Dagskrá
1.Samningur milli Húnabyggðar og Skagastrandar um félagsþjónustu og barnavernd
2501031
Drög að samningi um þjónustu í félagsmálum
Fyrir fundinum lágu drög að þjónustusamningi milli Húnabyggðar og Skagastrandar um félagsþjónustu sem Skagaströnd mun kaupa af Húnabyggð þegar slit byggðarsamlags um Félags- og skólaþjónustu ganga í gegn. Sveitarstjórn samþykkir drögin fyrir sitt leyti í fyrri umferð og felur fulltrúum Húnabyggðar í slitanefndinni að sjá til þess að samningurinn verði sendur sem fyrst inn til ráðuneytisins til samþykktar þar. Að fengnu samþykki ráðuneytisins og samþykki beggja sveitarstjórna í tveimur umræðum telst samningurinn formlega samþykktur.
2.Byggðarráð Húnabyggðar - 91
2501006F
Fundargerð 91. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1,2,3,5,10 og 13 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Byggðarráð tilnefnir í stjórn Bændasjóðs Bólstaðarhlíðarhrepps Sigursteinn Bjarnason, Stafni. Tryggvi Jónsson, Ártúnum og Þorsteinn Jóhannsson, Auðólfsstöðum. Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta þessa tilnefningu. Bókun fundar Tilnefndir hafa verið Sigursteinn Bjarnason Stafni, Tryggvi Jónsson Ártúnum og Þorsteinn Jóhannsson Auðólfsstöðum. Samþykkt samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Byggðarráð staðfestir breytingar á gjaldskrá fráveitu Húnabyggðar sem er að taka töluverðum breytingum í dreifbýli. Nýtt fráveitugjald í þétt- og dreifbýli verði 0,25% af fasteignamati íbúðarhúss. Þar sem sveitarfélagið hefur kostað uppsetningu rotþróa mun nú verða sett á fráveitugjald sem standa mun straum af uppsetningu, rekstir, viðhaldi og tæmingu rotþróa. Byggðarráð leggur áherslu á að þetta eykur öryggi íbúa hvað varðar fráveitumál í dreifbýli þó að þetta leiði til gjaldskrárhækkunar. Þar sem íbúar hafa sjálfir kostað uppsetningu rotþróa á lögbýlum mun tæmingagjald vera áfram eins og verið hefur. Í þeim tilfellum bera íbúar ábyrgð á uppsetningu, rekstri og viðhaldi án þátttöku sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrá fráveitu Húnabyggðar. Bókun fundar Bókun minnihluta vegna breytinga á innheimtu rotþróargjalda við íbúðarhús í dreifbýli
Ljóst er að innheimta rotþróargjalda við íbúðarhús í dreifbýli stóð ekki undir tæmingu, rekstri og nýfjárfestingum á árinu 2024. Því verður ekki hjá því komist að hækka rotþróargjöld að einhverju marki. Sú tillaga sem liggur fyrir í dag gengur þó allt of langt þar sem í einu stökki á að hækka álögur um 100-200% frá fyrra ári, eða jafnvel meira í einhverjum tilfellum. Eðlilegra hefði verið að standa að þessari breytingu í fleiri áföngum, sem og að kynna málið fyrir íbúum dreifbýlisins tímanlega.
Gögnum málsins er einnig ábótavant þar sem ekki kemur fram hvort hlutfallsleg kostnaðarþátttaka íbúa, í rekstri og fjárfestingu fráveitukerfis, sé sambærileg í dreifbýli og þéttbýli, eða hvort eingöngu íbúar dreifbýlisins eigi nú að bera vaxandi hlut af rekstrarkostnaði og nýfjárfestingum í fráveitukerfum.
Við sitjum því hjá við afgreiðslu málsins. (EA,JG, SÞS)
ZAL óskaði eftir fundarhlé 15:26
Fundurinn hélt áfram 15:55
Bókun meirihluta
Meirihluti vill árétta að um er að ræða nýtt gjald sem er fráveitugjald sem tekur á fjárfestingu og rekstri ásamt tæmingu í fráveitukerfum í dreifbýli sem kostað hefur verið af sveitarfélaginu. Áður var aðeins um að ræða tæmingargjald rotþróa.
Þetta gjald er eingöngu hluti af raunkostnaði sem gögn hafa sýnt og ítrekað er búið að fara yfir kostnað af fráveitukerfum Húnabyggðar á byggðaráðsfundum, þar sem minnihlutinn hefur tvo áheyrnarfulltrúa. Staðreynd málsins er sú að álagning þessara gjalda í þéttbýlinu hefur staðið undir raunkostnaði fráveitukerfisins.
