40. fundur 25. október 2023 kl. 16:00 - 18:50 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Elín Aradóttir varamaður
    Aðalmaður: Auðunn Steinn Sigurðsson
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá

1.Húnabyggð - Útboð á vátryggingum

2309001

Kynning á nýjum vátryggingasamningi Húnabyggðar.
Guðmundur M. Ásgrímsson hjá Consello ráðgjöf kynnti nýundirritaðan vátryggingasamning Húnabyggðar við VÍS.

Byggðaráð fagnar því að með samningnum hafi náðst um 30% lækkun á tryggingakostnaði sveitarfélagsins ásamt aukinni tryggingavernd.

2.Störf og starfsheiti undanþegin verkfallsheimildum

2310018

Sveitarstjóra falið að útbúa auglýsingu um störf og starfsheiti Húnabyggðar undanþegin verkfallsheimildum í samræmi við 19. gr. laga nr. 94/1986.

3.Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga

2303006

Bréf frá Eftirlitsnefnd sveitarfélaga með fjármálum sveitarfélaga vegna ársreiknings 2022.
Lagt fram til kynningar.

4.Stöðuleyfi

2310019

Reglur Húnabyggðar um útgáfu stöðuleyfa.
Reglunum vísað til Skipulags- og bygginganefndar til frekari vinnslu og afgreiðslu.

5.Stafrænt samstarf

2310020

Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna þátttöku og framlög sveitarfélaga til stafræns samstarfs.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið.

Vísað til fjárhagsáætlunar.

6.Þjónustustefna í byggðum og byggðarlögum sveitarfélaga

2310021

Erindi frá Innviðaráðuneyti.
Byggðaráð felur sveitarstjóra að tryggja að þjónustustefna Húnabyggðar verði skilgreind í yfirstandandi stefnumótunarvinnu.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð stjórnar

2309008

Fundargerð 934. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Minningardagur um þá sem hafa látist í umferðarslysum

2111009

Lagt fram til kynningar.

9.Okkar heimur

2310022

Erindi frá Okkar heimur, beiðni um þáttöku og skipun í stýrihóp.
Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og tilnefnir Söru Lind Kristjánsdóttur í stýrihóp verkefnisins.

10.Skógrækt við þéttbýli í Húnabyggð

2309007

Umræður um skógrækt við þéttbýli í Húnabyggð.

Sveitarstjóra falið að vinna nánar að staðsetningu og stærð skipulagðar skógræktar í samræmi við umræður á fundinum.

11.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð stjórnar

2309008

Fundargerð 935. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarrfélaga.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

12.Gjaldskrár

2310023

Gjaldskrá vegna efnistöku úr námum.
Umræður um endurgjald vegna efnistöku úr námum.

Fyrirhugað er að hefja gjaldtöku fyrir efni úr námum 1. janúar 2024.

Við fjárhagsáætlunargerð verði unnin gjaldskrá vegna efnistöku úr námum.

13.Húnaver

2212002

Skammtímaleigusamningur um Húnaver
Lagt fram til kynningar.

14.Fjárhagsáætlun 2024

2310024

Undirbúningur fjárhagsáætlunargerðar.
Umræður um undirbúning fjáhagsáætlunargerðar

Fundi slitið - kl. 18:50.

Getum við bætt efni þessarar síðu?