68. fundur 31. ágúst 2016 kl. 17:00 - 18:25 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson formaður
  • Zophonías Ari Lárusson varaformaður
  • Hörður Ríkharðsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Arnar Þór Sævarsson sveitarstjóri Blönduósbæjar
Dagskrá

1.SSNV - Tilnefning fulltrúa á ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

1608019

Ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra verður haldið í 21. og 22. október 2016. Samkvæmt 3.1. gr. samþykkta SSNV eiga fulltrúar sveitarfélaganna sæti á ársþingi, sem hér segir:

Einn fulltrúi fyrir hvert sveitarfélag á starfssvæðinu, auk eins fulltrúa fyrir hverja byrjaða 400 íbúa í sveitarfélaginu. Miða skal við íbúafjölda sveitarfélags þann 1. desember næstliðins árs. Samkvæmt því á Blönduós 4 fulltrúa.



Fulltrúar Blönduósbæjar eru:

Valgarður Hilmarsson

Af L-lista

Anna Margrét Sigurðardóttir
Af L-lista

Hörður Ríkharðsson

Af J-lista

Oddný María Gunnarsdóttir
Af J-lista

2.Hafnarsamband Íslands - fundargerð stjórnar dags. 16. ágúst 2016

1608018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1608013

Óskað er eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Húnavatnsskóla.



Byggðaráð samþykkir erindið.

4.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1608015

Óskað er eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Höfðaskóla.



Byggðaráð frestar erindinu.

5.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

1608024

Óskað er eftir námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Blönduskóla.



Byggðaráð samþykkir erindið.

6.Blönduskóli - erindi frá skólastjóra

1608023

Blönduskóli stefnir að því að koma upp útikennslusvæði í rjóðri norðarlega í Fagrahvammi. Óskað er eftir leyfi til að koma upp aðstöðu sem nýtist til kennslu s.s. bekkjum úr trjábolum og aðstöðu undir elstæði svo svæðið nýtist jafnframt til heimilisfræðikennslu. Einnig er óskað eftir leyfi til að auka skjól t.d. með því að bæta við trjabolum sem settir yrðu niður lóðrétt á milli trjánna. Verkið yrði unnið í samvinnu við Skógræktarfélag Austur-Húnvetninga.



Byggðaráð fagnar þessum áformum og aukinni fjölbreytni í kennsluháttum við Blönduskóla. Byggðaráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur Blönduskóla að hafa samráð við tæknideild um málið.

7.Skýrsla upplýsingamiðstöðvar

1608025

Fyrir fundinn liggur samantekt vegna Upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu. Upplýsingamiðstöðin var opnuð þann 1. júní sl. Opnunartími hennar er frá 9-17 alla daga. Verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvarinnar er Lee Ann Maginnis.

Frá 1. júní til 29. ágúst hafa 807 gestir heimsótt upplýsingamiðstöðina.



8.Önnur mál

1506021

Engin önnur mál.

Fundi slitið - kl. 18:25.

Getum við bætt efni þessarar síðu?