Dagskrá
Sigurður Erlingsson sat fundinn undir liðum 2,3,4 og 8.
1.Beiðni LNV um fjölgun stöðugilda
2502001
Beiðni LNV um fjölgun stöðugilda
Byggðarráð tekur undir erindi lögreglustjórans á Norðurlandi vestra (LNV) til Dómsmálaráðuneytisins þar sem farið er fram á að tvö fullfjármögnuð stöðugildi rannsóknar¬lögreglumanna til uppbyggingar á rannsóknardeild vegna kynferðisbrota, manndrápa og tilrauna til slíkra brota. Byggðaráð felur sveitarstjóra að senda erindi á ráðuneytið þar sem tekið eru undir óskir LNV.
2.Samþykktir Húnaborgar og tilnefning stjórnar
2502002
Samþykktir Húnaborgar og tilnefning stjórnar
Byggðarráð samþykkir framlagðar samþykktir Húnaborgar hses og tilnefnir sem aðalmenn í stjórn; Zophonías Ara Lárusson, Auðunn Stein Sigurðusson og Ragnhildi Haraldsdóttur. Jafnframt tilnefnir byggðarráð eftirfarandi varamenn í stjórn; Guðmund Hauk Jakobsson, Grím Rúnar Lárusson og Ásdísi Ýr Arnardóttir
3.Stjórnarfundur Húnanets 30.01.2025
2502003
Stjórnarfundar Húnanets 30.01.2025
Byggðarráð stafestir framlagða gjaldskrá Húnanets fyrir árið 2025 og samþykkir hana með öllum greiddum atkvæðum.
4.Samningur um leigu á Húnavöllum
2502004
Samningur um leigu á Húnavöllum
Byggðarráð staðfestir framlagaðan samning um leigu á Húnavöllum og felur sveitarstjóra að staðfesta samninginn.
5.Fundargerð 33. fundar fagráðs um málefni fatlaðs fólks
2502005
Fundargerð 33. fundar ? Fagráð um málefni fatlaðs fólks
Lagt fram til kynningar
6.Fundargerð 469. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
2502006
Fundargerð 469. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram til kynningar
7.Fundargerðir 961. og 962. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
2502007
Fundargerðir 961. og 962. fundar stjórnar SÍS
Lagt fram til kynningar
8.Erindi frá L&E ehf.
2502008
Erindi frá L&E ehf.
Lagt var fram erindi frá L&E um kaupleigutilboð í eignir sveitarfélagsins á Húnavöllum. Byggðaráð hafnar erindinu enda hafi eignin verið auglýst til sölu og/eða leigu en aðrir fjármögnunarmöguleikar ekki verið tilgreindir í auglýsingum sveitarfélagsins og þeirra fasteignasala sem hafa verið með eignirnar á sölu í u.þ.b. tvö ár.
Fundi slitið - kl. 16:45.