39. fundur 09. júlí 2024 kl. 15:00 - 16:12 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Ásdís Ýr Arnardóttir varamaður
    Aðalmaður: Birgir Þór Haraldsson
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarstjórnar eftir því að fundargerð 26. fundar skipulags- og samgöngunefndar yrði tekin af dagskrá þar sem fylgigögn þess fundar bárust ekki til sveitarstjórnarmeðlima á réttan hátt. Afgreiðslu fundargerðarinnar frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.

Samþykkt með 7 atkvæðum, tveir sitja hjá (JG og SÞS).

Undir lok dagskrár fundar óskaði forseti sveitarstjórnar eftir því að tveimur málum yrði bætt á dagskrá: Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar og Kaup KS á Kjarnafæði Norðlenska og yrðu dagskrárliðir nr. 2 og 3.

Samþykkt samhljóða.

1.Húnabyggð - Samþykktir

2212008

Breyting á samþykktum um stjórn og fundarsköp Húnabyggðar
Breyting á samþykktum Húnabyggðar lögð fram til fyrri umræðu, sjá meðfylgjandi viðauka.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa breytingum á samþykktum Húnabyggðar til síðari umræðu.

2.Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar

2407003

Sameining Húnabyggðar og Skagabyggðar
Sveitarstjórn Húnabyggðar fagnar niðurstöðu nýafstaðinna íbúakosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði voru fylgjandi sameiningunni sem sýnir að hugur fólks í báðum sveitarfélögum var til sameiningar. Formleg afgreiðsla sameiningarinnar er nú hjá Innviðaráðuneytinu og áætlað er að samruni sveitarfélaganna verði 1. ágúst næstkomandi. Sveitarstjórn vill nota tækifærið og þakka öllum þeim sem lögðu fram vinnu við þessa sameiningu sem tókst að öllu leyti mjög vel.

Samþykkt samhljóða.

3.Kaup KS á Kjarnafæði Norðlenska

2407021

Kaup KS á Kjarnafæði Norðlenska
Miklar umræður sköpuðust um kaup KS á Kjarnafæði Norðlenska. Sveitarstjóra falið að óska eftir fundi með forsvarsmönnum KS til þess að ræða framtíðaráform fyrirtækisins í Húnabyggð.

Samþykkt samhljóða.

4.Byggðarráð Húnabyggðar - 65

2406004F

Fundargerð 65. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 5 og 7 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 4.1 2406009 Verkefnastaða
    Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi en fyrirliggjandi framkvæmdir eru komnar af stað í íþróttamiðstöð, Skjólinu, Húnabraut 5, grunnskólanum, leikskólanum o.fl. Þá er vinnuskólinn kominn af stað og sláttur í þéttbýli og dreifbýli hafinn.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Byggðarráð tekur undir hugmyndir Atvinnu- og menningarnefndar og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025 og leggur áherslu á að úrvinnsla varðandi stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins verði kláruð fyrir vinnu fjárhagsáætlunargerðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Byggðarráð felur sveitarstjóra að bæta úr þeim málum m.t.t. þess sem bent var á og snúa að Húnabyggð í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála
  • 4.4 2406014 Vatnsdæla á refli
    Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Byggðarráð tekur vel í erindið og tekur undir sérstöðu þessa verkefnis og mikilvægi þess fyrir menningarsögu svæðisins og að þetta gæti búið til ýmis tækifæri í ferðamannaþjónustu. Áskorun verkefnisins er stærð og umfang refilsins sem mun þurfa stórt rými til þess að hann njóti sín sem skyldi. Byggðarráð vísar málinu til atvinnu- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að staðfesta svar til Tónlistarskólans á Akureyri. Jafnframt verður sótt um framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt reglum þar um. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir afgreiðslu byggðarráðs með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Byggðarráð samþykkir að gamla trappan við sýslumannsbrekkuna verði máluð í regnbogalitum hinsegins fólks.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Byggðarráð veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um málið. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir umsögn byggðarráðs með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 65 Lagt fram til kynningar.

