiðarlínu 3. Er beiðni Landsnets með vísan í 1. mgr. 9.gr.a. í skipulagslögum nr. 123/2010 en heimild til skipunar slíkra nefnda var fest í lög með lagabreytingu nr. 35/2023. Byggðarráð Húnabyggðar lagðist gegn þeim breytingum. Taldi ráðið þá, og gerir enn, að þær vegi að skipulagsvaldi sveitarfélaga. Byggðarráð Húnabyggðar telur að á þessu stigi sé ekki þörf á skipan slíkrar nefndar. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um legu línunnar og þar af leiðandi ekki farið fram samtal um framkvæmdina og enn síður kominn fram ágreiningur um hana. Auk þess liggur ekki fyrir reglugerð um störf raflínunefnda á grundvelli lagabreytinga nr. 35/2023 og skipan nefndarinnar því ekki tímabær.

Hér er um flókið skipulagsmál að ræða en byggðarráð vill benda á að skipulagsmál eiga ekki, og mega ekki, í eðli sínu vera einföld. Tilgangur þeirra er að tryggja að vel sé að verki staðið við hvers kyns framkvæmdir og að sem flest sjónarmið séu tekin með í reikninginn. Í rökstuðningi Landsnets kemur einnig fram að hlutaðeigandi sveitarfélögum hafi verið tilkynnt um beiðnina og að engin sérstök mótmæli hafi borist. Byggðarráð vill að fram komi að í því bréfi var á engan hátt gefið til kynna að umsagna væri óskað heldur var ítrekað tekið fram að bréfið væri sent til upplýsingar.

Húnabyggð hefur gert athugasemd við samráð Landsnets við hagsmunaaðila um legu línunnar og að það hafi ekki verið gagnsætt ferli, þrátt fyrir að Landsnet hafi haldið því fram að svo væri, og að ákvörðun um legu línunnar sé þegar tekin af hálfu Landsnets. Sveitarfélagið hefur því ekki deilt um framkvæmdina sem slíka enda hefur það verið raunveruleiki svæðisins að sú orka sem hægt er að framleiða í Blöndustöð kemst ekki öll frá virkjuninni vegna takmarka í flutningskerfinu. Þetta er staðreynd þrátt fyrir að Blöndustöð sé yfir 30 ára gömul og sveitarfélagið því fylgjandi uppbyggingu orkuflutningskerfisins og langeygt eftir umbótum þar á. Aðferðafræði Landsnets í þessu máli hefur ekki verið til fyrirmyndar og ósk um raflínunefnd á þessu stigi málsins er því til sönnunar. Þá staðfestir þessi umsókn Landsnets þá skoðun okkar að lega línunnar liggi þegar fyrir að hálfu Landsnets, þó ekki liggi fyrir útkoma valkostagreiningarinnar.

2.Erindi frá Öldungaráði

2301019

Erindi frá Öldungaráði Húnabyggðar varðandi það að setja reglur um akstur eldri borgara
Byggðarráð þakkar Öldungaráði fyrir erindið og hefur lagt fram drög að reglum og gjaldskrá aksturs eldri borgara.

3.Rarik - Strengjaleiðir

2303023

Erindi frá Rarik ohf. er varðar fyrirhugaða lagningu jarðstrengja í sveitarfélaginu
Byggðarráð samþykkir erindi Rarik ohf. um legu jarðstrengja í löndum sveitarfélagsins sem eru annars vegar L145413 skv. uppdrætti 2024.0025.0026 af strengleiðinni og hins vegar L218020 skv. uppdrætti 2024.0091.0001 af strengleiðinni.

4.Verðmat á íbúðir Húnabraut 42 0201 og 0202

2405027

Kynning á verðmati á tvær íbúðir sveitarfélagsins, Húnabraut 42 0201 og 0202
Byggðarráð samþykkir að setja á sölu tvær eignir að Húnabraut 42 (0201 og 0202).

5.Viðaukasamningur við samning um sóknaráætlun Norðurlands vestra

2405031

Viðaukasamningur við samning um sóknaráætlun Norðurlands vestra er varðar tilraunagróðurhús sem nýtir glatvarma frá gagnaveri Borealis á Blönduósi
Sveitarstjóri upplýsir um styrkúthlutun innviðaráðuneytis úr lið C1 á byggðaáætlun, sértæk verkefni sóknaráætlunarsvæða. Húnabyggð sendi inn umsókn og hlýtur styrk upp á 15 milljónir kr. til uppsetningar tilraunagróðurhúss. Nýta á glatvarma frá gagnaveri Borealis á Blönduósi, reisa tilraunagróðurhús og veita frumkvöðlum aðgengi til að prófa og þróa vöru og gera svæðið þannig eftirsóknarvert fyrir matarfrumkvöðla. Orka verður einnig tryggð með sólarrafhlöðum. Er verkefninu ætlað að hvetja til nýsköpunar í atvinnulífi sveitarfélagsins. Byggðarráð fagnar styrkveitingunni og felur sveitarstjóra undirritun samnings þar um.

6.Erindi frá íbúa vegna öryggismála

2405033

Erindi frá íbúa varðandi slysahættu á skólalóð Húnaskóla vegna aksturs bifreiða á lóðinni
Byggðarráð tekur undir áhyggjur um öryggi barna við grunnskólann vegna bílaumferðar og felur sveitarstjóra að gera viðeigandi ráðstafanir strax til þess að umferð bíla um grunnskólalóðina sé haldið í lágmarki. Þá felur byggðarráð skipulags- og byggingarfulltrúa að kanna framtíðarskipulag umferðar um lóð grunnskólans og koma með tillögur hvað það varðar.

7.Fundargerð 107. fundar stjórnar SSNV

2405024

Fundargerð 107. fundar stjórnar SSNV
Lögð fram til kynningar.

8.Fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna 2024

2405025

Fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna 2024
Lögð fram til kynningar.

9.Skýrsla stjórnar Landskerfis bókasafna vegna ársins 2023

2405030

Skýrsla stjórnar Landskerfis bókasafna vegna ársins 2023
Lögð fram til kynningar.

10.Fundargerð stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 2.maí 2024

2405026

Fundargerð stjórnarfundar Félags- og skólaþjónustu A-Hún 2.maí 2024
Lögð fram til kynningar.

11.Fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Heimilisiðnaðarsafnsins 29. apríl 2024

2405017

Fundargerðir aðalfundar og stjórnarfundar Heimilisiðnaðarsafnsins 29. apríl 2024
Lagt fram til kynningar.

12.Ársreikningur og fundargerð aðalfundar Hveravallafélagsins

2405028

Ársreikningur 2023 og fundargerð aðalfundar Hveravallafélagsins 2024
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:20.

Getum við bætt efni þessarar síðu?