66. fundur 20. júní 2024 kl. 15:00 - 17:10 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Maríanna Þorgrímsdóttir áheyrnarfulltrúi
    Aðalmaður: Sverrir Þór Sverrisson
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði formaður byggðarráðs að bæta þremur málum á dagskrá.
Fjárfestingar og verði liður 1.
Söfnun plasts og verði liður 2.
Viðbragðsáætlun vegna áfalla í landbúnaði og verði liður 10.

Samþykkt samhljóða.

1.Fjárfestingar

2406029

Fjárfestingar
Sveitarstjóri fór yfir stöðu fjárfestingaverkefna en sum þeirra eru komin af stað, þó mestur þungi þeirra sé nú á sumarmánuðum.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá viðauka 4 við fjárhagsáætlun 2024 og leggja fyrir sveitarstjórn vegna kaupa á nýrri fjölnotavél fyrir Þjónustumiðstöð Húnabyggðar. Vélin verður notuð til fjölbreyttra verkefna eins og slátt, götusópun, mokstur o.fl. Kaupin eru nauðsynleg þar sem tækjakostur Þjónustumiðstöðvarinnar þarfnast endurnýjunar nú þegar.


2.Söfnun plasts

2406022

Söfnun plasts
Byggðarráð tekur undir ályktun landbúnaðarnefndar á fundi 19. júní 2024 og hugmyndir um nýjar leiðir í söfnun heyrúlluplasts í sveitarfélaginu. Verkefnið er liður í nýrri stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins í úrgangsmálum þar sem leitast verður við að lækka sorphirðugjöld og auka jákvæð umhverfisáhrif í úrgangsmálum sveitarfélagsins. Með nýrri nálgun verður bændum gert kleift að skila heyrúlluplasti til sveitarfélagsins gegn skilagjaldi en jafnframt verði boðið upp á að heyrúlluplast verði sótt heim á bæi. Skilagjald til bænda sem kjósa að koma með heyrúlluplast á söfnunarstað verði 10kr/kg. Að öðru leyti verður fyrirkomulag plastsöfnunar óbreytt fram að næstu áramótum og næsta ferð farin við fyrsta tækifæri. Byggðarráð felur sveitarstjóra að auglýsa um nánari tilhögun þessara breytinga sem fyrst.

3.Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar

2406026

Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar
Byggðarráð felur sveitarstjóra að stofna húsnæðissjálfseignarstofnun (hses félag) utan um nýjan íbúðarkjarna fyrir fólk með fötlun. Byggðarráð leggur til að húsnæðinu verði fundinn staður við Fjallabraut í nýju hverfi þar sem nú eru lóðir til úthlutunar. Byggðarráð samþykkir að nýtt félag fái heitið Húnaborg hses.


4.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N

2305005

Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi Flugklasann Air 66N
Erindi frá Markaðsstofu Norðurlands varðandi Flugklasann Air 66N er hafnað að þessu sinni.

5.Reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra

2406028

Reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra
Byggðarráð samþykkir reglur og gjaldskrá um akstursþjónustu aldraðra.

6.Gjaldskrá Stekkjarvíkur

2406027

Gjaldskrá urðunarstaðsins í Stekkjarvík
Byggðarráð Húnabyggðar leggur áherslu á að sveitarfélagið er ekki sammála þeirri gjaldskrárhækkun sem lögð var til af hálfu stjórnar Norðurár og samþykkt fyrir árið 2024. Gjaldskrárhækkunin er að mati byggðarráðs of lág og ljóst er að gjaldskrá Norðurár er mun lægri en á öðrum urðunarstöðum og gjaldskrárhækkunin þyrfti að vera mun hærri til að laga það ósamræmi. Byggðarráð er ekki sammála því að gjaldskrárhækkanir séu settar í samhengi við nýgerða kjarasamninga og óskir um að sveitarfélög hækki ekki sínar gjaldskrár, enda hafi gjaldskrárhækkanir Norðurár hverfandi áhrif á sorphirðugjöld almennra íbúa. Þá var það sérstaklega tekið fram af yfirvöldum vegna umræddrar kjarasamninga að viðmið um hækkun gjaldskráa ætti ekki við um úrgangsmál. Þá setur byggðarráð Húnabyggðar spurningamerki við það af hverju gjaldskráin er ekki uppfærð árlega samkvæmt verðlagi eða ákveðnum viðmiðum sem styðjast mætti við. Það hefur komið fram að aðilar utan þjónustusvæðis Norðurár sækist nú eftir því að urða í Stekkjarvík og keyra þannig langar leiðir og fram hjá öðrum urðunarstöðum og einnig hefur komið fram að aðilar sem þegar eru í þjónustu vilji mögulega hætta að kurla tré- og viðarafganga þar sem það borgi sig að flytja efnið ókurlað í Stekkjarvík. Þetta eru skýr merki þess að gjaldskráin er úr takti við það sem almennt gerist og Húnabyggð sér þetta sem mjög neikvæða og óumhverfisvæna þróun sem þurfi að bregðast við strax.

7.Brunabót - Styrktarsjóður EBÍ

2404047

Úthlutun að upphæð 700.000 kr. fyrir verkefnið Skilti í gamla bæinn á Blönduósi úr Styrktarsjóði EBÍ 2024
Lagt fram til kynningar.

8.Norðurá - skýrsla um grænt bókhald 2023

2405010

Norðurá - skýrsla um grænt bókhald 2023
Lagt fram til kynningar.

9.Fundargerð 948. fundar stjórnar SÍS

2406025

Fundargerð 948. fundar stjórnar SÍS
Lagt fram til kynningar.

10.Viðbragðsáætlun vegna áfalla í landbúnaði

2406030

Viðbragðsáætlun vegna áfalla í landbúnaði
Byggðarráð vill koma á framfæri áskorun til matvælaráðherra og yfirvalda að séð verði til þess að bændur sem urðu fyrir áföllum vegna óvenjulegra veðuraðstæðna dagana 3-8. júní sl. fái nauðsynlega aðstoð. Ljóst er að bændur hafa nú þegar orðið fyrir töluverðum skakkaföllum vegna þessa og óljóst hversu mikil áhrifin verða til lengri tíma, en þó ljóst að þau verða töluverð. Unnin var góð vinna með því að hafa samband við bændur þar sem staðan var metin o.s.frv. en þessu þarf að fylgja raunverulegar aðgerðir þar sem komið er til móts við bændur vegna þessa tjóns. Sauðfjárrækt er stór atvinnuvegur í Húnabyggð og aðstæður sem þessar eru mjög sérstakar og nánast ómögulegt að bregðast við þeim þannig að komið sé í veg fyrir tjón. Það er því mikilvægt að yfirvöld sjái til þess að einhvers konar öryggisnet taki við bændum þegar svona kemur upp. Byggðarráð skorar því eindregið á stjórnvöld að vinna að gerð viðbragðsáætlunar vegna áfalla af þessu tagi í landbúnaði ásamt því að tryggja bændum fjármagn til að bæta tjón sem af þeim hlýst.

Fundi slitið - kl. 17:10.

Getum við bætt efni þessarar síðu?