5.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 11

2406006F

Fundargerð 11. fundar Landbúnaðarnefndar Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 11 Varaformaður landbúnaðarnefndar, Halldór Skagfjörð Jónsson, leggur fram eftirfarandi breytingatillögu á nefndarskipan:

    í stað Jóns Árna Magnússonar taki Birgir Þór Haraldsson við sem formaður landbúnaðarnefndar

    Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 11 Í Húnabyggð er lausaganga heimil en mikill aðstöðumunur er á milli sveitarfélaga í Austur og Vestur Húnavatnssýslu því Vegagerðin sér alfarið um viðhald og uppsetningu á girðingum meðfram þjóðvegi 1 í Vestur Húnavatnssýslu.

    Ekki stendur til að breyta reglum um lausagöngu nema til komi breyting á viðhaldi girðinga af hálfu Vegagerðinnar. Nefndin felur sveitarstjóra að óska eftir svörum frá Vegagerðinni um aðstöðumun þennan.


    Maríanna Þorgrímsdóttir, fulltrúi G-lista, mætti á fundinn undir þessum lið.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 11 Nefndin tekur undir með að sækja þarf fé sem vitað er um við fyrsta tækifæri, einnig að smölun heimalanda þurfi að vera lokið fyrir fjárskil. Að öðru leyti vísum við efni bréfsins til fjallskilanefndar Grímstungu og Haukagilsheiðar.
  • Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 11 Drög að nýjum reglum um refa- og minkaveiðar lögð fram til kynningar. Nefndin gerir engar athugasemdir við reglurnar fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að fullklára reglurnar og undirbúa auglýsingu á refa- og minkaveiðum.
  • 5.5 2406022 Söfnun plasts
    Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 11 Nýtt fyrirkomulag á losun á rúlluplasti í sveitarfélaginu lagt fram til kynningar. Fyrirkomulagið felur í sér að bændur hafi nú val um hvort þeir skili rúlluplasti af sér í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins á Ægisbraut 1, þaðan sem það verður sent til endurvinnslu innanlands, eða fái það sótt heim að dyrum eins og hefur verið boðið upp á.


    Nefndin leggur til að næsti plastsöfnunardagur verði auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins við fyrsta tækifæri en jafnframt verði bændum boðinn sá kostur að skila inn rúlluplasti í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins á Ægisbraut 1 á ákveðnum dögum sem verða einnig auglýstir á heimasíðu sveitarfélagsins og bætt inn á sorphirðudagatal sveitarfélagsins.

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 66

2406007F

Fundargerð 66. fundar byggðarráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1, 3, 5, 6 og 10 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 6.1 2406029 Fjárfestingar
    Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjárfestingaverkefna en sum þeirra eru komin af stað, þó mestur þungi þeirra sé nú á sumarmánuðum.

    Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024 og leggja fyrir sveitarstjórn vegna kaupa á nýrri fjölnotavél fyrir Þjónustumiðstöð Húnabyggðar. Vélin verður notuð til fjölbreyttra verkefna eins og slátt, götusópun, mokstur o.fl. Kaupin eru nauðsynleg þar sem tækjakostur Þjónustumiðstöðvarinnar þarfnast endurnýjunar nú þegar.


    Bókun fundar Lagt er fyrir fundinn viðauki 4 við fjárhagsáætlun Húnabyggðar 2024. Viðauki 4 er byggður á breyttum forsendum vegna ástands tækja í Þjónustumiðstöð Húnabyggðar.

    Viðaukinn er vegna:

    - Fjölnotavélar fyrir Þjónustumiðstöð Húnabyggðar upp á um 12,5 milljónir króna

    Viðaukanum er mætt með lækkun á handbæru fé. Fjárfestingin rúmast innan fjárfestingaheimilda ársins.


