Dagskrá
1.Æfinga- og keppnissvæði Skotfélagsins Markviss - Breyting á aðalskipulagi.
1510002
Erindi frá Blönduósbæ, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010 til 2030. Breytingin felst í að skilgreina skotæfingasvæði á núverandi stað. Tillagan er gerð hjá Landmótun ehf. af Yngva Þór Loftssyni og samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð dags. 1. sept. 2016.
2.Skotæfingasvæði á Blönduósi - Deiliskipulag
1609001
Erindi frá Blönduósbæ, tillaga að deiliskipulagi fyrir skotæfingasvæði á núverandi stað. Tillagan er gerð hjá Landmótun ehf. af Yngva Þór Loftssyni og samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð dags. 5. september 2016
Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir að kynna deiliskipulagið á almennum fundi í samræmi við 4. mg. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin á aðalskipulagi og deiliskipulagið verði kynnt á sama fundi. Tillagan borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.
3.Brautarhvammur og gönguleið í Hrútey - Breyting á deiliskipulagi.
1603014
Brautarhvammur, deiliskipulag. Ný tillaga sem samanstendur af skipulagsuppdrætti og greinargerð sem gerð er hjá Landmótun af Yngva Þór Loftssyni dags. 17. ágúst 2016 lögð fram til umsagnar.
Skipulags- umhverfis og umferðarnefnd samþykkir með framkomnum leiðréttingum á fundinum að kynna deiliskipulagið á almennum fundi í samræmi við 4. mg. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
4.Húnabraut 33 - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.
1603015
Erindi frá Ámundakinn, umsókn um byggingarleyfi til breytinga og breyttrar notkunar á húsnæði félagsins að Húnabraut 33. Um er að ræða breytingar á nýtingu hússins, sem áður hýsti mjólkurstöð, en nú er fyrirhugað að flytja þangað starfsemi fyrirtækjanna Vilkó og Prima. Núverandi vinnslusalur á 1. hæð hússins verður endurinnréttaður og settir upp nýjir milliveggir og brunaskil lagfærð. Núverandi ketilhúsi verður einnig breytt, bætt við aksturdyrum og gönguhurð á gafl, ketill fjarlægður og byggingin nýtt sem aðstaða fyrir Mjólkursamsöluna vegna smásöludreifingar á mjölkurvörum. Aðrir húshlutar, svo sem núverandi starfsmannaaðstaða, verða að mestu leyti óbreyttir.
Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-105 í verki nr. 775504, dags. 2. sept. 2016.
Umsókninni fylgir aðaluppdráttur gerður hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni byggingarfræðingi, teikningar nr. A-100 til A-105 í verki nr. 775504, dags. 2. sept. 2016.
Nefndin samþykkir byggingaráformin. Valgarður Hilmarsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.
Fundi slitið.
Tillagan var borin upp og samþykkt með 3 atkvæðum. Jakob Jónssson situr hjá.