92. fundur 23. janúar 2025 kl. 15:00 - 17:28 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Guðmundur Haukur Jakobsson varamaður
    Aðalmaður: Ragnhildur Haraldsdóttir
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Formaður óskaði eftir að bæta við tveimur málum á fundinn og yrði liður númer 2. Húsnæði leikskólans og 12. Húnaver - leigusamningur

1.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Umræður um stöðuna og næstu skref
Sigríður B. Aadnegard leikskólastjóri kom á fundinn undir þessum lið. Sigríður fór yfir skýrslu sína um þau verkefni sem búið er að gera frá því að hún tók við sem leikskólastjóri m.a vinnuaðstaða kennara, öryggishlið, loftgæði o.fl. Öðrum áfanga girðingar kringum leikskóla er lokið.
Sigríður sagði einnig frá starfinu í leikskólanum og hefur menntun starfsmanna aukist með tilkomu fagháskólanámsins. Unnið hefur verið að styrkingu starfsmannahópsins og bætingu starfsaðstæðna. Sigríður fór einnig yfir þann fjölda sérverkefna sem verið er að vinna í ásamt fjölda námskeiða sem starfsfólk hefur sótt og eru á dagskrá. Biðlisti er enginn núna en 1. mars verða tveir nemendur á biðlista. Farið var yfir innritunarreglur sveitarfélagsins.

Umræða varð um kaup á gámahúsum sem tímabundinni lausn í húsnæðismálum leikskólans

Byggðarráð þakkar Sigríði fyrir góða yfirferð á málefnum leikskólans.

Sigríður vék af fundi 16.10.

2.Leikskóli Húnabyggðar

2209018

Húsnæðismál leikskólans.
Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá samningum um kaup á gámahúsum sem fyrst sem staðsett verður við norðurenda leikskólans að Hólabraut 17.

3.Reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur

2501024

Reglur Skagafjarðar um stuðningsfjölskyldur
Byggðarráðs staðfestir framlagðar reglur Skagafjarðar um stuðningsfjöldskyldur og vísar staðfestingu þeirra til sveitarstjórnar.

4.Fundargerð heimastjórnar fyrrum Skagabyggðar

2501025

Fundargerð fundar heimastjórnar 25.01.2025
Byggðarráð felur sveitarstjóra að útfæra framkvæmd fjárfestingaráætlunar fyrrum Skagabyggðar með heimastjórninni. Byggðarráð bendir á að almennt gildi reglur og gjaldskrár Húnabyggðar nema að um annað hafi verið samið. Þá er sveitarstjóra falið að koma athugasemdum um vegamál og snjómokstur til Vegagerðarinnar.

5.Málefni Stekkjavíkur

2501026

Málefni Stekkjavíkur
Fyrir fundinum lá samantekt um heildarmagn til urðunar á árinu 2024. Á tölunum sést að lítilsháttar aukning er í urðuðu heildarmagni milli ára en byggðarráð lýsir áhyggjum yfir því hversu mikið af efnum koma til urðurnarstaðarins sem ekki eiga að koma þangað og/eða efnum sem mögulega eru hættuleg og eru urðuð. Heildarmagn af urðuðu ketilryki og kolasalla var á árinu 2024 um 570 tonn og hefur aukist um 549% á milli ára. Þá eru um 11 tonn af málningu urðuð sem er lækkun upp á um 30% á milli ára, um sex tonn af asbesti sem er rúmlega 50% aukning og um 38 tonn af spilliefnum sem flokka þarf sérstaklega frá koma til urðunarstaðarins á árinu 2024, sem er svipað og árið áður. Að mati byggðarráðs þarf að gera sérstakt átak í því að til urðunarstaðarins komi ekki spilliefni og önnur efni sem óæskileg eru til urðunar. Stærstu úrgangsflokkarnir eru annars vegar blandað sorp frá heimilum og hins vegar blandað sorp frá fyrirtækjum. Báðir þessir flokkar eru yfir 6.000 tonn á ári. Hér getur aukin flokkun heimila og fyrirtækja haft veruleg áhrif og með aukinni áherslu á flokkun ætti að nást lækkun í þessum flokkum í framhaldinu. Hvað varðar starfsemina sjálfa gengur hún mjög vel, miklar framkvæmdir vegna stækkunar á urðurnarhólfinu voru á síðasta ári og fjárfest hefur verið í búnaði til að auðvelda daglegan rekstur.

6.Fundargerð stjórnar Heimilisiðnaðarsafnsins

2501027

Fundargerð stjórnar Heimilisiðnarsafnsins
Lagt fram til kynningar.

7.Snjómokstur í sveitarfélaginu

2301002

Snjómokstur í Húnabyggð
Með sameiningu Skagabyggðar við Húnabyggð stækkaði þjónustusvæðið hvað varðar snjómokstur eins og gefur að skilja en það vill til að skipulag Vegagerðarinnar á svæðinu er skipt þannig að starfsstöðin á Hvammstanga þjónar svæðinu að Laxá í Refasveit en starfstöðin á Sauðárkróki þjónar norðan Laxár í Refasveit. Skipulag þjónustu þessara starfstöðva er ekki alveg það sama sem varð til þess að þjónusta á vegum út á Skaga varð ekki eins og hún átti að vera. Byggðarráð felur sveitarstjóra að óska eftir því við Vegagerðina að starfsvæði Vegagerðarinnar í Húnabyggð verði undir einni starfsstöð Vegagerðarinnar á Hvammstanga til að einfalda samskiptin og koma í veg fyrir misskilning um framkvæmd þessarar þjónustu.

8.Fundargerð 32. fundar um málefni fatlaðs fólks

2501029

Fagráð um málefni fatlaðs fólks - fundargerð 32. fundar
Lagt fram til kynningar.

9.Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um umhverfis- og orkumál

2501028

Umsögn Samtaka orkusveitarfélaga um umhverfis- og orkumál
Byggðarráð tekur undir umsögn Samtaka orkusveitarfélaga.

10.Brák Íbúðafélag - fundargerð ársfundar 2023

2501030

Brák Íbúðafélag - fundargerð ársfundar 2023
Lagt fram til kynningar.

11.Gjaldskrár 2025

2412006

Gjaldskrár Húnabyggðar
Gerðar voru uppfærslur á gjaldskrám Húnabyggðar sem snúa að sameiningu við fyrrum Skagabyggð og einnig á fráveitumálum Húnabyggðar. Byggðarráð samþykkir áorðnar breytingar og vísar þeim til staðfestingar sveitarstjórnar.

12.Húnaver

2212002

Húnaver - leigusamningur
Lagt var fram til kynningar drög að leigusamningi við Heimafengið ehf. frá 1. febrúar til og með 30. september 2025.

Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og felur sveitarstjóra að ganga frá samningnum.

Fundi slitið - kl. 17:28.

Getum við bætt efni þessarar síðu?