Elín leggur fram eftirfarandi bókun:
Ég vil koma því á framfæri að upplýsingar vegna liðinna ára um tekjur sveitarfélagsins vegna fráveituálags á íbúa í þéttbýli og dreifbýli, í samhengi við upplýsingar um raunkostnað reksturs fráveitukerfa og nýfjárfestingar, hafa ekki verið teknar skipulega saman og dreift til sveitarstjórnar til undirbúnings afgreiðslu málsins í dag.
GHJ óskaðir eftir fundarhléi 16:01
Fundurinn hélt áfram 16:07
Bókun meirihluta:
Meirihlutinn vill taka fram að Elín fékk svör við þeim spurningum sem hún sendi fyrir þennan fund varðandi þetta tiltekna mál, þá sat hún að minnsta kosti tvo fundi sem varamaður í byggðaráði þar sem gjaldskrár og framkvæmdir í fjárhagsáætlun voru ræddar.
Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs um breytingar á gjaldskrá fráveitu Húnabyggðar. Um er að ræða töluverðar breytingar er varðar dreifbýlið. Það sem áður var holræsagjald í þéttbýli og rotþróargjald í dreifbýli er nú fráveitugjald og er eins í þétt- og dreifbýli eða 0,25% af fasteignamati íbúðarhúss. Þar sem sveitarfélagið hefur kostað uppsetningu rotþróa mun nú verða sett á fráveitugjald sem standa mun straum af uppsetningu, rekstri, viðhaldi og tæmingu rotþróa. Sveitarstjórn tekur undir með byggðarráði að þessar breytingar auka öryggi íbúa hvað varðar fráveitumál í dreifbýli. Þar sem íbúar hafa sjálfir kostað uppsetningu rotþróa á lögbýlum mun tæmingagjald vera áfram eins og verið hefur. Í þeim tilfellum bera íbúar ábyrgð á uppsetningu, rekstri og viðhaldi án þátttöku sveitarfélagsins. Sveitarstjórn samþykkir þessar breytingar á gjaldskrá fráveitu Húnabyggðar með sex greiddum atkvæðum. Þrír sátu hjá (EA,JG,SÞS) -
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Vegna tímabundinnar fjarveru Erlu Gunnarsdóttur frá störfum sem kjörin fulltrúi láðist að bóka það tímabil sem Erla er fjarverandi. Það staðfestist hér með að tímabundin fjarvera Erlu Gunnarsdóttur er til 1. júní 2025 Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir tímabundið leyfi til 1. júní 2025
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Byggðarráð tekur undir erindið um að tryggt verði að fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í vestanverðum Vatnsdal verði á þann veg sem upphaflega var ákveðið þ.e. að afleggjara að Undirfellsrétt. Byggðarráð vísar í umsögn Húnabyggðar um verkefnið sem sent var inn í skipulagsgátt 13. janúar 2025.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Lagt fram til kynningar og byggðarráð felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram Bókun fundar Sveitarstjórnin staðfestir samning við Blindrafélagið um akstursþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Staða verkefnisins kynnt og minnisblað frá arkitekt verkefnsins lögð fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Byggðarráð beinir því til Rarik að framkvæmdum þessa verkefnis verði flýtt eins og auðið er enda sé framkvæmdin samþykkt og greitt fyrir hana 2024. Óskað er eftir að framkvæmdaraðili vinni verkefnið í nánu samstarfi við Þjónustumiðstöð Húnabyggðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Lagt fram til kynningar
- 2.10 2501020 Umsögn um verkefnið Vatnsdalsvegur (722-01) Húnabyggð, Hringvegur - Undirfellsrétt í VatnsdalByggðarráð Húnabyggðar - 91 Lagt fram til kynningar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umsögn þessa einnig til Innviðaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og felur sveitarstjóra að senda bókun sveitarfélagsins til ráðuneytisins.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Lagt fram til kynningar
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Farið var yfir stöðu leikskólamála í ljósi þess að framkvæmdum við nýjan leikskóla hefur verið frestað. Undirbúningsfundur hefur verið haldinn þar sem reifaðar voru hugmyndir að mögulegum lausum á meðan þetta millibilsástand varir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja á það áherslu að viðunandi lausn finnist sem fyrst. Byggðarráð ákveður að Ragnhildur Haraldsdóttir, Zophonías Ari Lárusson og Auðunn Steinn Sigurðsson verði þátttakendur í vinnuhóp þeim sem ákveðið var að skipa á fundi sveitarstjórnar þann 10.12.2024.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 91 Byggðaráð Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála vegna rofs ljósleiðara í Svartárdal að kvöldi 15. janúar. Við það rofnaði net- og símasamband í Hvammi og Stafni. Einnig flæddi krapi og ís yfir veginn og lokaði honum að þessum bæjum. Byggðaráð telur það með öllu óásættanlegt að árið 2025 sé hægt að kippa fólki úr net- og símasambandi við umheiminn og þar með ógna öryggi fólks. Örfáir dagar eru síðan ljósleiðarastrengur fór í sundur við Skagaströnd og því var staðurinn án net- og farsímasambands. Það er mikilvægt að allir leggist á eitt hvort sem það er ríki, sveitarfélög og/eða fjarskiptafyrirtæki um að finna lausn á þessu almannarvarnarástandi sem skapast hefur með stuttu millibili í Austur-Húnavatnssýslu og ógnar öryggi, lífi og heilsu fólks. Það er óhjákvæmilegt að bilanir verði í fjarskiptakerfum okkar en tryggja verður að fólk hafi varaleiðir þannig að öryggi íbúa sé tryggt. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og bendir jafnframt á að slit við Skagaströnd hefur einnig haft veruleg áhrif á íbúa Húnabyggðar þar sem dreifbýlið út á Skaga varð einnig sambandslaust við þau slit.
