11. fundur 19. júní 2024 kl. 15:00 - 16:27 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Halldór Skagfjörð Jónsson varaformaður
  • Anna Margrét Jónsdóttir varamaður
    Aðalmaður: Þuríður Hermannsdóttir
  • Sara Björk Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson formaður
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þorsteinn Jóhannsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Bergþór Arason sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Kosningar í nefndir og ráð

2309003

Breytingar á nefndarskipan
Varaformaður landbúnaðarnefndar, Halldór Skagfjörð Jónsson, leggur fram eftirfarandi breytingatillögu á nefndarskipan:

í stað Jóns Árna Magnússonar taki Birgir Þór Haraldsson við sem formaður landbúnaðarnefndar

Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 5 atkvæðum.

2.Lausaganga búfjár og veggirðingar

2406021

Fyrirspurn frá íbúa varðandi stefnu sveitarfélagsins er kemur að lausagöngu búfjár og veggirðinga
Í Húnabyggð er lausaganga heimil en mikill aðstöðumunur er á milli sveitarfélaga í Austur og Vestur Húnavatnssýslu því Vegagerðin sér alfarið um viðhald og uppsetningu á girðingum meðfram þjóðvegi 1 í Vestur Húnavatnssýslu.

Ekki stendur til að breyta reglum um lausagöngu nema til komi breyting á viðhaldi girðinga af hálfu Vegagerðinnar. Nefndin felur sveitarstjóra að óska eftir svörum frá Vegagerðinni um aðstöðumun þennan.


Maríanna Þorgrímsdóttir, fulltrúi G-lista, mætti á fundinn undir þessum lið.

3.Upprekstrarfélag Grímstungu og Haukagilsheiðar

2406024

Fyrirspurn frá íbúa varðandi upprekstrarfélag Grímstungu og Haukagilsheiðar
Nefndin tekur undir með að sækja þarf fé sem vitað er um við fyrsta tækifæri, einnig að smölun heimalanda þurfi að vera lokið fyrir fjárskil. Að öðru leyti vísum við efni bréfsins til fjallskilanefndar Grímstungu og Haukagilsheiðar.

4.Reglur um refa- og minkaveiðar

2406023

Reglur um refa- og minkaveiðar
Drög að nýjum reglum um refa- og minkaveiðar lögð fram til kynningar. Nefndin gerir engar athugasemdir við reglurnar fyrir sitt leyti og felur sveitarstjóra að fullklára reglurnar og undirbúa auglýsingu á refa- og minkaveiðum.

5.Söfnun plasts

2406022

Fyrirkomulag á söfnun og losun á rúlluplasti í sveitarfélaginu
Nýtt fyrirkomulag á losun á rúlluplasti í sveitarfélaginu lagt fram til kynningar. Fyrirkomulagið felur í sér að bændur hafi nú val um hvort þeir skili rúlluplasti af sér í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins á Ægisbraut 1, þaðan sem það verður sent til endurvinnslu innanlands, eða fái það sótt heim að dyrum eins og hefur verið boðið upp á.


Nefndin leggur til að næsti plastsöfnunardagur verði auglýstur á heimasíðu sveitarfélagsins við fyrsta tækifæri en jafnframt verði bændum boðinn sá kostur að skila inn rúlluplasti í Þjónustumiðstöð sveitarfélagsins á Ægisbraut 1 á ákveðnum dögum sem verða einnig auglýstir á heimasíðu sveitarfélagsins og bætt inn á sorphirðudagatal sveitarfélagsins.

Fundi slitið - kl. 16:27.

Getum við bætt efni þessarar síðu?