49. fundur 11. febrúar 2025 kl. 16:00 - 17:28 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
    Aðalmaður: Zophonías Ari Lárusson
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Jón Gíslason að taka til máls og óskaði eftir dagskrártillögu:

Ég óska eftir að tekin verði á dagskrá fundarins kosning í stjórn Húnaborgar hses þar sem tilnefning byggðarráðs í stjórn hennar samræmist ekki verkefnum byggðaráðs eins og þó er bókað í 2.lið fundargerðar 94.fundar byggðarráðs.
En skylt er samkvæmt 10.grein samþykkta Húnabyggðar að setja á dagsskrá sveitarstjórnarfunda allar kosningar nefnda, ráða og stjórna á vegum sveitarstjórnar.

Samþykkt með 8 atkvæðum og 1 sat hjá (RH) og verður liður 5 í dagskrá.

1.Byggðarráð Húnabyggðar - 93

2501011F

Fundargerð 93. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 49. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 1.1 2501037 Byggðakvóti
    Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Samkvæmt bréfi frá Matvælaráðuneytinu dags. 22. janúar 2025 er Húnabyggð úthlutað byggðarkvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025 og eftirstöðvar á úthlutun fyrra árs sem kemur til ráðstöðvunar á yfirstandandi fiskveiðiári samtals 19,153 tonn.
    Byggðarráð mótmælir harðlega þeirri skerðingu á byggðarkvóta sem orðið hefur á undanförnum árum í sveitarfélaginu og í nágrannasveitarfélögunum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma mótmælum Húnabyggðar á framfæri til ráðuneytisins og ráðherra málaflokksins.
    Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa sérreglur er varðar byggðakvóta.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Fyrir fundinum lá staðfesting á lokun fjögurra félaga í eigu Húnabyggðar sem nú hefur formlega verið lokað.
    Félögin eru:Áshreppur,Húnavallaskóli,Mötuneyti Húnavallskóla og Brunavarnir A-Hún
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Byggðarráð ákveður að veita Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps afmælisgjöf að upphæð 100.000kr. vegna 100 ára afmæli kórsins á árinu. Kórinn mun halda nokkra viðburði á árinu af þessu tilefni og afmæliskaffi verður í Húnaveri á sumardaginn fyrsta.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá frekari upplýsingar frá HMS um skilgreininigu stofnframlagsins vegna fyrirhugaðan íbúðakjarna við Sunnubraut.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Byggðarráð mótmælir þeim hugmyndum sem Vegagerðin leggur fram og vísar þar m.a. í athugasemdir Einars Einarssonar oddvita Skagafjarðar, Halldórs Ólafssonar oddvita Skagastrandar og Katrínar Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra SSNV af kynningarfundi Vegagerðarinnar þar sem fækkun ferða um eina á dag var mótmælt. Þau mótmæltu jafnframt því að fyrirhuguð sérleið milli Hvammstanga, Blönduóss og Sauðárkróks yrði ekki að veruleika. Byggðarráð vill benda á að þessi fækkun kemur m.a. í veg fyrir að framhaldsskólanemar geti nýtt ferðir strætó til þess að komast úr og í skóla um helgar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum mótmælum Húnabyggðar formlega á framfæri. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir mótmæli byggðarráðs vegna áforma Vegagerðarinnar um að fækka ferðum á Norðulandi vestra úr tveimur í eina á dag og að ekki verði hugað að sérleið milli Hvammstanga, Blönduós og Sauðárkróks.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Munnleg skýrsla sveitarstjóra Bókun fundar EA lagði fram eftirfarandi tillögu:

    Lagt er til að dagskrárliðurinn „staða verkefna“ verði fastur liður á sveitarstjórnarfundum. Tilgangur þessa er að auka upplýsingaflæði til sveitarstjórnar um rekstur og þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni í starfsemi sveitarfélagsins.

    Samþykkt með sjö atkvæðum, tveir sátu hjá (GHJ,GRL)
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 93 Byggðarráð samþykkir framlagðan undanþágulista Húnabyggðar vegna verkfalla.