3.Fræðslunefnd Húnabyggðar - 19
2501007F
Fundargerð 19. fundar Fræðslunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 19 Á 47. fundi sveitarstjórnar Húnabyggðar, þann 14. janúar s.l. óskaði Elín Aradóttir eftir lausn frá setu í fastanefndum sveitarfélagsins sem og öðrum störfum er hún hafði tekið að sér í krafti meirihlutasamstarfs Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í sveitarstjórn Húnabyggðar. Á sama fundi var eftirfarandi kjör samþykkt:
Elín Ósk Gísladóttir af B-lista, í stað Elínar Aradóttir, af B-lista sem aðalmaður í fræðslunefnd Húnabyggðar
Sara Björk Þorsteinsdóttir af B-lista, í stað Gríms Rúnar Lárussonar, af B-lista sem varamaður í fræðslunefnd Húnabyggðar
Elín Ósk og Sara Björk eru boðnar velkomnar til starfa við nefndina.
Varaformaður fræðslunefndar, Ásdís Ýr Arnardóttir, leggur fram eftirfarandi tillögu:
Magnús Sigurjónsson í embætti formanns í stað Elínar Aradóttur, af B-lista. Samþykkt samhljóða.
Atli Einarsson í embætti ritara í stað Magnúsar Sigurjónssonar. Samþykkt samhljóða.
Fræðslunefnd þakkar Elínu Aradóttur fyrir vel unnin störf í þágu nefndarinnar það sem af er kjörtímabilinu og óskar henni velfarnaðar í störfum sínum á öðrum vettvangi.
-
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 19 Sveitarstjóri fór yfir ýmis mál er varðar húsnæðismál leikskóla, grunnskóla og skóladagheimilis
Sveitarstjóri hefur þegar skipað vinnuhóp varðandi verkefnið og situr Magnús Sigurjónsson í honum fyrir hönd Fræðslunefndar. -
Fræðslunefnd Húnabyggðar - 19 Umræður urðu um símanotkun í skólum
4.Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32
2501005F
Fundargerð 32. fundar Skipulags- og samgöngunefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Skipulags- og samgöngunefnd Húnabyggðar - 32 Farið var yfir drög af skipulagslýsingu og skilgreiningu landnýtingarflokka í þéttbýli og dreifbýli.
5.Byggðarráð Húnabyggðar - 92
2501008F
Fundargerð 92. fundar Byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 48. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 2,3,5,11 og 12 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Sigríður B. Aadnegard leikskólastjóri kom á fundinn undir þessum lið. Sigríður fór yfir skýrslu sína um þau verkefni sem búið er að gera frá því að hún tók við sem leikskólastjóri m.a vinnuaðstaða kennara, öryggishlið, loftgæði o.fl. Öðrum áfanga girðingar kringum leikskóla er lokið.
Sigríður sagði einnig frá starfinu í leikskólanum og hefur menntun starfsmanna aukist með tilkomu fagháskólanámsins. Unnið hefur verið að styrkingu starfsmannahópsins og bætingu starfsaðstæðna. Sigríður fór einnig yfir þann fjölda sérverkefna sem verið er að vinna í ásamt fjölda námskeiða sem starfsfólk hefur sótt og eru á dagskrá. Biðlisti er enginn núna en 1. mars verða tveir nemendur á biðlista. Farið var yfir innritunarreglur sveitarfélagsins.
Umræða varð um kaup á gámahúsum sem tímabundinni lausn í húsnæðismálum leikskólans
Byggðarráð þakkar Sigríði fyrir góða yfirferð á málefnum leikskólans.