    Sveitarstjórn samþykkir viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024 með 9 atkvæðum samhljóða.
  • 6.2 2406022 Söfnun plasts
    Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Byggðarráð tekur undir ályktun landbúnaðarnefndar á fundi 19. júní 2024 og hugmyndir um nýjar leiðir í söfnun heyrúlluplasts í sveitarfélaginu. Verkefnið er liður í nýrri stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins í úrgangsmálum þar sem leitast verður við að lækka sorphirðugjöld og auka jákvæð umhverfisáhrif í úrgangsmálum sveitarfélagsins. Með nýrri nálgun verður bændum gert kleift að skila heyrúlluplasti til sveitarfélagsins gegn skilagjaldi en jafnframt verði boðið upp á að heyrúlluplast verði sótt heim á bæi. Skilagjald til bænda sem kjósa að koma með heyrúlluplast á söfnunarstað verði 10kr/kg. Að öðru leyti verður fyrirkomulag plastsöfnunar óbreytt fram að næstu áramótum og næsta ferð farin við fyrsta tækifæri. Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa um nánari tilhögun þessara breytinga sem fyrst.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Byggðarráð felur sveitarstjóra að stofna húsnæðissjálfseignarstofnun (hses félag) utan um nýjan íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun. Byggðarráð leggur til að húsnæðinu verði fundinn staður við Fjallabraut í nýju hverfi þar sem nú eru lóðir til úthlutunar. Byggðarráð samþykkir að nýtt félag fái heitið Húnaborg hses.


    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir að stofnuð verði sérstök húsnæðissjálfseignarstofnun (hses félag) utan um nýjan íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi Flugklasann Air 66N er hafnað að þessu sinni. Bókun fundar EA tók ekki þátt í umræðum og afgreiðslu þessa máls.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Byggðarráð samþykkir reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra. Bókun fundar Sveitarstjórn vísar nánari útfærslu reglanna og gjaldskrár til byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Byggðarráð Húnabyggðar leggur áherslu á að sveitarfélagið er ekki sammála þeirri gjaldskrárhækkun sem lögð var til af hálfu stjórnar Norðurár og samþykkt fyrir árið 2024. Gjaldskrárhækkunin er að mati byggðarráðs of lág og ljóst er að gjaldskrá Norðurár er mun lægri en á öðrum urðunarstöðum og gjaldskrárhækkunin þyrfti að vera mun hærri til að laga það ósamræmi. Byggðarráð er ekki sammála því að gjaldskrárhækkanir séu settar í samhengi við nýgerða kjarasamninga og óskir um að sveitarfélög hækki ekki sínar gjaldskrár, enda hafi gjaldskrárhækkanir Norðurár hverfandi áhrif á sorphirðugjöld almennra íbúa. Þá var það sérstaklega tekið fram af yfirvöldum vegna umræddrar kjarasamninga að viðmið um hækkun gjaldskráa ætti ekki við um úrgangsmál. Þá setur byggðarráð Húnabyggðar spurningamerki við það af hverju gjaldskráin er ekki uppfærð árlega samkvæmt verðlagi eða ákveðnum viðmiðum sem styðjast mætti við. Það hefur komið fram að aðilar utan þjónustusvæðis Norðurár sækist nú eftir því að urða í Stekkjarvík og keyra þannig langar leiðir og fram hjá öðrum urðunarstöðum og einnig hefur komið fram að aðilar sem þegar eru í þjónustu vilji mögulega hætta að kurla tré- og viðarafganga þar sem það borgi sig að flytja efnið ókurlað í Stekkjarvík. Þetta eru skýr merki þess að gjaldskráin er úr takti við það sem almennt gerist og Húnabyggð sér þetta sem mjög neikvæða og óumhverfisvæna þróun sem þurfi að bregðast við strax. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs um gjaldskrá Stekkjarvíkur.

    Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 66 Byggðarráð vill koma á framfæri áskorun til matvælaráðherra og yfirvalda að séð verði til þess að bændur sem urðu fyrir áföllum vegna óvenjulegra veðuraðstæðna dagana 3-8. júní sl. fái nauðsynlega aðstoð. Ljóst er að bændur hafa nú þegar orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessa og óljóst hversu mikil áhrifin verða til lengri tíma, en þó ljóst að þau verða töluverð. Unnin var góð vinna með því að hafa samband við bændur þar sem staðan var metin o.s.frv. en þessu þarf að fylgja raunverulegar aðgerðir þar sem komið er til móts við bændur vegna þessa tjóns. Sauðfjárrækt er stór atvinnuvegur í Húnabyggð og aðstæður sem þessar eru mjög sérstakar og nánast ómögulegt að bregðast við þeim þannig að komið sé í veg fyrir tjón. Það er því mikilvægt að yfirvöld sjái til þess að einhvers konar öryggisnet taki við bændum þegar svona kemur upp. Byggðarráð skorar því eindregið á stjórnvöld að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla af þessu tagi í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.

7.Öldungaráð Húnabyggðar - 7

2406008F

Fundargerð 7. fundar Öldungaráðs Húnabyggðar lögð fram til staðfestingar á 39. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 1 og 2 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 7 Formaður og fulltrúi HSN kynntu minnisblað starfshóps um möguleika á dagdvöld aldraðra í Húnabyggð. Skv. tillögum starfshópsins yrði væntanleg dagdvöl rekin í samstarfi HSN og Húnabyggðar en á forræði Húnabyggðar. Tillögur starfshópsins gera ráð fyrir þvi að dagdvöl yrði rekin í sveitarfélaginu, í samstarfi við HSN en til að svo geti orðið þarf að sækja um til Sjúkratrygginga Íslands rekstur á dagdvalarrýmum og ganga til samninga við HSN. Starfshópurinn gerir það að tillögu sinni að byggðarráð Húnabyggðar taki við verkefninu gog ljúki við fyrsta tækifæri, eigi síðar en við fjárhagsáætlunargerð ársins 2025. Þá gerir starfshópurinn það einni gað tillögu sinni að dagdvöl taki til starfa eigi síðar en 1. janúar 2025 á 4. hæð HSN á Blönduósi.

    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og sveitarstjóra falið að sækja um dagdvalarrými við HSN til Sjúkratrygginga Íslands og að byggðarráð vinni málið áfram.

    Samþykkt samhljóða.
  • Öldungaráð Húnabyggðar - 7 Fyrir fundinum lágu til kynningar reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra í Húnabyggð sem samþykktar voru á síðasta fundi byggðarráðs.

    Miklar umræður voru um 2. gr. gjaldskrár aksturs fyrir eldri borgara og óskar öldungaráð eftir því að byggðarráð taki greinina til umfjöllunar að nýju.
    Fundarmenn gera athugasemdir við þann lið hvað varðar kostnað, skipulag ferða og kílómetrafjölda. Ráðið óskar eftir því að byggðaráð skýri frekar hvað er átt við með stakri ferð. Eigið gjaldið við um staka ferð á milli staða en ekki heimakstur að auki er gjaldið er of hátt. Þá leggur ráðið til að 4. gjaldflokkurinn falli niður og hámarksgjald miðist þá við 20 km.
    Jafnframt kemur fram sú hugmynd frá Birni Magnússyni (Feb) að lagt sé til eitt gjald fyrir ferðir, óháð kílómetrafjölda.
    Bókun fundar Sveitarstjórn vísar nánari útfærslu regla og gjaldskrár til byggðarráðs.

    Samþykkt samhljóða.
  • 7.3 2206034 Önnur mál
    Öldungaráð Húnabyggðar - 7

Fundi slitið - kl. 16:12.

Getum við bætt efni þessarar síðu?