Dagskrá
Forseti sveitarstjórnar óskaði eftir að einum lið yrði bætt við. Fundrgerð Skipulags- og byggingarnefndar frá 7. desember og yrði liður 11 í fundargerð. Einnig var samþykkt breytingar á dagskrá, þanning að gjaldskrár verða á undan liðnum um fjárhagsáætlun.
1.Húnabyggð - Gjaldskrá 2023
2212009
Gjaldskrár Húnabyggðar 2023
Breytingartillaga frá Jóni Gíslasyni fulltrúa H-lista :
Gjald fyrir 660 lítra tunnu verði 82.000 Gjald fyrir 1100 lítra tunnu verði 118.000 Annað verði óbreytt.
Breytingin byggir á því að hlutfall verðs á milli tunnustærða er það sama og var í Húnavatnshreppi.
Það verð sem óbreytt gjaldskrá stendur fyrir á þessum tunnustærðum sem einungis eru notaðar í fyrrum Húnavatnshreppi þýðir 130-150% hækkun frá fyrra ári og eru því í engu samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir.
Tillagan var felld með 8 atkvæðum gegn 1(JG)
Auðunn Steinn Sigurðsson bað um fundarhlé 15:47
Fundurinn hélt áfram 16.06
Bókun
Tillaga meirihlutans og fulltrúa G-lista að gjaldskrá sorpgjalda kemur til vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs sem koma til framkvæmda næstu áramót. Markmið tillögunnar er að samræma fyrirkomulag gjaldtöku vegna sorphirðu og sorpeyðingar í dreifbýli og þéttbýli og tengja gjaldtöku við magn úrgangs. Gjaldskrá sorps verður þannig sú sama í öllu sveitarfélaginu óháð staðsetningu og stærð íláta, þrátt fyrir ólíkan kostnað við hirðingu. Bent er á að á langflestum heimilum dugar 240 ltr sorpílát og allir fasteignaeigendur hafa val um að velja þá stærð íláts sem þeim hentar. Tillagan gerir einnig ráð fyrir því að atvinnustarfsemi í þéttbýli og dreifbýli þurfi að bera sanngjarna kostnaðarhlutdeild af þeim úrgangi sem fellur til í sveitarfélaginu.
Tillaga um að sundurliðun vegna sorphirðu og sorpförgunar fyrir stærri ílát:
660 lítra tunna: Sorphirða 62.000 - sorpeyðing 62.000
1100 lítra tunna: Sorðhirða 97.500 - sorpeyðing 97.500
Samþykkt með 8 atkvæðum en einn sat hjá (JG)
Gjaldskrá sorps var borin upp og samþykkt með 8 athvæðum og einn á móti(JG)
Aðrar gjaldskrár voru þær bornar upp og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða.
Útsvarshlutfall Húnabyggðar 2023 verði 14,52% með fyrirvara um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
Gjald fyrir 660 lítra tunnu verði 82.000 Gjald fyrir 1100 lítra tunnu verði 118.000 Annað verði óbreytt.
Breytingin byggir á því að hlutfall verðs á milli tunnustærða er það sama og var í Húnavatnshreppi.
Það verð sem óbreytt gjaldskrá stendur fyrir á þessum tunnustærðum sem einungis eru notaðar í fyrrum Húnavatnshreppi þýðir 130-150% hækkun frá fyrra ári og eru því í engu samræmi við aðrar gjaldskrárhækkanir.
