Dagskrá
Kristín Ingibjörg Lárusdóttir og Heiðveig María Einarsdóttir starfsmenn Húnabyggðar sátu einnig fundinn.
1.Prjónagleði
2501033
Prjónagleði
Undirbúningur er komin af stað en ákveðið var að að færa viðburðinn fram um eina helgi vegna Hvítasunnuhelgarinnar. Eftir umræður um þetta var ákveðið að framvegis verði Prjónagleðin alltaf fyrstu helgina í júní óháð því hvort að það hitti á Hvítasunnuhelgi eða ekki. Opnun heimasíðu er í undirbúningi og verður hún opnuð á næstu vikum og þar verður haldið utan um allar skráningar o.fl. Prjónagleðin hefur fest sig í sessi sem einn stærsti og skemmtilegasti viðburður ársins og árið í ár verður engin undanteking.
2.100 ára afmæli Skáksambands Íslands
2501034
100 ára afmæli Skáksambands Íslands
Skáksamband Íslands hefur ákveðið að halda 100 ára afmæli sambandsins á Blönduósi en sambandið var stofnaði í gamla spítalanum í gamla bænum 23. júní 1925. Viðburðurinn verður mjög stór og mun ná yfir tæpar tvær vikur eða frá 12. júní til 22. júní. Teflt verður út um allan bæ og ýmiskonar viðburðir verða haldnir sem tengjast skák og sögu taflmennskunar á Íslandi. Stórmeistaramót verður haldið og mögulega minni mót sem allir geta tekið þátt í. Mikið verður um að vera á meðan að þessi hátíðarhöld standa yfir og reikna má með að töluverður fjöldi fólks muni heimsækja okkur af þessu tilefni. Undirbúningur og hugmyndavinna hefur staðið yfir í meira en eitt ár en nú eru hjólin farin að snúast hraðar enda stutt í afmælið. Skáksambandið mun koma í heimsókn í næstu viku og mun m.a. ræða við grunnskólann um aðkomu barnanna að viðburðinum.
3.Húnavaka
2501035
Húnavaka
Húnavakan í fyrra var frábærlega heppnuð og ætlunin er að fylgja því eftir og gera meira af því sama í bland við nýja hluti. Reiknað er með að torfæra verði haldin á Blönduósi um þessa helgi. Skemmtilegheitin byrja á miðvikudeginum og standa yfir fram á sunnudag.
4.Vatnsdæla
2501036
Vatnsdæla
Ákveðið var að skoða vel skipulag og utanumhald viðburðarins en stefna að því að halda viðburðinn aftur í ár og setja m.a. sérstakan fókus á hlaupaviðburðinn. Þá var ákveðið að leggja til við byggðarráð að í tengslum við viðburðinn verði formleg opnun Þrístapasvæðisins. Einnig var rætt um að endurhugsa nafn viðburðarins.
5.Önnur mál
2206034
Önnur mál
Nýr verkefnastjóri, Heiðveig María Einarsdóttir, hefur tekið til starfa fyrir Húnabyggð og mun hún halda utan um flesta viðburði Húnabyggðar þetta árið í samstarfi við það fólk sem hefur séð um þá síðustu ár.
Fundi slitið - kl. 15:50.