Sigríður vék af fundi 16.10. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir kaup á gámaeiningum sem notaðar verða sem bráðabirgðaúrræði fyrir leikskóla Húnabyggðar. -
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá samningum um kaup á gámahúsum sem fyrst sem staðsett verður við norðurenda leikskólans að Hólabraut 17. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir kaup á gámaeiningum sem notaðar verða sem bráðabirgðaúrræði fyrir leikskóla Húnabyggðar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Byggðarráðs staðfestir framlagðar reglur Skagafjarðar um stuðningsfjöldskyldur og vísar staðfestingu þeirra til sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir reglur Skagafjarðar um stuðningsfjöldskyldur samkvæmt fyrirliggjandi reglum þar um.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Byggðarráð felur sveitarstjóra að útfæra framkvæmd fjárfestingaráætlunar fyrrum Skagabyggðar með heimastjórninni. Byggðarráð bendir á að almennt gildi reglur og gjaldskrár Húnabyggðar nema að um annað hafi verið samið. Þá er sveitarstjóra falið að koma athugasemdum um vegamál og snjómokstur til Vegagerðarinnar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Fyrir fundinum lá samantekt um heildarmagn til urðunar á árinu 2024. Á tölunum sést að lítilsháttar aukning er í urðuðu heildarmagni milli ára en byggðarráð lýsir áhyggjum yfir því hversu mikið af efnum koma til urðurnarstaðarins sem ekki eiga að koma þangað og/eða efnum sem mögulega eru hættuleg og eru urðuð. Heildarmagn af urðuðu ketilryki og kolasalla var á árinu 2024 um 570 tonn og hefur aukist um 549% á milli ára. Þá eru um 11 tonn af málningu urðuð sem er lækkun upp á um 30% á milli ára, um sex tonn af asbesti sem er rúmlega 50% aukning og um 38 tonn af spilliefnum sem flokka þarf sérstaklega frá koma til urðunarstaðarins á árinu 2024, sem er svipað og árið áður. Að mati byggðarráðs þarf að gera sérstakt átak í því að til urðunarstaðarins komi ekki spilliefni og önnur efni sem óæskileg eru til urðunar. Stærstu úrgangsflokkarnir eru annars vegar blandað sorp frá heimilum og hins vegar blandað sorp frá fyrirtækjum. Báðir þessir flokkar eru yfir 6.000 tonn á ári. Hér getur aukin flokkun heimila og fyrirtækja haft veruleg áhrif og með aukinni áherslu á flokkun ætti að nást lækkun í þessum flokkum í framhaldinu. Hvað varðar starfsemina sjálfa gengur hún mjög vel, miklar framkvæmdir vegna stækkunar á urðurnarhólfinu voru á síðasta ári og fjárfest hefur verið í búnaði til að auðvelda daglegan rekstur. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs og felur sveitarstjóra að koma athugasemdunum til Norðurár BS.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Með sameiningu Skagabyggðar við Húnabyggð stækkaði þjónustusvæðið hvað varðar snjómokstur eins og gefur að skilja en það vill til að skipulag Vegagerðarinnar á svæðinu er skipt þannig að starfsstöðin á Hvammstanga þjónar svæðinu að Laxá í Refasveit en starfstöðin á Sauðárkróki þjónar norðan Laxár í Refasveit. Skipulag þjónustu þessara starfstöðva er ekki alveg það sama sem varð til þess að þjónusta á vegum út á Skaga varð ekki eins og hún átti að vera. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir því við Vegagerðina að starfsvæði Vegagerðarinnar í Húnabyggð verði undir einni starfsstöð Vegagerðarinnar á Hvammstanga til að einfalda samskiptin og koma í veg fyrir misskilning um framkvæmd þessarar þjónustu.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Byggðarráð tekur undir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Gerðar voru uppfærslur á gjaldskrám Húnabyggðar sem snúa að sameiningu við fyrrum Skagabyggð og einnig á fráveitumálum Húnabyggðar. Byggðarráð samþykkir áorðnar breytingar og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir áorðnar breytingar á gjaldskrám Húnabyggðar sem lagðar voru fram fyrir utan EA, JG og SÞS sem sitja hjá við afgreiðslu á fráveitugjaldi vegna íbúðarhúsa í dreifbýli í gjaldskrá fasteignagjalda, sjá lið 2.2 í fundargerð þessari.
-
Byggðarráð Húnabyggðar - 92 Lagt var fram til kynningar drög að leigusamningi við Heimafengið ehf. frá 1. febrúar til og með 30. september 2025.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning við Heimafengið ehf. vegna tímabundins leigusamnings um eignir sveitarfélagsins í Húnaveri.
Fundi slitið - kl. 16:50.