Dagskrá
Varaformaður óskaði eftir að bæta einu máli á dagskrá fundarins. Rof á ljósleiðara í Svartárdal og yrði mál nr.13. Samþykkt samhljóða.
1.Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps - stjórnarkjör
2501011
Bændasjóður Bólstaðarhlíðarhrepps - stjórnarkjör
Byggðarráð tilnefnir í stjórn Bændasjóðs Bólstaðarhlíðarhrepps Sigursteinn Bjarnason, Stafni. Tryggvi Jónsson, Ártúnum og Þorsteinn Jóhannsson, Auðólfsstöðum. Byggðarráð beinir því til sveitarstjórnar að staðfesta þessa tilnefningu.
2.Fráveitumál Húnabyggðar
2501012
Fráveitumál Húnabyggðar
Byggðarráð staðfestir breytingar á gjaldskrá fráveitu Húnabyggðar sem er að taka töluverðum breytingum í dreifbýli. Nýtt fráveitugjald í þétt- og dreifbýli verði 0,25% af fasteignamati íbúðarhúss. Þar sem sveitarfélagið hefur kostað uppsetningu rotþróa mun nú verða sett á fráveitugjald sem standa mun straum af uppsetningu, rekstir, viðhaldi og tæmingu rotþróa. Byggðarráð leggur áherslu á að þetta eykur öryggi íbúa hvað varðar fráveitumál í dreifbýli þó að þetta leiði til gjaldskrárhækkunar. Þar sem íbúar hafa sjálfir kostað uppsetningu rotþróa á lögbýlum og í sumarhúsum mun tæmingagjald vera áfram eins og verið hefur. Í þeim tilfellum bera íbúar ábyrgð á uppsetningu, rekstri og viðhaldi án þátttöku sveitarfélagsins. Byggðarráð leggur til við sveitarsjórn að samþykkja breytingar á gjaldskrá fráveitu Húnabyggðar.
3.Fjarvera sveitarstjórnarmanns
2501013
Fjarvera sveitarstjórnarmanns - Erla Gunnarsdóttir
Vegna tímabundinnar fjarveru Erlu Gunnarsdóttur frá störfum sem kjörin fulltrúi láðist að bóka það tímabil sem Erla er fjarverandi. Það staðfestist hér með að tímabundin fjarvera Erlu Gunnarsdóttur er til 1. júní 2025
4.Vatnsdalsvegur - erindi
2501017
Erindi frá Birgi Þór Haraldssyni og Hörpu Birgisdóttur vegna Vatnsdalsvegar
Byggðarráð tekur undir erindið um að tryggt verði að fyrirhugaðar vegaframkvæmdir í vestanverðum Vatnsdal verði á þann veg sem upphaflega var ákveðið þ.e. að afleggjara að Undirfellsrétt. Byggðarráð vísar í umsögn Húnabyggðar um verkefnið sem sent var inn í skipulagsgátt 13. janúar 2025.
5.Samningur Blindrafélagsins og Húnabyggðar
2501014
Samningur Blindrafélagsins og Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar og byggðarráð felur félagsmálastjóra að vinna málið áfram
6.Fundargerð starfshóps vegna byggingu íbúðakjarna á Blönduósi
2501015
Fundargerð 1. fundar starfshóps um byggingu íbúðakjarna á Blönduósi
Staða verkefnisins kynnt og minnisblað frá arkitekt verkefnsins lögð fram til kynningar
7.Fundargerð 116. fundar stjórnar SSNV
2501018
Fundargerð 116. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar
8.Heimtaug - dæluhús Breiðavað
2501016
Heimtaug - Dæluhús Breiðavað
Byggðarráð beinir því til Rarik að framkvæmdum þessa verkefnis verði flýtt eins og auðið er enda sé framkvæmdin samþykkt og greitt fyrir hana 2024. Óskað er eftir að framkvæmdaraðili vinni verkefnið í nánu samstarfi við Þjónustumiðstöð Húnabyggðar.
9.Starfsleyfi Vatnsveitu Húnabyggðar
2501019
Starfsleyfi Vatnsveitu Húnabyggðar
Lagt fram til kynningar
10.Umsögn um verkefnið Vatnsdalsvegur (722-01) Húnabyggð, Hringvegur - Undirfellsrétt í Vatnsdal
2501020
Umsögn um verkefnið Vatnsdalsvegur (722-01) Húnabyggð, Hringvegur - Undirfellsrétt í Vatnsdal
Lagt fram til kynningar. Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda umsögn þessa einnig til Innviðaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
11.Umsögn vegna máls nr. S-2292024 Drög að flokkun tíu vindorkukosta
2501021
Umsögn vegna máls nr. S-229/2024 - Drög að flokkun tíu vindorkukosta
Lagt fram til kynningar
12.Leikskóli Húnabyggðar
2209018
Málefni leikskóla Húnabyggðar
Farið var yfir stöðu leikskólamála í ljósi þess að framkvæmdum við nýjan leikskóla hefur verið frestað. Undirbúningsfundur hefur verið haldinn þar sem reifaðar voru hugmyndir að mögulegum lausum á meðan þetta millibilsástand varir. Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja á það áherslu að viðunandi lausn finnist sem fyrst. Byggðarráð ákveður að Ragnhildur Haraldsdóttir, Zophonías Ari Lárusson og Auðunn Steinn Sigurðsson verði þátttakendur í vinnuhóp þeim sem ákveðið var að skipa á fundi sveitarstjórnar þann 10.12.2024.
13.Rof ljósleiðara í Svartárdal
2501023
Rof ljósleiðara í Svartárdal
Byggðaráð Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu mála vegna rofs ljósleiðara í Svartárdal að kvöldi 15. janúar. Við það rofnaði net- og símasamband í Hvammi og Stafni. Einnig flæddi krapi og ís yfir veginn og lokaði honum að þessum bæjum. Byggðaráð telur það með öllu óásættanlegt að árið 2025 sé hægt að kippa fólki úr net- og símasambandi við umheiminn og þar með ógna öryggi fólks. Örfáir dagar eru síðan ljósleiðarastrengur fór í sundur við Skagaströnd og því var staðurinn án net- og farsímasambands. Það er mikilvægt að allir leggist á eitt hvort sem það er ríki, sveitarfélög og/eða fjarskiptafyrirtæki um að finna lausn á þessu almannarvarnarástandi sem skapast hefur með stuttu millibili í Austur-Húnavatnssýslu og ógnar öryggi, lífi og heilsu fólks. Það er óhjákvæmilegt að bilanir verði í fjarskiptakerfum okkar en tryggja verður að fólk hafi varaleiðir þannig að öryggi íbúa sé tryggt.
Fundi slitið - kl. 16:38.