65. fundur 13. júní 2024 kl. 15:00 - 16:31 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Ari Óskar Víkingsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Ari Óskar Víkingsson fulltrúi Húnabyggðar
Dagskrá

1.Verkefnastaða

2406009

Staða á ýmis verkefnum
Sveitarstjóri fór yfir helstu verkefni sem eru í gangi en fyrirliggjandi framkvæmdir eru komnar af stað í íþróttamiðstöð, Skjólinu, Húnabraut 5, grunnskólanum, leikskólanum o.fl. Þá er vinnuskólinn kominn af stað og sláttur í þéttbýli og dreifbýli hafinn.

2.Atvinnu-, kynningar- og ferðamálafulltrúi

2405022

Erindi frá Atvinnu- og menningarnefnd varðandi ráðningu á atvinnu-, kynningar- og ferðamálafulltrúa Húnabyggðar
Byggðarráð tekur undir hugmyndir Atvinnu- og menningarnefndar og vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025 og leggur áherslu á að úrvinnsla varðandi stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins verði kláruð fyrir vinnu fjárhagsáætlunargerðar.

3.Upplýsingar um þjónustu við fatlað fólk

2406012

Niðurstöður frumkvæðisathugunar á upplýsingum um þjónustu við fatlað fólk frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála
Byggðarráð felur sveitarstjóra að bæta úr þeim málum m.t.t. þess sem bent var á og snúa að Húnabyggð í frumkvæðisathugun Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála

4.Vatnsdæla á refli

2406014

Erindi frá Jóhönnu Pálmadóttur varðandi verkefnið Vatnsdæla á refli
Byggðarráð tekur vel í erindið og tekur undir sérstöðu þessa verkefnis og mikilvægi þess fyrir menningarsögu svæðisins og að þetta gæti búið til ýmis tækifæri í ferðamannaþjónustu. Áskorun verkefnisins er stærð og umfang refilsins sem mun þurfa stórt rými til þess að hann njóti sín sem skyldi. Byggðarráð vísar málinu til atvinnu- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.

5.Umsókn um tónlistarnám í Tónlistarskóla Akureyrar

2406015

Umsókn íbúa Húnabyggðar í tónlistarnám í Tónlistarskóla Akureyrar
Byggðarráð samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að staðfesta svar til Tónlistarskólans á Akureyri. Jafnframt verður sótt um framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga samkvæmt reglum þar um.

6.Málun á tröppum við Sýslumannsbrekku

2406016

Erindi frá Elfu Þöll og Kristínu Ingibjörgu varðandi málun á tröppum við Sýslumannsbrekku
Byggðarráð samþykkir að gamla trappan við sýslumannsbrekkuna verði máluð í regnbogalitum hinsegins fólks.

7.Umsagnarbeiðni - Brimslóð 2,4 og 6

2406017

Umsagnarbeiðni frá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra varðandi rekstrarleyfi á Brimslóð 2,4 og 6
Byggðarráð veitir fyrir sitt leyti jákvæða umsögn um málið.

8.Erindi frá Sumarhópnum SAMAN

2406018

Erindi frá Sumarhópnum SAMAN um samveru fjölskyldunnar
Lagt fram til kynningar.

9.Ársreikningur Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál 2023

2406010

Ársreikningur Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál 2023
Lagt fram til kynningar.

10.Fundargerðir 50. og 51. fundar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands

2406011

Fundargerðir 50. og 51. fundar fagráðs Barnaverndarþjónustu Mið-Norðurlands
Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerð 109. fundar stjórnar SSNV

2406013

Fundargerð 109. fundar stjórnar SSNV
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:31.

Getum við bætt efni þessarar síðu?