26. fundur 14. nóvember 2023 kl. 15:00 - 17:33 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Guðmundur Haukur Jakobsson forseti
  • Grímur Rúnar Lárusson 1. varaforseti
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Birgir Þór Haraldsson aðalmaður
  • Auðunn Steinn Sigurðsson aðalmaður
  • Elín Aradóttir aðalmaður
  • Jón Gíslason aðalmaður
  • Sverrir Þór Sverrisson aðalmaður
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Magnús Sigurjónsson embættismaður
Fundargerð ritaði: Magnús Sigurjónsson
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti sveitarsjórnar að bæta við tveimur liðum.

Staða Grindvíkinga og Grindavíkur vegna náttúruhamfara á svæðinu og verður það liður 8 í dagskrá

Erindi frá Skagabyggð er varðar mögulega sameinginu sveitarfélaganna og verður það liður 9 í dagskrá

Samþykkt samhljóða

1.Húnabyggð - Þjóðlendur

2302005

MáL 1509009- Umsókn um stofnun fasteignar - Eyvindastaðaheiði



Mál tekið fyrir að nýju, en erindinu var frestað á 16. fundi sveitarstjórnar sem fram fór 14. mars 2023



Umsókn um stofnun fasteignar - Eyvindarstaðaheiði

1509009



Forsætisráðuneytið óskar eftir stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verður Eyvindarstaðaheiði og er 693 km² að stærð samkvæmt uppdrætti frá Landform dags. 01.05.2015. Afgreiðsla á málinu var frestað á fundi skipulags- og byggingarnefndar þann 16.09.2015.

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila stofnun þjóðlendu á Eyvindarstaðaheiði.
Sveitarstjórn samþykkir ósk Forsætisráðuneytis um stofnun þjóðlendu sbr. 14. grein laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum. Heiti fasteignar verði Eyvindastaðaheiði og er 693km2 að stærð samkvæmt uppdrætti Landform dagsett 01.05.2015. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ganga frá málinu með Forsætisráðuneytinu og tryggja að gögnin séu rétt skilgreind samkvæmt Hæstaréttardómi í máli 546/2012.

2.Húnabyggð - Fundargerð 17.fundar Skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar

2311013

Fundargerð 17. fundar Skipulags- og byggingarnefndar Húnabyggðar frá 8. nóvember

2.1. Deiliskipulag við Blöndustöð 2308005

2.2 Endurskoðun aðalskipulags Húnabyggðar 2309001

2.3. Deiliskipulag gamla bæjarins 2311003

2.4. Deiliskipulag 2304007

2.5. Umsókn um stöðuleyfi fyrir 40 feta gám við Efstubraut 1 2311001

2.6. Hveravellir, stofnun lóða í Þjóðlendu 2311004
Fundargerð 17. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 2.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

2.6 Hveravellir - stofnun lóðar í þjóðlendu 2311004
Sveitarstjórn samþykkir stofnun lóðar í þjóðlendu Hveravalla samkvæmt framlögðum uppdrætti.

3.Byggðarráð Húnabyggðar - 39

2310004F

Fundargerð 39. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 3.6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Fundargerðin og ársreikningur lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Erindi frá stjórn Blöndóskirkjugarðs þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið gangi betur frá opnu svæði vestan við kirkjugarðinn.

    Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2024.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Fyrir fundinum lá niðurstaða Hæstaréttar þar sem málskotsbeiðni sveitarfélagsins í máli Húnavatnshrepps gegn Þjóðskrá Íslands og Landsvirkjun er hafnað.

    Lagt fram til kynningar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn Húnabyggðar harmar að ekki fékkst leyfi til að leggja dómsmál Húnavatnshrepps gegn Þjóðskrá og Landsvirkjun fyrir Hæstarétt og fá þannig skorið úr um þau álitamál með óyggjandi hætti.
    Samþykkt með átta atkvæðum en einn sat hjá (ZAL)
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Ársreikningur og fundargerð slitastjórnar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál lagt fram til kynningar.
  • 3.9 2310014 Dreifnám FNV
    Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Sameiginlegt erindi frá fulltrúum Félas- og skólaþjónnustu A-Hún og Fjölskyldusviðs Húnaþings vestra er varðar stöðu dreifnáms og leiðir til styrkngar þess.

    Nokkrar umræður urðu um erindið.

    Byggðaráð tekur jákvætt í að skipaður verði sameiginlegur starfshópur um málið sem skipaður verði hagsmunaaðilum líkt og fjallað er um í erindinu. Hópurinn fari yfir stöðu og framtíðarhorfur dreifnámsins og skili niðurstöðum og/eða tillögum til sveitarstjórna.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Fyrir fundinum lá minnisblað þar sem farið er yfir niðurstöður úr útboði vátrygginga sveitarfélagsins.