Tillagan var felld með 8 atkvæðum gegn 1(JG)
Auðunn Steinn Sigurðsson bað um fundarhlé 15:47
Fundurinn hélt áfram 16.06
Bókun
Tillaga meirihlutans og fulltrúa G-lista að gjaldskrá sorpgjalda kemur til vegna breytinga á lögum um meðhöndlun úrgangs sem koma til framkvæmda næstu áramót. Markmið tillögunnar er að samræma fyrirkomulag gjaldtöku vegna sorphirðu og sorpeyðingar í dreifbýli og þéttbýli og tengja gjaldtöku við magn úrgangs. Gjaldskrá sorps verður þannig sú sama í öllu sveitarfélaginu óháð staðsetningu og stærð íláta, þrátt fyrir ólíkan kostnað við hirðingu. Bent er á að á langflestum heimilum dugar 240 ltr sorpílát og allir fasteignaeigendur hafa val um að velja þá stærð íláts sem þeim hentar. Tillagan gerir einnig ráð fyrir því að atvinnustarfsemi í þéttbýli og dreifbýli þurfi að bera sanngjarna kostnaðarhlutdeild af þeim úrgangi sem fellur til í sveitarfélaginu.
Tillaga um að sundurliðun vegna sorphirðu og sorpförgunar fyrir stærri ílát:
660 lítra tunna: Sorphirða 62.000 - sorpeyðing 62.000
1100 lítra tunna: Sorðhirða 97.500 - sorpeyðing 97.500
Samþykkt með 8 atkvæðum en einn sat hjá (JG)
Gjaldskrá sorps var borin upp og samþykkt með 8 athvæðum og einn á móti(JG)
Aðrar gjaldskrár voru þær bornar upp og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða.
Útsvarshlutfall Húnabyggðar 2023 verði 14,52% með fyrirvara um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga.
Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða.
2.Húnabyggð - Gjaldskrá fasteignagjalda 2023
2212010
Gjaldskrá Húnabyggðar - Fasteignagjöld
Að loknum umræðum um gjaldskrá fasteignagjalda var hún borin upp og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða með áorðnum orðalagsbreytingum.
3.Fjárhagsáætlun 2023
2208010
Seinni umræða fjárhagsáætlunar 2023 og þriggja ára áætlun 2024-2026
Jón Ari Stefánsson hjá KPMG mætti á fundinn undir þessum lið.
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2023 lögð fram til seinni umræðu.
Áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.526 milljónir kr. á árinu 2023, rekstrargjöld 2.167 milljónir kr. og afskriftir 127 milljónir kr. Fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir að rekstur A og B hluta verði jákvæður um tæpar 233 milljónir kr. fyrir fjármagnsliði.
Fjármagnsliðir (netto) eru áætlaðir 188,3 milljónir á árinu 2023. Fjárhagsáætlun 2023 gerir því ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um 44,4 milljónir að teknu tilliti til fjármagnsliða.
Veltufé frá rekstri A og B hluta er áætlað 201,4 milljónir á árinu 2023, en að afborganir langtímalána 291, miljónir kr. Fjárfestingar A og B hluta eru áætlaðar tæplega 420 milljónir króna á árinu 2023. Áætlað er að nýjar lántökur á árinu 2023 nemi um 419 miljónir kr. á árinu.
Útsvarshlutfall Húnabyggðar 2023 verður 14,52% með fyrirvara um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Gjaldskrár hækka almennt um 8% að frátöldum sorpgjöldum, en þau hækka hlutfallslega meira en önnur gjöld. Koma þar til breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs sem og samræming fyrirkomulags gjaldtöku vegna sorphirðu í dreifbýli og þéttbýli með það að markmiði að auka gagnsæi og tengja gjaldtöku við magn úrgangs. Gjaldskrá leikskóla helst að mestu óbreytt fyrir utan hækkun á áttunda tíma dvalargjalds. Álagningarprósenta fasteignaskatts verður 0,5% á íbúðarhúsnæði, útihús og mannvirki til landbúnaðarnota. Þá verður álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði 1,65%. Lóðarleiga, vatnsgjald og holræsagjald haldast óbreytt frá fyrra ári til að sporna við miklum hækkunum á fasteignamati.
Sveitarstjórn vill þakka byggðarráði og starfsfólki Húnabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki gerð fjárhagsáætlunar og það góða samstarf sem náðst hefur við krefjandi aðstæður vegna sameiningar.