2.Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 18

2501010F

Fundargerð 18. fundar Atvinnu- og menningarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 49. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 2.1 2501033 Prjónagleði
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 18 Undirbúningur er komin af stað en ákveðið var að að færa viðburðinn fram um eina helgi vegna Hvítasunnuhelgarinnar. Eftir umræður um þetta var ákveðið að framvegis verði Prjónagleðin alltaf fyrstu helgina í júní óháð því hvort að það hitti á Hvítasunnuhelgi eða ekki. Opnun heimasíðu er í undirbúningi og verður hún opnuð á næstu vikum og þar verður haldið utan um allar skráningar o.fl. Prjónagleðin hefur fest sig í sessi sem einn stærsti og skemmtilegasti viðburður ársins og árið í ár verður engin undanteking.
  • Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 18 Skáksamband Íslands hefur ákveðið að halda 100 ára afmæli sambandsins á Blönduósi en sambandið var stofnaði í gamla spítalanum í gamla bænum 23. júní 1925. Viðburðurinn verður mjög stór og mun ná yfir tæpar tvær vikur eða frá 12. júní til 22. júní. Teflt verður út um allan bæ og ýmiskonar viðburðir verða haldnir sem tengjast skák og sögu taflmennskunar á Íslandi. Stórmeistaramót verður haldið og mögulega minni mót sem allir geta tekið þátt í. Mikið verður um að vera á meðan að þessi hátíðarhöld standa yfir og reikna má með að töluverður fjöldi fólks muni heimsækja okkur af þessu tilefni. Undirbúningur og hugmyndavinna hefur staðið yfir í meira en eitt ár en nú eru hjólin farin að snúast hraðar enda stutt í afmælið. Skáksambandið mun koma í heimsókn í næstu viku og mun m.a. ræða við grunnskólann um aðkomu barnanna að viðburðinum.
  • 2.3 2501035 Húnavaka
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 18 Húnavakan í fyrra var frábærlega heppnuð og ætlunin er að fylgja því eftir og gera meira af því sama í bland við nýja hluti. Reiknað er með að torfæra verði haldin á Blönduósi um þessa helgi. Skemmtilegheitin byrja á miðvikudeginum og standa yfir fram á sunnudag.
  • 2.4 2501036 Vatnsdæla
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 18 Ákveðið var að skoða vel skipulag og utanumhald viðburðarins en stefna að því að halda viðburðinn aftur í ár og setja m.a. sérstakan fókus á hlaupaviðburðinn. Þá var ákveðið að leggja til við byggðarráð að í tengslum við viðburðinn verði formleg opnun Þrístapasvæðisins. Einnig var rætt um að endurhugsa nafn viðburðarins.
  • 2.5 2206034 Önnur mál
    Atvinnu- og menningarnefnd Húnabyggðar - 18 Nýr verkefnastjóri, Heiðveig María Einarsdóttir, hefur tekið til starfa fyrir Húnabyggð og mun hún halda utan um flesta viðburði Húnabyggðar þetta árið í samstarfi við það fólk sem hefur séð um þá síðustu ár.

3.Byggðarráð Húnabyggðar - 94

2502001F

Fundargerð 94. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 49. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 3,4 og 8 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Byggðarráð tekur undir erindi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra (LNV) til Dómsmálaráðuneytisins þar sem farið er fram á að tvö fullfjármögnuð stöðugildi rannsóknar¬lögreglumanna til uppbyggingar á rannsóknardeild vegna kynferðisbrota, manndrápa og tilrauna til slíkra brota. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi á ráðuneytið þar sem tekið eru undir óskir LNV.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Byggðarráð samþykkir framlagðar samþykktir Húnaborgar hses og tilnefnir sem aðalmenn í stjórn; Zophonías Ara Lárusson, Auðunn Stein Sigurðusson og Ragnhildi Haraldsdóttur. Jafnframt tilnefnir byggðarráð eftirfarandi varamenn í stjórn; Guðmund Hauk Jakobsson, Grím Rúnar Lárusson og Ásdísi Ýr Arnardóttir Bókun fundar Vísað er til dagskrárliðar 5 í fundargerð sveitarstjórnar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Byggðarráð stafestir framlagða gjaldskrá Húnanets fyrir árið 2025 og samþykkir hana með öllum greiddum atkvæðum. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir framlagða gjaldskrá Húnanets fyrir árið 2025 með öllum greiddum atkvæðum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Byggðarráð staðfestir framlagaðan samning um leigu á Húnavöllum og felur sveitarstjóra að staðfesta samninginn. Bókun fundar EA óskaði eftir því að gera grein fyrir atkvæði sínu um samning um leigu á Húnavöllum.

