39. fundur 11. október 2023 kl. 15:00 - 16:40 í fundarsal að Hnjúkabyggð 33
Nefndarmenn
  • Auðunn Steinn Sigurðsson formaður
  • Ragnhildur Haraldsdóttir aðalmaður
  • Zophonías Ari Lárusson aðalmaður
  • Jón Gíslason áheyrnarfulltrúi
  • Sverrir Þór Sverrisson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Arason sveitarstjóri
  • Atli Einarsson ritari
Fundargerð ritaði: Atli Einarsson
Dagskrá
Við upphaf fundar óskaði Auðunn Steinn Sigurðsson eftir því að einu máli verði bætt á dagskrá og verður það mál nr. 13.

Samþykkt samhljóða.

1.Norðurá bs. - Fundargerðir stjórnar

2310011

Fundargerð stjórnar Norðurár bs. frá 19.9 lögð fram til kynningar
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Hafnarsamband Íslands - fundargerð

2109001

Fundargerð 456. fundar stjórnar Hafnarsambands Íslands lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Eyvindarstaðarheiði ehf.

2310012

Fundargerð aðalfundar og ársreikningur Eyvindarstaðaheiðar ehf. lagt fram til kynningar.
Fundargerðin og ársreikningur lagt fram til kynningar.

4.Kirkjugarður Blönduóss

2105031

Erindi frá stjórn Blönduóskirkjugarðs.
Erindi frá stjórn Blöndóskirkjugarðs þar sem óskað er eftir því að sveitarfélagið gangi betur frá opnu svæði vestan við kirkjugarðinn.

Byggðaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til fjárhagsáætlunar 2024.

5.Samband íslenskra sveitarfélaga - fundargerð stjórnar

2309008

Fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Landsréttur - Niðurstaða

2306009

Niðurstaða málskotsbeiðni til Hæstaréttar.
Fyrir fundinum lá niðurstaða Hæstaréttar þar sem málskotsbeiðni sveitarfélagsins í máli Húnavatnshrepps gegn Þjóðskrá Íslands og Landsvirkjun er hafnað.

Lagt fram til kynningar.

7.SSNV - fundargerð stjórnar

2310013

Fundargerð 99. fundar stjórnar SSNV lögð fram til kynningar.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Fundargerðir slitastjórnar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál

2310017

Ársreikningur og fundargerð slitastjórnar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál lagt fram til kynningar.
Ársreikningur og fundargerð slitastjórnar Byggðasamlags um menningar- og atvinnumál lagt fram til kynningar.

9.Dreifnám FNV

2310014

Erindi vegna stöðu dreifnáms FNV
Sameiginlegt erindi frá fulltrúum Félas- og skólaþjónnustu A-Hún og Fjölskyldusviðs Húnaþings vestra er varðar stöðu dreifnáms og leiðir til styrkngar þess.

Nokkrar umræður urðu um erindið.

Byggðaráð tekur jákvætt í að skipaður verði sameiginlegur starfshópur um málið sem skipaður verði hagsmunaaðilum líkt og fjallað er um í erindinu. Hópurinn fari yfir stöðu og framtíðarhorfur dreifnámsins og skili niðurstöðum og/eða tillögum til sveitarstjórna.

10.Húnabyggð - Útboð á vátryggingum

2309001

Minnisblað vegna útboðs á vátryggingum Húnabyggðar
Fyrir fundinum lá minnisblað þar sem farið er yfir niðurstöður úr útboði vátrygginga sveitarfélagsins.

Byggðaráð samþykkir að taka lægsta tilboði og felur sveitarstjóra að ganga frá samningum vegna þess.

11.Markaðsstofa Norðurlands - Flugklasinn Air 66N

2305005

Erindi frá Markaðsstofu norðurlands vegna flugklasans Air 66.
Byggðaráð hafnar erindinu.

12.Skipulagsstofnun - Holavörðuheiðarlína 3

2310015

Álit frá Skipulagsstofnun vegna Holtavörðuheiðrlínu 3.
Lagt fram til kynningar.

13.Tónlistarskóli A-Húnavtnssýslu - ársreikningur

2310016

Ársreikningur Tónlistarskóla A-Hún lagður fram til kynningar.
Ársreikningur Tónlistarskóla A-Hún lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?