Að loknum síðari umræðum um fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024 til 2026 voru þær bornar upp og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða.
Jón Ari vék af fundi 17:25
Jón Gíslason fulltrúi H-lista leggur fram svo hljóðandi bókun: Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2023 ber glögglega þess merki að sameining skólanna með svo fyrirvaralausum hætti sem raun ber vitni veldur verulegri útgjaldaaukningu í fræðslumálum árið 2023 umfram það sem orðið hefði ef byggt hefði verið á þeim áformum sem málefnasamningur um sameiningu sveitarfélaganna byggði á.
Benda má á að áætlaðar tekjur af sölu eigna eru engan veginn í hendi og er því veikur hlekkur í þessari áætlun.
Guðmundur Haukur Jakobsson óskaði eftir fundarhléi 17:30
Fundurinn hélt áfram 17:35.
Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2023 lögð fram til seinni umræðu.
Áætlað er að heildartekjur A og B hluta verði 2.526 milljónir kr. á árinu 2023, rekstrargjöld 2.167 milljónir kr. og afskriftir 127 milljónir kr. Fjárhagsáætlun 2023 gerir ráð fyrir að rekstur A og B hluta verði jákvæður um tæpar 233 milljónir kr. fyrir fjármagnsliði.
Fjármagnsliðir (netto) eru áætlaðir 188,3 milljónir á árinu 2023. Fjárhagsáætlun 2023 gerir því ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A og B hluta verði jákvæð um 44,4 milljónir að teknu tilliti til fjármagnsliða.
Veltufé frá rekstri A og B hluta er áætlað 201,4 milljónir á árinu 2023, en að afborganir langtímalána 291, miljónir kr. Fjárfestingar A og B hluta eru áætlaðar tæplega 420 milljónir króna á árinu 2023. Áætlað er að nýjar lántökur á árinu 2023 nemi um 419 miljónir kr. á árinu.
Útsvarshlutfall Húnabyggðar 2023 verður 14,52% með fyrirvara um fyrirhugaðar breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga. Gjaldskrár hækka almennt um 8% að frátöldum sorpgjöldum, en þau hækka hlutfallslega meira en önnur gjöld. Koma þar til breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs sem og samræming fyrirkomulags gjaldtöku vegna sorphirðu í dreifbýli og þéttbýli með það að markmiði að auka gagnsæi og tengja gjaldtöku við magn úrgangs. Gjaldskrá leikskóla helst að mestu óbreytt fyrir utan hækkun á áttunda tíma dvalargjalds. Álagningarprósenta fasteignaskatts verður 0,5% á íbúðarhúsnæði, útihús og mannvirki til landbúnaðarnota. Þá verður álagningarprósenta fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði 1,65%. Lóðarleiga, vatnsgjald og holræsagjald haldast óbreytt frá fyrra ári til að sporna við miklum hækkunum á fasteignamati.
Sveitarstjórn vill þakka byggðarráði og starfsfólki Húnabyggðar fyrir þá miklu vinnu sem liggur að baki gerð fjárhagsáætlunar og það góða samstarf sem náðst hefur við krefjandi aðstæður vegna sameiningar.
Að loknum síðari umræðum um fjárhagsáætlun 2023 og þriggja ára áætlun 2024 til 2026 voru þær bornar upp og samþykktar með 9 atkvæðum samhljóða.
Jón Ari vék af fundi 17:25
Jón Gíslason fulltrúi H-lista leggur fram svo hljóðandi bókun: Fjárhagsáætlun Húnabyggðar fyrir árið 2023 ber glögglega þess merki að sameining skólanna með svo fyrirvaralausum hætti sem raun ber vitni veldur verulegri útgjaldaaukningu í fræðslumálum árið 2023 umfram það sem orðið hefði ef byggt hefði verið á þeim áformum sem málefnasamningur um sameiningu sveitarfélaganna byggði á.
Benda má á að áætlaðar tekjur af sölu eigna eru engan veginn í hendi og er því veikur hlekkur í þessari áætlun.