    Byggðaráð samþykkir að taka lægsta tilboði og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum vegna þess.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Byggðaráð hafnar erindinu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 39 Ársreikningur Tónlistarskóla A-Hún lagður fram til kynningar.

4.Byggðarráð Húnabyggðar - 40

2310006F

Fundargerð 40. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4.1 þarfnast sérstaka afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Guðmundur M. Ásgrímsson hjá Consello ráðgjöf kynnti nýundirritaðan vátryggingasamning Húnabyggðar við VÍS.

    Byggðaráð fagnar því að með samningnum hafi náðst um 30% lækkun á tryggingakostnaði sveitarfélagsins ásamt aukinni tryggingavernd.
    Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun Byggðarráðs. Sveitarstjórn bindur vonir við að frekari hagræðingu megi ná með því að svipuð vinna verði framkvæmd í öðrum málaflokkum og kostnaðarþáttum sveitarfélagsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Sveitarstjóra falið að útbúa auglýsingu um störf og starfsheiti Húnabyggðar undanþegin verkfallsheimildum í samræmi við 19. gr. laga nr. 94/1986.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Lagt fram til kynningar.
  • 4.4 2310019 Stöðuleyfi
    Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Reglunum vísað til Skipulags- og bygginganefndar til frekari vinnslu og afgreiðslu.
  • 4.5 2310020 Stafrænt samstarf
    Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið.

    Vísað til fjárhagsáætlunar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Byggðaráð felur sveitarstjóra að tryggja að þjónustustefna Húnabyggðar verði skilgreind í yfirstandandi stefnumótunarvinnu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Lagt fram til kynningar.
  • 4.9 2310022 Okkar heimur
    Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og tilnefnir Söru Lind Kristjánsdóttur í stýrihóp verkefnisins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Umræður um skógrækt við þéttbýli í Húnabyggð.

    Sveitarstjóra falið að vinna nánar að staðsetningu og stærð skipulagðar skógræktar í samræmi við umræður á fundinum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • 4.12 2310023 Gjaldskrár
    Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Umræður um endurgjald vegna efnistöku úr námum.

    Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku fyrir efni úr námum 1. janúar 2024.

    Við fjárhagsáætlunargerð verði unnin gjaldskrá vegna efnistöku úr námum.
  • 4.13 2212002 Húnaver
    Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Lagt fram til kynningar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 40 Umræður um undirbúning fjáhagsáætlunargerðar

5.Byggðarráð Húnabyggðar - 41

2311001F

Fundargerð 41. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 41 Sigurður fór yfir níu mánaða uppgjör Húnabyggðar sem sýnir að fjárhagur sveitarfélagsins er ágætlega staddur miðað við gríðarlega erfið ytri skilyrði og vonir eru bundnar við að halli ársins verði minni en áætlað var við sex mánaða uppgjörið. Ljóst er að mikið aðhald þarf til að koma í veg fyrir umtalsverðan hallarekstur og verður lögð áhersla á kostnaðaraðhald á síðustu mánuðum ársins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 41 Búið er að fjárfesta fyrir um 200 milljónir á árinu í mjög fjölbreyttum verkefnum. Ekki er öllum verkefnum lokið og þau verkefni sem þegar eru hafin verða kláruð sé það mögulegt. Frekari greining er nauðsynleg til að skilja betur þann kostnað sem fallið hefur til í fjárfestingarverkefnum og er fjármálastjóra falið að útvega frekari kostnaðargreiningar á einstökum verkefnum.

6.Byggðarráð Húnabyggðar - 42

2311003F

Fundargerð 42. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða

7.Byggðarráð Húnabyggðar - 43

2311002F

Fundargerð 43. fundar Byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 26. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liðir 7.1 og 7.9 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Tilboð í Skúlabraut 33


    Byggðaráð samþykkir framlagt kauptilboð í Skúlabraut 33 og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.

    Zophonías Ari Lárusson mætti á fundi eftir umræður og afgreiðslu þessa liðar.
    Bókun fundar Sveitarstjórn Húnabyggðar staðfestir sölu á eign sveitarfélagsins Skúlabraut 33 með sex atkvæðum (SÞS,JG,BÞH,RH,ASS,EA). ZAL og GRL véku af fundi undir þessum lið og GHJ tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Sigurður Örn Ágústsson fyrir hönd óstofnaðs hlutafélags sækir um lóð á Flúðabakka.
    Byggðaráð samþykkir að veita vilyrði fyrir lóðinni í samræmi við grein 3.2 í reglum um lóðaúthlutun sveitarfélagsins kemur fram að sveitarstjórn sé heimilt að veita vilyrði fyrir lóðum, án undangenginna auglýsinga innan skipulagðra svæðia eða á óskipulögðum svæðum. Endanleg úthlutun fari þó ekki fram fyrr en að lokinni skipulagsvinnu, sé hennar þörf. Vilyrði þetta gildir í þrjá mánuði.

