Dagskrá
Formaður óskaði eftir að bæta við einum lið á dagkskrá fundarins - Undanþágulisti vegna verkfalla og yrði liður 11. Samþykkt samhljóða.
1.Byggðakvóti
2501037
Erindi frá Matvælaráðuneytinu er varðar byggðakvóta
Samkvæmt bréfi frá Matvælaráðuneytinu dags. 22. janúar 2025 er Húnabyggð úthlutað byggðarkvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025 og eftirstöðvar á úthlutun fyrra árs sem kemur til ráðstöðvunar á yfirstandandi fiskveiðiári samtals 19,153 tonn.
Byggðarráð mótmælir harðlega þeirri skerðingu á byggðarkvóta sem orðið hefur á undanförnum árum í sveitarfélaginu og í nágrannasveitarfélögunum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma mótmælum Húnabyggðar á framfæri til ráðuneytisins og ráðherra málaflokksins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa sérreglur er varðar byggðakvóta.
Byggðarráð mótmælir harðlega þeirri skerðingu á byggðarkvóta sem orðið hefur á undanförnum árum í sveitarfélaginu og í nágrannasveitarfélögunum. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma mótmælum Húnabyggðar á framfæri til ráðuneytisins og ráðherra málaflokksins.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útbúa sérreglur er varðar byggðakvóta.
2.Lokun félaga í eigu sveitarfélagsins
2501038
Lokun félaga í eigu sveitarfélagsins
Fyrir fundinum lá staðfesting á lokun fjögurra félaga í eigu Húnabyggðar sem nú hefur formlega verið lokað.
Félögin eru:Áshreppur,Húnavallaskóli,Mötuneyti Húnavallskóla og Brunavarnir A-Hún
Félögin eru:Áshreppur,Húnavallaskóli,Mötuneyti Húnavallskóla og Brunavarnir A-Hún
3.Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 100 ára
2501039
Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps 100 ára
Byggðarráð ákveður að veita Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps afmælisgjöf að upphæð 100.000kr. vegna 100 ára afmæli kórsins á árinu. Kórinn mun halda nokkra viðburði á árinu af þessu tilefni og afmæliskaffi verður í Húnaveri á sumardaginn fyrsta.
4.Úthlutun stofnframlaga vegna íbúðakjarna
2501042
HMS - úthlutun stofnframlaga vegna íbúðakjarna
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fá frekari upplýsingar frá HMS um skilgreininigu stofnframlagsins vegna fyrirhugaðan íbúðakjarna við Sunnubraut.
5.Samningur Húnabyggðar og Farskólans á Norðurlandi vestra
2501040
Endurnýjun á samningi milli Húnabyggðar og Farskólans sem lítur meðal annars að aðstöðu fjarnema í Kvennaskólanum á Blönduósi
Lagt fram til kynningar.
6.Kynningarfundur Vegagerðarinnar vegna endurhönnunar á leiðarkerfi landsbyggðarstrætó
2501043
Kynningarfundur Vegagerðarinnar vegna endurhönnunar á leiðarkerfi landsbyggðarstrætó
Byggðarráð mótmælir þeim hugmyndum sem Vegagerðin leggur fram og vísar þar m.a. í athugasemdir Einars Einarssonar oddvita Skagafjarðar, Halldórs Ólafssonar oddvita Skagastrandar og Katrínar Guðjónsdóttur framkvæmdastjóra SSNV af kynningarfundi Vegagerðarinnar þar sem fækkun ferða um eina á dag var mótmælt. Þau mótmæltu jafnframt því að fyrirhuguð sérleið milli Hvammstanga, Blönduóss og Sauðárkróks yrði ekki að veruleika. Byggðarráð vill benda á að þessi fækkun kemur m.a. í veg fyrir að framhaldsskólanemar geti nýtt ferðir strætó til þess að komast úr og í skóla um helgar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessum mótmælum Húnabyggðar formlega á framfæri.
7.Fundargerð 117. fundur stjórnar SSNV
2501044
Fundargerð 117. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.
8.Fundargerð 78. fundur stjórnar sveitarfélaga á köldum svæðum
2501045
Fundargerð 78. fundur stjórnar sveitarfélaga á köldum svæðum
Lagt fram til kynningar.
9.Upplýsingar um verkfall KÍ og um Undanþágunefnd
2501041
Upplýsingar um verkfall KÍ og um Undanþágunefnd
Lagt fram til kynningar
10.Minnisblað sveitarstjóra
2303003
Skýrsla sveitarstjóra - ráðningar og fleira
Munnleg skýrsla sveitarstjóra
11.Undanþágulisti vegna verkfalla
2501046
Undanþágulisti vegna verkfalla
Byggðarráð samþykkir framlagðan undanþágulista Húnabyggðar vegna verkfalla.
Fundi slitið - kl. 17:14.