Guðmundur Haukur Jakobsson óskaði eftir fundarhléi 17:30
Fundurinn hélt áfram 17:35.
4.Húnabyggð - Samþykktir
2212008
Samþykktir Húnabyggðar - Fjallskilastjórnir
Fyrri umræða: Breyting verður á samþykktum Húnabyggðar er varðar lið 5 í 47. grein og breytist þannig að landbúnaðarnefnd gerir tillögu til sveitarstjórnar að skipan fjallskilanefnda.
Fjallskilanefndir verði því fastanefndir og hafi erindisbréf. Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða
Fjallskilanefndir verði því fastanefndir og hafi erindisbréf. Samþykkt með 9 atkvæðum samhljóða
5.Styrkjaumsóknir og styrkveitingar fyrir Húnabyggð
2212011
Uppbyggingasjóður, sértæk verkefni sóknaráætlanasvæða annarsvegar og fjárfestingahátíð á Siglufirði hinsvegar
Umræður urðu um úthlutun uppbyggingarsjóðs. Sveitarstjórn lýsir yfir áhyggjum sínum hversu fá verkefni í Húnabyggð eru að fá úthlutun.
Styrkir til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - Vísað til byggðarráðs.
Sveitarstjóri kynnti Fjárfestingahátíð sem verður á Siglufirði 29. og 30. mars 2023.
Styrkir til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða - Vísað til byggðarráðs.
Sveitarstjóri kynnti Fjárfestingahátíð sem verður á Siglufirði 29. og 30. mars 2023.
6.Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 3
2212001F
Fundargerð 3. fundar landbúnaðarnefndar lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 6 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 3 Miklar umræður urðu undir þessum lið og mörgum spurningum velt upp er varðar girðingarmál hjá öllum fjallskiladeildum.
Fjallskilanefndir samþykktu að eftirlit með viðhaldi girðinga yrði á þeirra vegum ár hvert og yrði sú úttekt gerð tímanlega, svo hægt sé að bregðast við áður en smalamennskur hefjast. -
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 3 Fjallskilanefndir voru samþykkar því að auka samstarf og samskipti milli deilda til þess að auðvelda smalamennskur.
Unnið verður að því að samþætta liði við uppgjör fjallskila.
-
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 3 Reglur um þetta málefni eru í mótun.
-
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 3 Sveitarstjóra er falið að afla frekari gagna og verður málefnið tekið fyrir á næsta fundi.
-
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 3 Erindi frá Ragnari Bjarnasyni á Bollastöðum. Landbúnaðarnefnd vísar málinu til viðeigandi fjallskilanefndar til álits.
Mál frá Sigurði Árnasyni og Ólöfu Einarsdóttur á Hrafnabjörgum. Landbúnaðarnefnd vísar málinu til viðeigandi fjallskilanefndar til álits.
-
Landbúnaðarnefnd Húnabyggðar - 3 Eignarhald á gangnamannaskálum á Grímstungu- og Haukagilsheiði. Landbúnaðarnefnd vísar því til sveitastjórnar að þinglýsa samningum milli sjálfseignarstofnunar Grímstungu- og Haukagilsheiða og Húnabyggðar sem snúa að eignarhaldi og lóðum. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram.
7.Byggðaráð Húnabyggðar - 16
2211011F
Fundargerð 16. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 16 Byggðarráð getur ekki orðið við erindinu að þessu sinni.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 16 Lagt fram til kynningar.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 16 Borist hafa tvo kauptilboð í eignina. Byggðarráð hafnar tilboðunum.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 16 Byggðarráð þakkar fyrir erindið, byggðarráð hefur þegar tekið málið upp og vill ítreka að málið er forgangsmál. Jafnframt verði þrýst á Vegagerðina um vegrið á ákveðnum kafla. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun byggðarráðs
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 16 Byggðarráð samþykkir tillögu skólaráðs og leggur til við sveitarstjórn um að nýtt nafn skólans verði Húnaskóli. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir með sex atkvæðum (GHJ,BÞH,ÁÝA,EA,ASS,GRL) en þrír sátu hjá(ZAL,JG,EB) að nafn skólans verði Húnaskóli.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 16 Vinna við nýtt aðalskipulag er vísað til fjárhagsáætlunar 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 16 Vinna við fjárhagsáætlun 2023.
