27. fundur 13. september 2016 kl. 17:00 - 18:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Valgarður Hilmarsson forseti
  • Guðmundur Haukur Jakobsson aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Gerður Beta Jóhannsdóttir varamaður
  • Valdimar Guðmannsson varamaður
  • Guðmundur Sigurjónsson varamaður
  • Ingibjörg Signý Aadnegard varamaður
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Starfsmenn
  • Þórður Pálsson ritari
Fundargerð ritaði: Þórður Pálsson ritari
Dagskrá

1.Byggðaráð Blönduósbæjar - 67

1608003F

Fundargerð 67. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina, fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Blönduósbæjar - 68

1608006F

Fundargerð 68. fundar byggðaráðs lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 2.3 og 2.5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verður haldið í 21. og 22. október 2016. Samkvæmt 3.1. gr. samþykkta SSNV eiga fulltrúar sveitarfélaganna sæti á ársþingi, sem hér segir:
    Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu. Miða skal við íbúafjölda sveitarfélags þann 1. desember næstliðins árs. Samkvæmt því á Blönduós 4 fulltrúa.

    Fulltrúar Blönduósbæjar eru:
    Valgarður Hilmarsson

    Af L-lista
    Anna Margrét Sigurðardóttir
    Af L-lista
    Hörður Ríkharðsson

    Af J-lista
    Oddný María Gunnarsdóttir
    Af J-lista
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Óskað er eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Húnavatnsskóla.

    Byggðaráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðaráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Óskað er eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Höfðaskóla.

    Byggðaráð frestar erindinu.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Óskað er eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Blönduskóla.

    Byggðaráð samþykkir erindið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 68. fundar byggðaráðs staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Blönduskóli stefnir að því að koma upp útikennslusvæði í rjóðri norðarlega í Fagrahvammi. Óskað er eftir leyfi til að koma upp aðstöðu sem nýtist til kennslu s.s. bekkjum úr trjábolum og aðstöðu undir elstæði svo svæðið nýtist jafnframt til heimilisfræðikennslu. Einnig er óskað eftir leyfi til að auka skjól t.d. með því að bæta við trjabolum sem settir yrðu niður lóðrétt á milli trjánna. Verkið yrði unnið í samvinnu við Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga.

    Byggðaráð fagnar þessum áformum og aukinni fjölbreytni í kennsluháttum við Blönduskóla. Byggðaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur Blönduskóla að hafa samráð við tæknideild um málið.
  • Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Fyrir fundinn liggur samantekt vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Upplýsingamiðstöðin var opnuð þann 1. júní sl. Opnunartími hennar er frá 9-17 alla daga. Verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvarinnar er Lee Ann Maginnis.
    Frá 1. júní til 29. ágúst hafa 807 gestir heimsótt upplýsingamiðstöðina.

  • 2.8 1506021 Önnur mál
    Byggðaráð Blönduósbæjar - 68 Engin önnur mál.

3.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23

1608001F

Fundargerð 23. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 3.1, 3.2, 3.3, 3.5 og 3.7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Nefndin samþykkir byggingaráformin Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Nefndin samþykkir að veita stöðuleyfi fyrir þeim gámum sem verktakinn hefur á staðnum til verkloka, að hámarki til 31. janúar 2017. Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Nefndin samþykkir erindið með 4 atkvæðum. Oddný María Gunnarsdóttir situr hjá.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Sveitarstjórn ákvað síðastliðið haust að sækja um styrk úr Húsafriðunarsjóði til að undirbúa umsókn um að "Gamli bærinn á Blönduósi" verði verndarsvæði í byggð. Sú umsókn var ekki afgreidd. Nú er auglýst eftir umsóknum að nýju til áætlanagerðar og undirbúnings vegna verndarsvæða í byggð og er umsóknafrestur til 17. ágúst nk. Skipulagsfulltrúi kynnti drög að umsókn Blönduósbæjar sem hann hefur unnið að í samstarfi við ráðgjafa.
    Skipulags- umhverfis- og umferðarnefnd samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að ganga frá henni.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 6 atkvæðum, ZAL situr hjá.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Skipulagsfulltrúi kynnti greinargerðina sem hann hefur unnið í samvinnu við ráðgjafa.
    Nefndin samþykkir að áfram verði unnið að verkefninu í samræmi við skipulagslög nr. 123/2010.
    Bókun fundar Afgreiðsla 23. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 23 Nefndin samþykkti í lok síðasta fundar að veita Skarphéðni Ragnarssyni, Húnabraut 23 viðurkenningu fyrir fallegasta garðinn og Ömmukaffi, Húnabraut 2 viðurkenningu til fyrirtækis fyrir endurbætur og snyrtimennsku. Viðurkenningarnar voru veittar við setningu Húnavöku þann 15. júlí sl.

4.Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 24

1609001F

Fundargerð 24. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 4.1, 4.2, 4.3 og 4.4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 24 Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir að kynna skipulagsbreytinguna með leiðréttingum sem fram komu á fundinum á almennum fundi í samræmi við 2. mg. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Tillagan var borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónssson situr hjá.
    Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 24 Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir að kynna deiliskipulagið á almennum fundi í samræmi við 4. mg. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin á aðalskipulagi og deiliskipulagið verði kynnt á sama fundi. Tillagan borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 24 Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir með framkomnum leiðréttingum á fundinum að kynna deiliskipulagið á almennum fundi í samræmi við 4. mg. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefnd Blönduósbæjar - 24 Nefndin samþykkir byggingaráformin. Valgarður Hilmarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 24. fundar Skipulags-, umhverfis- og umferðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 6 atkvæðum, Valgarður Hilmarsson tók ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.

