32. fundur 10. febrúar 2025 kl. 17:00 - 18:00 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Höskuldur Birkir Erlingsson varaformaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
  • Agnar Logi Eiríksson aðalmaður
  • Sævar Björgvinsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson
  • Pétur Bergþór Arason
Fundargerð ritaði: Höskuldur Birkir Erlingsson Varaformaður
Dagskrá
ZAL boðar forföll, í hans stað mætir SB.

1.Byggingaráform Ægisbraut 9

2501032

Með innsendu erindi dags. 20. janúar 2025 óskar Hjörleifur Júlíusson eftir áliti á fyrirhuguðum byggingaráformum að Ægisbraut 9 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Lagt fram til kynningar. Skipulags- og samgöngunefnd felur byggingafulltrúa að afla frekari gagna.

2.Ósk um breytingu á aðalskipulagi vegna fimm efnistökusvæða

2402037

Tekið fyrir að nýju erindi um breytingu á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2010-2022 vegna skilgreiningu efnistökusvæða. Breytingin felur í sér skilgreiningu fimm nýrra efnistökusvæða og frekari nýtingu eldra efnistökusvæðis. Breytingin er unnin að beiðni Vegagerðarinnar og mun nýtast við vegbætur í sveitarfélaginu. Skipulags- og matslýsing var kynnt frá 3. júlí - 3. ágúst s.l. og umsagnir nýttar við mótun tillögu að breytingu á aðalskipulagi Húnavatnshrepps. Tillagan var síðast tekin fyrir á fundi skipulagsnefndar þann 6. nóvember þar sem samþykkt var að tillagan yrði kynnt íbúum og hagsmunaaðilum í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Tillagan var kynnt frá 28. nóvember til og með 28. desember.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að auglýsa tillöguna í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar.

3.Umsókn um byggingarheimild að Húnabraut 5

2407026

Til kynningar og umræðu uppfærðar teikningar af Húnabraut 5.
Skipulags- og samgöngunefnd leggur til að gögnin verði grenndarkynnt fyrir eftirtöldum nágrönnum.
Húnabraut 3 og 7.

4.Færanleg kennslustofa við leikskólann Hólabraut 17

2501047

Til afgreiðslu umsókn um byggingarleyfi fyrir færanlega kennslu við Hólabraut 17 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.



Teikningar eru ekki tilbúnar og koma inn eftir helgi.
Skipulags- og samgöngunefnd samþykkir umsóknina með fyrirvara um niðurstöðu grenndarkynningar fyrir eigendum að Heiðarbraut 1,2 og 4.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 15

2501013F

Lagt fram til kynningar fundargerð 15. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.
Lagt fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?