8.Byggðaráð Húnabyggðar - 17
2212002F
Fundargerð 17. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 17 Vinna við fjárhagsáætlunargerð 2023
9.Byggðaráð Húnabyggðar - 18
2212003F
Fundargerð 18. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 18 Yfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2023. Jón Ari Stefánsson frá KPMG mætti á fundinn og fór yfir fjárhagsáætlun 2023 og kynnti þær breytingar sem gerðar hafa verið frá fyrri umræðu og áhrif á niðurstöðu.
10.Byggðaráð Húnabyggðar - 19
2212004F
Fundargerð 19. fundar byggðarráðs lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 4 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 19 Núverandi samningur rennur út um áramót. Rætt var bæði um sölu og/eða leigu. Byggðarráð vísar erindinu til Atvinnu- og menningarmálanefnd til áframhaldandi vinnu.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 19 Sveitarstjóra falið að koma með uppfærðar reglur um námsstyrk til framhaldsskólanemanda.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 19 Rætt var um starfsemi bókasafna Húnabyggðar og sveitarsjóra falið að ræða við forstöðumann Héraðsbókasafnsins.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 19 Lagt er til að áheyrnarfulltrúar fái greiddan fastan kostnað fyrir setu í byggðarráði. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir erindið með 7 atkvæðum en tveir sátu hjá (EB,JG)
- 10.5 2212006 Reglur Húnabyggðar um framlög til stjórnmálasamtaka er bjóða fram til sveitarstjórnarkosningaByggðaráð Húnabyggðar - 19 Drög að reglum lagðar fram, endanlegar reglur verði kláraðar fyrir næsta fund byggðarráðs. Vísað til fjárhagsáætlunar 2023.
-
Byggðaráð Húnabyggðar - 19 Lokayfirferð á fjárhagsáætlunargerð 2023. Friðrik Halldór Brynjólfsson skrifstofu - og fjármálastjóri og Jón Ari Stefánsson frá KPMG mættu á fundinn undir þessum lið. Að lokinni kynningu og umræðum um fjárhagsáætlun 2023 þá samþykkir byggðarráð framlagða fjárhagsáætlun samhljóða og vísar henni til seinni umræðu og staðfestingar í sveitarstjórn.
11.Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
2212013
Fundargerð 6. fundar Skipulags- og byggingarnefndar lögð fram til staðfestingar á 12. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Liður 1,2,3 og 5 þarfnast sérstakrar afgreiðslu. Að loknum umræðum um fundargerðina var hún borin upp og staðfest af sveitarstjórn með 9 atkvæðum samhljóða.
Liður 1 Lækjardalur - umsókn um stofnun lögbýlis - samþykkt samhljóða
Liður 2 Geithamarar - umsókn um stofnun lóðar - samþykkt samhljóða
Liður 3 Geithamarar - umsókn um staðfestingu stærðar á lóð - samþykkt samhljóða
Liður 5 Eldjárnsstaðir - umsókn um stofnun lóðar - samþykkt með fyrirvara um að samþykki allra jarðareigenda liggi fyrir
Liður 1 Lækjardalur - umsókn um stofnun lögbýlis - samþykkt samhljóða
Liður 2 Geithamarar - umsókn um stofnun lóðar - samþykkt samhljóða
Liður 3 Geithamarar - umsókn um staðfestingu stærðar á lóð - samþykkt samhljóða
Liður 5 Eldjárnsstaðir - umsókn um stofnun lóðar - samþykkt með fyrirvara um að samþykki allra jarðareigenda liggi fyrir
Fundi slitið - kl. 18:45.