5.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 10

1608002F

Fundargerð 10. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liðir 5.1 og 5.2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 10 Fram kom hjá Gauta Jónssyni, fjallskilastjóra að illa gangi að manna göngur. Ef ekki ræðst bót á því í vikunni, gæti orðið að grípa til þess ráðs að færa göngur í út Langadalsfjalli yfir á sömu helgi og smalað er fram Langadalsfjall og Skarðsskarð. Rætt var um hvort gefa eigi afslátt til hrossabænda sem eru með merar í blóðtöku eins og gert var í fyrra. Ákveðið af gefa 50% afslátt af fjallskilum fyrir þær hryssur sem eru í blóðtöku. Bókun fundar Afgreiðsla 10. fundar Landbúnaðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 10 Gauti Jónsson óskaði eftir að losna undan embætti fjallskilastjóra. Ákveðið að Anna Margrét Jónsdóttir taki við því tímabundið, þar til önnur skipan verður ákveðin. Bókun fundar Sveitarstjórn þakkar Gauta Jónssyni góð störf sem fjallskilastjóri.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 10 Fyrir fundinum lá bréf frá Bændasamtökum Íslands með nokkrum spurningum um framkvæmd fjallskila í sveitarfélaginu. Bréfið er sent í kjölfar ályktunar Búnaðarþings 2016 um fjallskil. Fjallskilastjóra falið að svara bréfinu.

6.Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 11

1608005F

Fundargerð 11. fundar Landbúnaðarnefndar lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 6.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Landbúnaðarnefnd Blönduósbæjar - 11 Anna Margrét lagði fram drög að gangnaseðli og eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir fjallskil.
    Áætlun vegna gangna/réttarstarfa og fl.í Blönduóssbæ haustið 2016














    Tekjur













    Fjallskilaeiningar hross
    2.005 330 kr.
    661.650
    Fjallskilaeiningar hross Blönduós
    175 439 kr. 76.825
    Fjallskilaeiningar ær

    3.143 330 kr. 1.037.190
    Landgjald


    14.706 23 kr. 338.238
    Veiðiarður





    420.000







    Tekjur alls




    2.533.903














    Gjöld













    Fjallskilakostnaður- göngur -réttir.

    1.876.600
    Flutningur fénaðar




    280.000
    Girðingarviðhald og fleira



    280.000
    Kaffi





    50.000














    Gjöld alls




    2.486.600














    Mismunur




    47.303














    Sundurliðun fjallskilakostnaðar





    Göngur og réttir dagsv




    Tröllabotnar og Laxárdalur
    74 dv
    12.000
    888.000

    Langadalsfjall

    77 dv
    11.000
    847.000

    Hirðing í útréttum

    3 dv
    12.000
    36.000

    Rekstur Þverá

    18 dv
    3.700
    66.600

    Töfludráttur

    2 dv
    1.500
    3.000

    Álag vegna hjólagangna
    6 dv
    6.000
    36.000






    1.876.600




    Ákveðið hefur verið að smala út Langadalsfjall sömu helgi og Skarðsskarð, þ.e. fyrstu helgina í september.

    Laxárdalur verður smalaður 9. september, Tröllabotnar 10. september og réttir í Skrapatungurétt verða 11. september.

    Seinni göngur í Tröllabotnum verða 16. september, á Laxárdal 17. september og stóðrétt í Skrapatungurétt verður 18. september.
    Bókun fundar Afgreiðsla 11. fundar Landbúnaðarnefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.

7.Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 17

1608004F

Fundargerð 117. fundar Fræðslunefndar lögð fram til afgreiðslu á 27. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Valgarður Hilmarsson, forseti sveitarstjórnar kynnti fundargerðina. Liður 7.1 þarfnast sérstakrar afgreiðslu, fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.
  • Fræðslunefnd Blönduósbæjar - 17 Jóhanna G. Jónasdóttir sagði frá því að umsækjendur um starf aðstoðarleikskólastjóra sé einn, Sigríður Helga Sigurðardóttir leikskólakennari á Barnabæ. Mælir hún með því að hún verði ráðin til eins árs frá og með 1. september. Síðan verði auglýst.
    Ágústa Hrönn Óskarsdóttir hefur sýnt því áhuga að taka að sér ráðgjör um sérkennslu sem fyrrum aðstoðarleikskólstjóri sá um. Jóhanna G. mælir með því að hún verði ráðin til þess.

    Kristín Ingibjörg bar tillöguna upp og var hún samþykkt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 17. fundar Fræðslunefndar staðfest á 27. fundi sveitarstjórnar 13. september 2016 með 7 atkvæðum.

8.Skýrsla sveitarstjóra

1510028

Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum.

9.Fjármögnun vegna stækkunnar urðunarstaðar

1609006

Sveitarstjórn Blönduóssbæjar samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Norðurár bs hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 250.000.000 kr. til allt að 8 ára. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Norðurá bs sem er 14,27%. Til tryggingar ábyrgðinni standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til gerðar urðunarstaðarins Stekkjarvíkur við Sölvabakka sem fellur undir lánshæf verkefni sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.

Sveitarstjórn Blönduóssbæjar skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Norðurár bs. til að breyta ekki ákvæði samþykkta Norðurár bs sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.

Fari svo að Blönduósbær selji eignarhlut í Norðurá bs. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Blönduósbær sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.

Jafnframt er Arnari Þór Sævarssyni, kt. 161171-4339 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Blönduósbæjar veitingu ofangreindrar ábyrgðar og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast veitingu tryggingar þessarar.



Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?