    Byggingaáform þarf að leggja fyrir Skipulags- og byggingarnefnd Húnabyggðar.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Tvö tilboð hafa borist í Húnavelli. Lagt fram til kynningar, sveitarstjóra falið að yfirfara tilboðin.
    Bókun fundar Sveitarstjóra falið að vinna málið áfram á grundvelli umræðna á fundinum.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Umræður urðu um ræstingar í stofnunum sveitarfélgsins og hvernig þeim er hagað
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024
  • 7.7 2311003 Fjallaskálar
    Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Sveitarstjóra falið að koma á fundi við Sjálfseignarstofnanir varðandi fjallaskála
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að ganga til samninga.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Byggðarráð samþykkir að Auðunn Steinn Sigurðsson sitji í stjórn Heimilisiðnaðarsafnsins fyrir hönd Húnayggðar. Bókun fundar Sveitarstjórn Húnabyggðar staðfestir kjör Auðuns Steins Sigurðssonar og Birgis Þórs Haraldssonar í stjórn Heimilisiðnaðarsafnsins.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Sveitarstjóra falið að svara erindinu.
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Lagt fram til kynningar
  • Byggðarráð Húnabyggðar - 43 Lagt fram til kynningar

8.Staða Grindavíkinga og Grindavíkur vegna náttúruhamfara á svæðinu

2311014

Staða Grindvíkinga og Grindavíkur vegna náttúruhamfara á svæðinu.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að halda áfram samráði við önnur sveitarfélög og Samband íslenskra sveitarfélaga varðandi þá aðstoð sem Húnabyggð gæti veitt íbúum Grindavíkur vegna þeirra náttúruhamfara sem þar eru. Bráðaaðstoð hvað varðar t.d. stjórnsýslu, leikskóla- og grunnskólamál hefur verið veitt en dragist ástandið á langinn geta komið upp aðstæður þar sem frekari aðstoðar er þörf.

9.Skagabyggð - Möguleg sameining sveitarfélaganna

2311015

Erindi frá Skagabyggð um að skoða mögulega sameiningu sveitarfélaganna
Sveitarstjórn Húnabyggðar samþykkir erindi Skagabyggðar um að skoða mögulega sameiningu sveitarfélaganna og felur sveitarstjóra í samráði við oddvita sveitarstjórnar að hefja samtal við Skagabyggð um málið.
Sveitarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun vegna stöðu bænda og íslensks landbúnaðar.
Sveitarstjórn Húnabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af stöðu bænda og íslensks landbúnaðar. Gríðalegar kostnaðarhækkanir hafa orðið á aðföngum ásamt íþyngjandi vaxtakostnaði sem hefur gert það að verkum að afkomubrestur er í öllum greinum landbúnaðar. Húnabyggð er mikið landbúnaðarsvæði og er landbúnaður ein af undirstöðuatvinnugreinum í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn hvetur stjórnvöld til þess að grípa til markvissra aðgerða til að tryggja að skapaðar verði öruggar rekstraraðstæður fyrir bændur til framtíðar. Hér skiptir máli að stjórnvöld sýni það í verki en ekki eingöngu í orði að tryggja fæðuöryggi sem og að viðhalda byggðastefnu sinni. Nýverið greindi Byggðastofnun frá áformum sínum að frá og með fyrsta nóvember 2023 muni Byggðastofnun lækka óverðtryggða vexti á landbúnaðarlánum um eitt prósentustig einnig var ákveðið að lækka álag á óverðtryggða vexti lána til kynslóðaskipta í landbúnaði um 1,3 prósentustig. Sveitarstjórn Húnabyggðar fagnar þessum áfanga og skorar á aðrar lánastofnanir að fylgja þessu fordæmi. Jafnframt vill sveitarstjórn árétta að betur má ef duga skal og hafa Bændasamtök Íslands ítrekað bent á að það vanti um níu til tólf milljarða til íslenskra bænda til að standa undir eðlilegri afkomu, rekstrarlegum skuldbindingum og launum. Vill sveitarstjórn árétta það við stjórnvöld að leiðrétta kjör og stuðla að viðunandi rekstrarumhverfi íslensks landbúnaðar.

Sveitarstjórn samþykkir að halda auka sveitarstjórnarfund þriðjudaginn 28. nóvember klukkan 15:00 vegna fyrri umræðu um fjárhagsáætlun 2024.

Fundi slitið - kl. 17:33.

Getum við bætt efni þessarar síðu?