    Bókun um ráðstöfun eigna og rekstur í húsnæði sveitarfélagsins á Húnavöllum
    Undirrituð kýs að sitja hjá við afgreiðslu samnings um leigu á Húnavöllum. Þó svo að vissulega sé jákvætt að loks hilli undir að starfsemi hefjist í húsnæði sveitarfélagsins, þá hefur vinnubrögðum við ráðstöfun húsnæðisins verið ábótavant. Sá samningur, sem hér er tekin til afgreiðslu, hefur verið til umfjöllunar síðan á haustdögum og viðkomandi samningsaðila verið gefinn kostur á ítarlegu samtali um útfærslu samningsins. Þann 27. janúar barst sveitarstjórn erindi frá íbúum í Húnabyggð, þ.e. frá Liyu Yirgu Behaga og Guðjóni Ebba Guðjónssyni (sjá 8. lið 94. fundargerðar byggðarráðs). Í erindi Liyu og Ebba var óskað eftir samtali um útfærslu kaupleigusamnings og framtíðarsýn fyrir rekstur á Húnavöllum. Erindið var stílað á sveitarstjórn, en sveitarstjórn hefur ekki fengið tækifæri til að ræða erindið fyrr en í dag. Viðkomandi aðilum var ekki gefið formlega færi á viðræðum við sveitarstjórn um frekari útfærslu leigu og/eða möguleg kaup, né um upphæðir eða önnur samningsatriði. Undirritaðri finnst leitt að heimafólki skuli ekki hafa verið gefinn kostur á samtali um frekari útfærslu, sérstaklega þar sem viðkomandi aðilar eiga áralanga farsæla rekstrarreynslu í skyldri starfsemi í héraði. Sú samningsútfærsla sem hér er til samþykktar verður að teljast bráðabirgðalausn og felur ekki í sér öfluga framtíðarsýn um uppbyggingu á staðnum til lengri tíma. Afar mikilvægt er að áfram verði hugað að framtíðarnýtingu Húnavalla með öflugan rekstur og uppbyggingu í huga.

    ASS óskaði eftir fundarhléi 16:58

    Fundurinn hélt áfram 17:11

    Meirihluti sveitarstjórnar vill koma eftirfarandi á framfæri vegna bókunar Elínar Aradóttur um ráðstöfun eigna og rekstur í húsnæði sveitarfélagsins á Húnavöllum:
    Á 46. fundi sveitarstjórnar þann 10. desember 2024 staðfestu allir fulltrúar sveitarstjórnar 85. fundargerð byggðarráðs frá 28. nóvember 2024 en þar kom fram í lið 8.6 að byggðaráð samþykkti að fela sveitarstjóra að vinna áfram að samtali við þann leigutaka sem nú er verið að semja við. Bókun Elínar er því í ósamræmi við það sem hún samþykkti sjálf á framangreindum fundi. Þá ber þess að geta að L&E ehf. var gefið tækifæri á því að koma með leigutilboð í eignina sem þau gerðu en drógu það síðar til baka. Ekkert í þeim samningi sem nú liggur fyrir sveitarstjórn gefur til kynna að um algjöra bráðabirgðalausn sé að ræða. Þá ber að geta þess að eignin er ennþá auglýst til sölu og sveitarfélagið er opið til viðræðna um kaup á eigninni.


    Sveitarstjórn staðfestir framlagaðan samning um leigu á Húnavöllum með 8 atkvæðum en 1 sat hjá (EA)
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 94 Lagt var fram erindi frá L&E um kaupleigutilboð í eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum. Byggðaráð hafnar erindinu enda hafi eignin verið auglýst til sölu og/eða leigu en aðrir fjármögnunarmöguleikar ekki verið tilgreindir í auglýsingum sveitarfélagsins og þeirra fasteignasala sem hafa verið með eignirnar á sölu í u.þ.b. tvö ár. Bókun fundar Þar sem eignir sveitarfélagsins hafa verið í söluferli hjá fasteignasölum í um tvö ár og síðan um mitt síðasta ár einnig verið auglýstar til leigu er sveitarfélaginu ekki fært að gera samning við aðila um aðkomu að eignunum á annan hátt en auglýst hefur verið. Til þess að það sé mögulegt þarf sveitarfélagið opinberlega að auglýsa slíkt og tryggja þannig aðgengi allra. Að gera það ekki gæti bakað sveitarfélaginu bótakröfu frá þeim aðilum sem ekki fá slíkt tækifæri. Sveitarstjórn telur hag sveitarfélagsins best borgið með því að selja eignirnar og leigja þær út tímabundið á meðan sala eignanna klárast. EA sat hjá við afgreiðslu þessa liðar.

4.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32

2501012F

Fundargerð 32. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 49. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32 Lagt fram til kynningar. Skipulags- og samgöngunefnd felur byggingafulltrúa að afla frekari gagna.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32 Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir að fela að skipulags- og byggingarfulltrúa að auglýsa tillögu að breytingu aðalskipulags Húnavatshrepps í samræmi við 1. málsgrein 31. greinar skipulagslaga 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunnar.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32 Skipulags- og samgöngunefnd leggur til að gögnin verði grenndarkynnt fyrir eftirtöldum nágrönnum.
    Húnabraut 3 og 7.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32 Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum að Heiðarbraut 1,2 og 4.
  • Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32 Lagt fram til kynningar

5.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Kosningar í stjórn Húnaborgar hses.
Kosning í stjórn Húnaborgar hses. Forseti sveitarstjórnar kom með efirfarandi tillögu: Aðalmenn: Zophonías Ari Lárusson, Auðunn Steinn Sigurðsson og Berglind Hlín Baldursdóttir. Varamenn: Grímur Rúnar Lárusson, Guðmundur Haukur Jakobsson og Elín Aradóttir.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 17:28.

Getum við bætt efni þessarar síðu?